Núna er sunnudagskvöld og ég er ennþá veik. Svo sagði mamma mér að landlæknir hefði sagt að við þessi veiku ættum ekki að fara of fljótt af stað því þá slær manni bara niður og þá erum við sko ekki að græða neinn tíma! Þannig að hér mun ég liggja eitthvað áfram. Og skólinn minn er að fara til Köben á morgun. Ó mig auma!
Svo langar mig svo í harðfisk, já eða cashewhnetur. En ég á bara bolla-aspassúpu og 4 papríkur (í sitthvorum lit) og lítið meir. Kannski sinnep og soyasósu jú.
Hversu lítið er að gerast í lífi manns þegar maður er farin að telja upp það sem maður á í ísskápnum??
8 ummæli:
Batni þér kona, leitt með missinn á Köbenferðinni
Þraukaðu kona, harðfiskurinn og hneturnar koma með mér í byrjun feb
Sakna þín kona!
Matta
Samúðarkveðjur frá Daníelustöðum, eða ææ Daníelugeldingsstöðum frá og með deginum i dag, mer finnst þetta hrikalegt...cazmaz
takk stelpur mínar, mikið fíla ég ykkur báðar!
já matta viltu koma með smá hárðfisk?;) ég skal borga þér og ná í þig út á stöð þegar þú kemur:) hvenær kemur þú nákvæmlega?
hva meinar cmaz? er hún að fara í aðgerð stúlkan okkar?? eller hvad?
Fáðu þér bara Coca Cola, fanta lemon eða sprite og þ+er mun líða betur
kv. Össi Páls
Dí þetta ætlar engann enda að taka spúsan mín :-( en já taktu ráðum landsa og taktu þetta slow... bannað að láta sér slá niður!!
Ezzkan mín, kem með eins mikinn harðfisk og við fitubollurnar getum í okkur látið, ekki málið.
Hef annars bara óljósan grun um hvenær ég fer (skýrist af gleðivímunni sem ég var í þegar ég pantaði farið út)...held 2.feb. Man allavega að ég flýg mjög snemma frá Íslandi, en ef ég fer ekki í skólann alveg daginn eftir (reyndar held ég að ég geri það) þá er ég að spá í að vera hjá honum Hésa mínum allavega eina nótt. Læt þig vita, sykur, hlakka brjálað til að sjá þig. ..og já, ég var að reyna að hringja í þig úr 435... ætlaði bara að segja blessssssssssssssss
Matta
bUIN AÐ FARA
bUIN AÐ FARA I AÐGERÐ I DAG:(KAZ
Skrifa ummæli