Árið 2004...
-var árið sem ég komst inní draumaskólann minn eftir langt og strangt inntökuferli.
-var árið sem ég vissi að ég var komin á réttan stað í lífinu. Í danalandi þeas.
-var árið sem ég bjó í 3 löndum: Holland, Ísland og Danmörk
-var árið sem ég bjó með Maríu á Aragötu og þar var sungið hátt og hlegið dátt dag hvern.
-var árið sem ég fór í mína lengstu og verstu ástarsorg. Gott á mig!
-var árið sem ég vann á Airwaves í 3 eða 4 skiptið og var þetta það lang besta Festival hingað til.
-var árið sem ég eignaðist fullt af nýjum vinum í Árósum. Ossa skmmtlegir allir!
-var árið sem ég bryjaði uppá nýtt í alla staði.
-var árið sem ég flutti frá Hollandi og þangað vil aldrei aftur flytja.
-var árið sem vigtin rokkaði um 10kg.
-var árið sem uppkomst að veggjatítlur væru búnar að vera narta í húsið mitt áratugum saman.
-var árið sem ég kyssti strákana með flottu ættarnöfnin.
-var árið sem ég bætti CoctailDesigner á CV-ið og hannaði hanastélið ÞRO-HOSKI.
-var árið sem ég prófaði SingStar og söng klt saman edrú heima í stofu.
-var árið sem ég keypti mér brúðarkjól.
-var árið sem ég fékk heimsókn að utan og fílaði það eiginlega ekki.
-var árið sem ég var næstum því alltaf blönk.
-var árið sem ég sá Pixies á sviði, tvisvar.
-var árið sem ég mun örugglega minnast sem ár andstæðna: Byrjaði ömurlega, varð betra og betra og endaði æðislega.
Ég held að 2005 verði bara nokkuð skemmtilegt. Ég verð í skóla í Árósum en mjög mikið á Íslandi.
Ég hef sett mér mjög mörg markmið, og ég vill, þá get ég slegið þau! Vá hvað ég er máttug!
5 ummæli:
gleðilegt ár, elsku besta! var hollandið svona slæmt? þú hafðir þó okkur ;)
Gleði og sorg...skemmtun og leiðindi....lærdómur og barátta Þú hefur átt gott ár eða allavega eftirminnilegt og lærdómsríkt. Ég elska að þú sért að fíla þig í dk og í skólanum þínum...ég elska að þú lentir þarna með pilotunum.
Megi nýja árið verða þér gæfuríkt elsku vinkona.. love tú jú!
æ holland fer e-ð í taugarnar á mér, þú veist það alveg huxy. En þið voruð án efa það besta sem kom fyrir mig þar ástin mín!
serah! þitt ár verður líka snilld, ég bara veit það! ég bara veit það!
C'est la vie with me baby
úúú anonymous....maður kemst ekki hjá því að vera smá fooor,
þetta er örugglega e-r leyndur aðdáandi sem elskar mig og dáir!!!
Skrifa ummæli