fimmtudagur, janúar 13, 2005

Er komin til Danmerkur en samt ekki...

Stúlkan er bara búin að liggja uppí rúmi í móki síðan í gærkvöldi. Ef ég stend upp þá hringsnýst allt og ég titra, mætti svo halda að einhver hafi tröðið blöðru í hálsinn á mér. Mér finnst eins og ég sé ekki komin til Danmörku. En ég er ekki á Íslandi. Bara í einangrun í "rúmalandi".

Annars litu þær Carrie og vinkonur sjá sig í kvöld og sýndu mér hvernig það er að vera MannhattanGirls. Það var fínn félagsskapur. Þeim tókst meira að segja að láta mig væla meðhþví. Já svona er maður nú meyr, svona lasinn aleinn í úklöndum.

Eitt að því sem ég geri þegar ég er veik er að láta það fara í taugarnar á mér hvað ég get EKKI gert og framkvæmt. Úr því verður hinn laglegasti DO-listi.
Dæmi:

Í júní 2005:
-ætla ég að vera 10 - 15kg léttari. ÆTLA!
-mun ég kunna að klippa (video ekki hár)
-ætla ég að vera komin með GÓÐA vinnu á Íslandi (target eru fundin nú þegar)
-ætla ég að kunna smá á Photoshop
-ætla ég að kunna að tala Dönsku, Norska er OK líka að vísu.
-mun ég veðra orðin sjálfsöguð kona með stóru S. Ekkert kæruleysi lengur!
-verð ég HÆTT að týna eigum mínum. Allavega minnka það í einu sinni í mánuði.

DO IT!

Ok hér stikla ég á stóru. Inní þessu er nú ýmislegt minna og ýmislegt skemmtilegt.
Ég ætla líka að ná í dótið mitt í Hollandi, ég ætla að flytja frá Vestergade 31 til Vestergade 6a, ég ætla að fá Hörpu í heimsókn frá íslandi og við förum til Vínar, svo ætla ég að lesa bækurnar sem skólinn mælir með,koma heim um páskana , skoða heimildarmyndagerðarskóla, byrja að gera möppu með öllu sem ég hef gert, sækja um styrk hjá KBbanka og NÝsköpunarsjóði ofl ofl.

Diskó!!!

Engin ummæli: