Já hingað er ég mætt á ný eftir smá fjarveru. En ég skellti mér í smá ferð sem endaði eiginlega sem smá interrail. Æ já ég er svo global, en núna er ég local. Komin heim á Vesturgötuna í Árósinni. Veik, með eyrnabólgu. Sem mér finnst samt smá smart því ég hef ekki verið með slíka bólgu í 17 ár.
Ferðin ó ferðin! Hvar á ég að byrja? Þetta var svo skemmtilegt allt saman. Hver dagur var einstakt ævintýri. Sjálfstætt framhald síðast liðins dag. Harpa, Ragnheiður og Erna ýr. Og allir hinir meðþátttakendur. Takk fyrir mig. Takk fyrir mig!
Mottó ferðarinnar var að kynnast eins mikið af ókunnugu fólki. Enda auðgar það svo sjóndeildarhringinn. Regla ferðarinnar voru orðin: JÁ OG. Miklu skemmtilegra en að segja NEI EN. Enda komum við okkur í hressandi ævintýri með því að segja alltaf bara JÁ! Við hefðum td ekki farið á PIANO MAN staðinn hérna í árósum ef við hefðum sagt NEI. Þá hefðum við ekki kynnst söguhetjunni úr laginu hans Billys. Þá hefðum við ekki kynnst íslensku lögfræðinemunum í lestinni, né keypt upp lagerinn af bjór í sömu lest. Þá hefðum við ekki eytt aðeins meiri pening en við eigum í Hennes og fleiri búðum.
Orðið JÁ býður opnum stúlkum uppá einstök ævintýri. Ég held áfram:
Í Vín hefðum við ekki séð hallir, kirkjur, yndislegan markað, garða, fallegu litlu göturnar og húsin, né farið í allar gerðir af transport service ef við hefðum setið með fýlusvip og sagt NEI. Við hefðum heldur ekki drukkið hátt yfir 30 kokteila, borðað góðan mat, farið í Casino, lært að búa til Vínarsnitzel (step by step) og pantað Sachertertu á óaðfinnanlegri Þýsku.
Talandi um það. Mikið óskaplega er ég góð í tungumálum (já ok nema dönsku) Því eftir að hafa sagt JÁ við að skella mér til Slóvakíu (nánar tiltekið Bratislava) og drukkið gæða-kokteila á 120 kr í 8 tíma, var hægt að finna mig og mína inná slovenskum karókíbar....syngjandi á slvóvenskunni. Alveg eins og infædd. Ég er alveg ótrúleg.
Bratislava var yndilseg. Í miðjunni er gamli bærinn og úr honum sér maður upplýstan kastala á hæð. Í kringum gamla eru bara kommunstiablokkir. Inní gamla eru samt hip og cool kokteil barir með fallegu kvenfólki, ljótum karmönnum. Þetta var öfugt í Vín.
Í VÍn voru samt allir í sleik. Allstaðar. Allskonar fólk. Sleikur á almanna er greinilega heitur í höfuðborg Austur Evrópu.
Hins vegar fór ég ekki í sleik. Ekki nema bara við kokteilinn minn og jú kannski smá hana Hörpu mína. En það var bara til að fæla frá æsta karlmenn sem störðu og sýndu á sér hinn allra heilagasta ef út í það fór. Já bara svona á miðju dansgólfi.
Hér sit ég, miklu fátækari fjárhagslega, mun ríkari minninga, með aukakíló og bjúg eftir mikla drykkju og át. En samt sem áður alltaf og ávallt GLÓBAL!
Takk fyrir söknuðinn þið þarna sem söknuðu mín. Ditto. Og Harpa ég sakna þín. Þótt við fórum að rífast;)
12 ummæli:
já ég kem alla leið heim eftir 3,5 viku sem er svoooo fljótt að líða!
JÁ OG, þú auðgar mína líka fröken vesturbær;)
Velkomin til Aarhus min smukke pige
kv Matthildur
takk mín kæra!!
og til haaaaaamingju með nýju vinnunna!! vei vei
Sæl esskan mín og velkomin aftur. Hlakka til að taka svona JÁ OK session með þér. Líka gott að vita hvert maður á að fara ef maður vill fara í sleik!!
já örugglega gott að fara í sleik um sumar og danska svo vínarvals og ropa snitzelropi og deila sachertertu
Craziness! Smells like fun type of shit!
Öddi
Þá hefur enginn spurt hvort þú vildir koma í sleik eða hvað??? Þú hefðir þá bara sagt "já, og" ekki sandt?? hahaha
Þið eruð snillingar, kunnið að leika ykkur. :)
bíddu ertu að segja að ég sé feit eða...?
Jamm fáðu þér brauð með skinku :-) og mér finnst JÁ líka vera besta orðið :o) kv. Maja pæja Bíð bara spennt eftir Berlín núnsskan :-)
Þú ert ekkert feit, bara svoldið þykk...
Já Maya við tökum Berlín með trompi í haust, og þá verður reglan sko JÁ! La-hang skemmtilegast! Ég segi eins og fegurðardrottningarnar; mitt helsta áhugamál er að ferðast.....
þykk??? hvað er að gerast hérna?? veistu ekki hver ég er?? ég var í ROKKLINGUNUM!!!
Bíddu... hver er að fara til BERLIN.. og ætlar ekki að bjóða MÉR með... :(
Ich bin echt sauer !
Johnny
Skrifa ummæli