jáhá það er þá staðfest mál að 20.janúar er dagsetning sem ég ku forðast næstu árin. Fer bara til læknis þann 19.jan og fæ svefnlyf og sef af mér þann 20.
Fyrir ári síðan var ég grenjandi og vælandi og kjökrandi og ælandi og með svo bólgin augu að ég gat ekki haft þau opin né lokuð. Algjerlega búin að fokka öllu upp og það var komið að því að þurfa að svara fyrir það.
Hins vegar fór ég bara heim til Íslands frá Hollandi til að láta vorkenna mér eftir það. Nóg um það.
Í dag byrjaði dagurinn á því að daman sem ég deili eldhúsi og baðherbergi með öskraði og gargaði á mig. Ó mikið er fólk ólíkt í þessum heimi. Hún semsagt hatar mig fyrir það að skilja eftir smá vatn í ketilinum eftir að hafa hitað mér vatn og hatar uppþvottagrindina sem ég ætlaði að gefa henni þegar ég myndi flytja (merkilegt að hafa svona MIKIÐ álit á svona einföldum sem og gagnlegum hlut) En það eru ekki allir eins og það verð ég að virða. En hins vegar er ég búin að vera alveg í mínus í allan dag. Svona eins og fyrir ári. Ekki alveg kannski. En samt....
...20.janúar er með bölvun á sér!
Hins vegar ákvað ég að reyna að sjá það besta við daginn. Mamma var að senda mér nýjasta Idol þáttinn og með fylgdi harðfiskurinn sem mig langaði svo í fyrir nokkrum dögum. Guðný boðin í mat og íslenskt þemakvöld. Og ég sé ekki betur en þetta er að verða hin besta dagsetning. Enda gott rauðvín á boðstólnum og svona;)
2 ummæli:
Elskan mín..vá hvað ég skil þessa tilfinningu sem kemur eftir að danskt sambýlisfólk manns öskrar á mann...þú átt alla mína samúð. Huggun að þú ert að flytja (og svo áttu alltaf á hana þegar gæinn hennar gekk inn til þín, alltaf gott að eiga eitthvað til að stinga upp í svona gargara, annað en nýja, fína, íslenska harðfiskinn manns). Svo skilst mér að þú sért að færa þig um set, til Möttunnar okkar næstu vikuna, ég viiiildi að ég væri hjá ykkur.
Knús ezkan mín, þú ert sko miklu miklu betri en þessi þarna, hvað sem hún heitir sem þú býrð með!
Úffff.........sumt fólk er svolítið spes! Ein sem þurfti að losa eitthvað á næsta manni bara-óþolandi!
Skrifa ummæli