miðvikudagur, september 29, 2004

Eftir að hafa setið í allt kvöld og lesið um OSTa á heimasíðum og bæklingum þá langar mig núna að hoppa uppí rúm og horfa á e-ð gott í sjónvarpinu. Neeeii... það er ekki í boði hér! Er með 4 stöðvar og á
nr. 1 er hanbolti,
nr.2 þýskt e-ð, svona svarthvítt þýskt eitthvað
nr. 3 gráhærður maður með þykkar augabrúnir í jakkafötum að tala dönsku
nr.4 tveir danskir menn út í skógi og tala um náttúru sýnist mér
Og svo virðist hin þungstíga stúlka sem ég leigi með vera með e-ð í maganum e-ð, því þetta er orðið spes hvað hún hleypur oft yfir á klósettið

Ég ætti kannski að bjóða henni OST! Jú því ég veit nefnilega svo mikið um OST, OST framleiddan í Noregi og OST framleiddan á Íslandi aðallega. Fyrsta verkefni sem við vinnum fyrir alvöru kúnna er hafið. Þetta er fyrirtækið Synnöve Finden í Noregi, og bara svo ég fái að skrifa orðið OSTur einu sinni enn, að þá er þetta OSTafyrritæki í Osló.
Já gæti virðst vera óspennandi, en vill svo skemmtilega til að þetta er bara ákaflega skemmtilegt. Hópurinn minn sér um að koma með hugmyndir að nýjum OSTahugmyndum og markaðsetningu þeirra.
Ég er að hugsa um að hætta hér áður en ég set ykkur of mikið inní e-a OSTaframleiðslu út í heimi...

Og hvað eru mörg OST í því??

þriðjudagur, september 28, 2004


Örfréttir af KaosStúlkunni


Ég komst að því í lok skóladagsins að ég lá meira og minna allan tímann í gólfinu í dag. Við vorum að læra um allskyns brainstorming aðferðir og sköpunargeleði eða kreativiteit eins og það heitir hérna fyrir sunnan. Og einhvern veginn var ég alltaf komin í gólfið að skrifa á stóran pappír allskyns hugmyndir og teikna þær. Svokallaðar MiNDmaPs, eins og þær eru kallaðar hérna hjá okkur í bransanum;) heheh

Í gær smakkaði ég besta TELATTE sem ég hef fengið. Reyndar það líka mitt fyrsta teLATTE en ég veit samt strax að ekkert á eftir að toppa þetta. Hún Silla mín Kaffibarþjónn á heiðurinn af þessum einstaka drykk.

Eftir eina og hálfa viku verð ég heima á Íslandi, enn betra á Aragötunni...

Á laugardaginn fór ég á bar sem var með FRÍBAR í hálftíma. Á hálftíma sá ég líka svona um 50 edrú einstaklinga verða pissuhaugablind. Hvað er málið með að panta Long Island IceTea þótt allt sé ókeypis?

Í næstu viku ætlum ég og skólabróðir minn að búa til hið svo kallaða "FUNNY-TASK-BOX. í því verða fyndnar skipanir sem fólk getur dregið í lok dags og framkvæmt síðan daginn eftir, án þess að tilkynna það að gjörðir þeirra séu ástæða FUNNY TASK BOX áður en það byrjar. Hafiðþið ekki farið í svona partý?
Já alltaf verið að bæta andann í skólanum:) ALltaf gaman aðleika ser smá.

Eitt af móttóum skólans er: DICIPLINED LIKE SOLDIERS, PLAY LIKE CHILDREN...

Núna er ég að bíða eftir að hún be-hesta vinkona min hún Matta hringi. Við ætlum út i dinner og kósíkvöld. Kannski Frimann kíki með:)

Meira seinna



sunnudagur, september 26, 2004

og hérna koma myndirnar af mér og mínu og mínum hérna í Danalandinu...

Danskarmyndir


Bekkurinn minn

laugardagur, september 25, 2004

"já þetta er voða skemmtilegt hvernig þú hefur valið þennan græna lit. Svona eplagrænn er svo róandi og gefandi. Hahh, elskan mín hvað þetta er fínt"!!
...sagði Vala Matt um síðuna mína.

