Já nýja lífið er sko svo sannarlega byrjað og gengur svona vel (síðan í gær). Við erum að tala um að ég mæti 4. fyrst í skólann, borða hafragraut í morgunmat, speltbrauð í hádeginu og salat í kvöldmat, skóladagurinn byrjar á þriggja tíma yoga slash pilates sesssjón, líkamsrækt eftir skóla, grænt "check"vaff hliðina á öllum do-lista atriðum. Vona að þetta líf sem komið til að vera!
Í dag var ég líka í einkaþjálfun í framkomu. Fékk að tala á íslensku og rússnesku fyrir framan bekkinn minn. Sem var gaman. Ég sagði þeim bara leyndarmál á íslensku. Og þau störðu á mig tómum sem og forvitnum augum.
Daman sem ég deili eldhúsi og baðherbergi með hefur látið mig í friði, en hún fer samt á kortersfresti á klósettið. Fylgir það kvillum er kennd eru við geð?
En svo ég gleymi ekki að segja ykkur frá því að um helgina borðaði ég teskeið af smjörlíki (en gubbaði svo) og lét rasskella mig á bossann (með bók nb) af 4 íþróttastelpum. En það var allt í lagi því Matthildur fékk 4 gerðir af hráku í lófann og sleikti meter af gólfinu á meðan Kolla tók mynd með girt niður um sig. Undir þessu söng Hrabba lalalalalllalalalla eins og sönnum keppnismanni er einum lagið. Enda vann hún. Hún vann sem sagt 70mín spilið sem var spilað á laugardagskvöldið sl. Eftir að hafa snætt delissjöss mat sem Mattahildur mín hrissti fram úr hendinni. Ossa skemmtilegt kvöld á Stjerneplatsen. Hins vegar komum við íslensku stelpurnar seinTast í bæinn. EN það var meget sjov, smá væmið hjá mér í lokin...en kallast það bara ekki að standa undir nafni???? ha?
1 ummæli:
meter af hverju?
-örndi
Skrifa ummæli