EN ég ætlaði aðeins sð kíkja út í saklaust Bingó með bekkjarfélugum í gær. Þetta var haldið á einhverjum white trash bar niðrí bæ og sveitt stemmning svo fór hringinn. Ekki var hægt að spila Bingó eins alvarlega og í Vinabæ vegna mikillar ölvunar og svita þarna inni.
Klukkan var ekki slegin ellefu þegar ég stóð uppá stól að dansa við Gardenparty þeirra Mezzoforte. Öskraði: "ja det er islensk, det er islensk"! Voða stolt sko. Norsararnir voru nefnilega búin að fá La de Swinge la de Rock n Roll tvisvar og ég var komin í svona þjóðarstolts fíling. Á þessum punkti gerði ég mér líka grein fyrir að ég væri búin að tapa. Tapa fyrir djamm og öl guðinum.

Kvöldið varð lengra en ég ætlaði mér og einnig mjög skemmtilegt. Tel það líka vera áríðandi að kynnast bænum betur. Vita hvaða staðir henta mér og hverjir ekki.

Ég minni a myndaalbúið nýja!


föstudagur, september 24, 2004

Loksins er ég búin að koma öllum myndunum frá í sumar hingað inná netið.
Mikil vinna, mikið verk

En núna er ég farin í Bingó

Hérna eru sumarmyndirnar, vesskú!

Ef eg ætti að gefa þessu kvöldi nafn þá myndi ég velja nafnið:

"samskiptakvöld" (langar að hafa þetta skáletrað en það er ekki hægt á mac)

Ég er búin að vera með munnræpu síðan ég sveif heim á bleiku skýi úr skólanum í dag. Suma daga þarf ég einfaldlega að tala meira en aðra. Á MSN talaði ég við Siggu (um kúk, bara), Guðnýu Jónu, Höllu(töluðum um kúk í gær), Önnu Siggu, Söru (töluðum við um kúk sara?) og úlfham eða Denna eiginmann. Í símann talaði ég fyrst við fyrrnefndan Ödda bróður minn, en ég held samt að honum þyki voða vænt um mig, svo kom pabbi í símann (við hann talaði ég eiginlega bara um kúk já og skólann minn). Þar á eftir var það la-hangt símtal við Hörpu (kúkur kom aðeins við sögu) og núna rétt undir það síðasta talaði ég við mömmu (enginn kúkur enda stutt símtal).

Ég veit ekki hvað er að gerast en það er aldeilis áberandi að það ríkir mikil kúkamenning hjá mér og mínum! Er þetta e-ð sem er athugarvert eða er það einfaldlegt skref framávið þegar fólk treystir sér til að ræða um þessar (nánast) daglegu venjur okkar í góðu tómi? Það er ekki hér með sagt að við séum að ræða um kúkinn sem slíkan. Bara okkar reynslur af kúkaferðum.
Ég er nefnilega í mikilli krísu þessa dagana, ég þarf oft að kúka í skólanum en þori ekki. Þið vitið öll afhverju...
Halla kom með ýmis ráð í gær. Td sturta niður áður en staðið er upp, þá nær lyktin ekki að dreifa sér. Já. Æ er hálfómöguleg yfir þessu.

Hérna áður fyrr fundum við Kolla það út að það væri tákn um betri vináttu þegar fólk geti þagað saman og því líður vel með það. Spurning um að bæta umræðum um kúk við (án þess að engin fari í kerfi) við þessa pælingu. Enda er hún ekki tæmandi þar sem allir eru misjafnir.
Langaði bara að varpa ljósi á þessar umræður sem hafa verið mjög ríkjandi undanfarna daga í mínu lífi. Ekki veit ég afhverju.

fimmtudagur, september 23, 2004

Núna er ég loksins skráð sem íbúi í Danmörku. Komin með lækni, hann valdi eg af löngum lista. Hún heitir Helle og er fædd 1955. Og er hérna í næstu götu. Hlakka til að hitta hana. Ég hef ekki átt heimilslækni í 10 ár. Vona að hún tali ensku líka. Í næstu viku fæ ég svo dönsku kennitöluna mína og þá opnast landið fyrir mér. Með CPR númerinu get ég opnað bankareikning, farið á tungumálanámskeið, leigt vidjóspólur og keypt afsláttarkort í lestarnar.
Ödda bróður mínum (20) finnst eldri systir sín(ég, 25) nákvæmlega ekkert töff. Ef þið hafið lesið kommentið sem hann skrifaði við síðustu færslu að þá liggur þetta augum uppi að ég er að fá falleinkunn hjá honum. hahahhahah
Hvað á ég að gera? Á maður ekki að vera fyrirmynd? ég er í molum....



þriðjudagur, september 21, 2004

Mikið leiðist mér það að vera nýbúin að kaupa mér sígarettupakka og gleyma honum um leið á kaffihúsi. Núna var ég að klára að borða og langar í eina slíka. Mér finnst kokkahæfni mín hafa lagast mjög mikið eftir að ég kom til Danmerkur. Var núna að borða sinnepslagaðan kjúkling og hrísgrjón og maís og ferskt spínat og gúrku. Mjög gott! Mikið er ég myndarleg:)
Svo er ávaxtaoggrænmetissala í skólanum. Ég kaupi 2kg af ávöxtum og 2kg af grænmeti á aðeins 40kr. Gjöf en ekki sala! Fæ mix in a box á þriðjudögum. Þetta eykur líka ávaxta-át mitt. Sem er sniðugt því það er grennandi...

Já í kvöld er mjög svo merkilegt kvöld. Því ég er að fara í bíó í fyrsta skipti hérna í Århus-inni minni. Við Guðný læknisgella ætlum að skella okkur. Svo reyna að ná í rassgatið á Möttu og Ásdísi (sem eru sko be-hestu vinkonu mínar) eftir bíó þar sem þær ætla að vera á kaffihúsi hér í 8000. Finnst ykkur ekki gaman þegar ég tala svona lókal hérna á blogginu mínu?

Já svona er nú töff að vera erlendis sko!

Annars væri ég til í að pósta emailskriftum milli mín og foreldra minna (í sitthvorulagi samt, þau eru skilin) sem eru í gangi þessa dagana. Ég öskra úr hlátri í hvert skipti. En þau eru of absúrt og það gæti sært kúl mitt, þannig að ég sleppi því núna!


mánudagur, september 20, 2004

Það rignir á okkur hérna í Árósum í dag, Grátt yfir öllu og vindur sem feykir laufunum. Ekta mánudagur og ég í öðrum í þynnku eins og ég kýs að kalla það. Vá hvað það var mikið átak að mæta í skólann í morgun. Líka vegna þess að allir voru glottandi til mín. Þetta var svakalegt partý á laugardaginn. Trúi varla að ég hafi verið í íbúð. Hún var svo stór og svo troðin. Fólk út um allt. Svo var bar og DJ búr. Svo voru stærstu svalir sem ég hef nokkurn tíma séð. Það var ég aðallega. Alla vega svo lengi sem ég man allt. Eftir að ég fer í glimps fór ég víst á kostum; var að stríða DJ-unum, hélt sko að honum finndist jafn fyndið og mér að ýta í plöturnar sem voru á snúningi. Hélt að ég gæti haldið á 8 glösum og 2 bjórflöskum. Það var ekki mikið eftir í glösunum þegar ég kom með drykkina handa fólkinu. Skrýtið...
Ofl....

Strembin í vika í skólanum framundan. Mikið um það að gefa af sér og tjá sig. God hvað þreytir mann, samt svo gefandi. Ég á eftir að sofna kl.20 öll kvöld.

bla bla bla bla

ég veit ekkert hvað ég er að blaðra hérna, skrifa meira seinna:)

föstudagur, september 17, 2004

Hádegismatur í boði skólans í dag:

Kampavín og ferkst ávaxtasalat!

Erum að halda upp á að fyrsta projectið okkar er búið. Finito!

Skál! faðmlög, kossar...
Af Mb.isl í dag

Talinn hafa hnuplað dráttarspilinu
"Hálfþrítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í dag fyrir að hnupla dráttarspili fyrir jeppa í Bolungarvík og gera tilraun til að selja það."

....eðlilega. Enda miklu verra en að stela dráttarspili en að nauðga stúlku í dauðadái myndi ég segja!

fimmtudagur, september 16, 2004

Jæja ég er þá búin að ná þessu

50 halv tres
60 tres
70 halv fjers
80 fjers
90 halv fems
100 hundred

Mikið óskaplega er þetta ólókískt.
Núna er klukkan 23 og ég var að koma úr skólanum, þangað mætti ég kl 9 í morgun. 14 tímar. En það var fínt, markmiðum var náð allavega. Stofan er enn í rúst, ég held að hún sé í meiri rúst núna. Því núna eru líka bjórflöskur á víð og dreif. Jáh, e-ð svo erlendis að sötra bjór í skólanum. Svo danskt? En það var fínt að æfa kynninguna smá tipsy. Gefur svona meira í þetta.

Á morgun er svo föstudagur. Ég ætla ekki að vera full. En ég ætla að hitta íslensku KaosPilotana (og etv fleiri ísl víkinga) á Aros sem er nýopnað listasafn Árósaborgar. Kjæmpe findt!
E-hen! á laugardaginn er svo stórt KP partý og þá verður tekið á því!! 4play hjá Rolf Arne&Martine, og líka þynnkupartý á sunnudaginn.

Amen

miðvikudagur, september 15, 2004

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri einhver nefnd þarna úti sem finnur nöfn fyrir fellibyli. Eða hvaða system væri notað fyrir þetta fyrirbæri.

Af mér er ekki mikið meira að frétta en það að ég er mætt aftur í skólann og mikið er það gott. Fannst ég vera missa af svo miklu. Og það var satt. Allt búið að vera á fullu hér. Núna sit ég í skólastofunni okkar og hún er á HAUS. Flott músikk í botn og allir á iði, syngjandi dansandi og föndrandi. Hér er verið að vinna hópavinnu mikla; heimildamynd (minn hópur), ávaxtasala, kaffigjöf á lestastöðinni í morgunsárið í sérhönnuðum Kaospilotkaffimálum (fylgir fullt af föndri) ofl ofl. Allt gert í þeim tilgangi að kynnast skólanum, kynna skólann og gera eitthvað gott fyrir borgara Århus. Við byrjum að fókusa á Lókal....á 3 ári verðum við komin Global.

Hvar enda ég?

mánudagur, september 13, 2004

Jæja það hlaut að koma að mér. Nú geng ég ekki heil til skógar. Bara lasin stúlka sem vaknaði í morgun. Kemur mér nú ekki mikið á óvart þar sem þetta er búið að vera að ganga í bekknum. Ég held að þetta sé e-ð sem fylgir þessu nýja álagi. Hver dagur er búin að taka svo á, vera svo mikil upplifun. Eða kannski varð mér bara svolítið kalt í gær í Tívolíinu í Köben. Það má kannski rétt svo taka fram að ég fór 7 sinnum í turninn. Hver þar kynlíf ef maður kemst í turninn? Maður spyr sig...

Jæja þrátt fyrir veikindi (og klassíkina Dynasty sem er á skjánum) ætla ég nú samt að reyna nota daginn til að læra meira og meira, meira í dag en í gær. Mér finnst ótrúlegt hvað ég náð að læra mikið á einungis einni viku. Hugarfar mitt og skoðanir breytast frá degi til dags. Ný orð hafa skotið sér rótum í orðaforða minn...og komast fá önnur að.

alltílæskíttíþigbleees

laugardagur, september 11, 2004

LaugArDagskvÖld og

ég komin uppí rúm kl 23. Er búin að vera þar samt meira og minna í dag og borga til baka með höfuðverk og leti allt það sem ég drakk í gærkveldi. EN það var svo gott, bara liggja og dotta og lesa og vera í tölvunni...Bara slappa af. Það er stundum svo gott. Fór svo með Martine og Rolf Arne út að borða á veitingastað sem önnur bekkjarsystir okkar vinnur á. Sátum úti við hitara og töluðum bara um það sem við ætluðum ekki að tala um.....

...skólann. En það er bara svo mikið að gerast í hausnum á manni eftir þessa viku að við komust ekki hjá því að þurfa að analysera það.

En svo var ákveðið að fara bara snemma í háttinn og taka daginn snemma á morgun. Fá okkur morgunmat og keyra til Kaupmannahafnar og eyða deginum í Tívolí tívolí lí lí lí. Hreinsa hugann með öskrum og hlátri í rússíbönum og þess háttar. Ég hlakka ó svo mikið til.

Góða nótt börn og aðrir minna þroskaðir menn...
alltaf þegar ég er full eins og núna, þá tek ég alltaf laptopinn minn og sofna með tónlistina frá honum, núna er ég að hlusta á Björk syngja um að hún sé á top of the world, lagi carpenters. ég hitti einmitt smið í kvöld. hann var rosa stoltur af þvi. ég sagði honum bara að ég væri stolt af því að vera mætt á "fredagsbar" í fyrsrta skipti á ævinni. Hann spurði: veistu hvað fredag þýðir?? hmm

ok en allavega þá er lag úr ameilie að spila núna...

muniði þegar allir fóru að syngja saman í rútunni í kvikmyndinni Almost Famous?




....slowly

hold me closer tiny dancer....down the headlights on the highway!







vá hvað er gaman að vera til. ó hvað ég er ánægð að ég breytti leiknum, ég breytti um land og skóla og fólk. besta sem ég hef gert



ps. ég veit það á að vera EINfalt i

föstudagur, september 10, 2004



Nýjasta æðið í dag....Endilega tjékkið á þessu!

fimmtudagur, september 09, 2004

Kaos Day and Night
....ævisaga Diljá Ámundaóttur (kemur út fyrir jólin 2004)

Langir dagar að baki og kvöld ætla ég að vera heima og gera það sem ég er búin að setja á hold sl. daga. Þetta byrjar ekki rólega, skólaárið, eins og í fyrra. Nei ég gæti bætt 10 tímum við sólarhringinn og samt haft nóg að gera. Bæði fyrir skólann og í félagslífinu. Félagslífið í kringum þennan skóla er endalaust. Á hverjum degi fær maður boð um hitt og þetta og svo er ýmislegt sem við eigum að gera á vegum skólans...samt félagslíf.

Á þriðjudaginn fengum við pening til að gera e-ð kúltiverað og fórum við flest á tónleika. Æði! Þau gefa okkur vasapening til að vera sósjal. Enda er það með eindæmum miklvægt fyrir mannveruna að vera sósjal og súpa af guðsveigum. Í gær var svo Team 9 með e-ð prógram, þau voru að kynna e-ð verkefni fyrir okkur. Að sjálfsögðu var rautt og hvítt með því. Eitt að því sem þau kynntu fyrir okkur var Skype. Internetsími. (dánlódið á www.skype.com) Ég endaði á að hringja tipsy í mömmu uppí skóla með 10 manns horfandi á mig og herma eftir íslenskunni.

Helgin er óplönuð en nóg af plönum. Aarhus er yndisleg, hún gefur mér einmitt það sem ég sakna við Reykjavík; hitta hina og þessa á förnum vegi. Ég fer ekki útúr húsi án þess að hitta kunnulegt andlit. Flestir eru "Óreiðuflugmenn" en eins og niðurstaða heimildarannsókna okkar um KPskólann (verkefni vikunnar) sagði var það að þetta er ein stór fjölskylda.
En Petra kemur hingað á morgun og planið er að kaupa flíkur og vonandi kemur hún með mér og öðrum "flugmönnum" á pöbbarölt. Maður spyr sig!

Jæja, þvotturinn bíður eftir að vera brotin saman. Loksins gat ég þvegið. Búið að taka mig 2 vikur að átta mig á systeminu í þvottahúsinu hérna. Neyðarástand ríkti hér á heimili mínu fyrir nokkrum dögum vega þess, í nærfataskúffunni þá.... En stúlkan fór bara í H&M og kauptaði sér nærföt fyrir 500dkr. Já maður kann sko að redda sér;)

þriðjudagur, september 07, 2004

Vissuð þið að Árósar er upprunalega nafnið á Aarhus?

Jæja, nú er skólinn byrjaður af alvöru og heilinn á mér er komin með sprungur af þekkingu eftir einungis 2 daga. Mér sýnist á þessu öllu saman að það sé frekar hefd en undantekning að dagarnir hér í KaosPilotskólanum eigi eftir að koma manni á óvart og ögra manni hressilega. Ég á pottþétt eftir að koma með skemmtilegar skólasögur hér á fréttasnepli mínum í vetur...

En núna verður það víst djammsaga fyrst...

Á föstudaginn sáu krakkarnir í team 10 (en það er 2.ár, allt þarf að vera öðruvísi hér;) um daginn og voru við látin mæta í dómkirkjuturninn niðrí bæ í njósnaraátfitti með vopn og mútur. Enda var þemað slíkar myndir. Útfrá því hófst svo æsispennandi RATleikur út um allan bæ. Við þurftum meðal annars að fara á:
-listasafnið að mála "Ópið" á striga og selja það ókunnugum á 20 mín
-í "eyes wide shut" íbúð og múta fólkinu þar (sem var með svona grímur) til að leysa út annað fólk
-fá kókoskúlu í bakaríi sem innihélt vísbendingu
ofl
ofl

Leikurinn endaði svo þegar við þurftum að hoppa ofan af þakinu í skólanum (í bandi samt) og vá hvað það var mikið kikk! Þetta var nokkurskonar vígsla og hugrekkispróf inní skólann. Um kvöldið var ég svo látin mæta eitthvert útí bæ með rauða rós og þaðan var ég leidd með blindfold um allan bæ, þar til að mér var hent inní e-ð völundarhús. Ég þurfti að fara á milli herbergja og láta niðurlægja mig (skellihljæandi samt) og látin gefa fingraför og fleira. En í síðasta herberginu var Lygapróf.

Þar var ég spurð að...jú þó nokkuð... grófum spurningum og svo látin dansa. Þegar ég kom niður eftir lygaprófið sá ég að ég var í skólanum og allir í salnum höfðu fylgst með lygaprófinu sem var bara varpað live á vegginn þar. Allir höfðu lent í því sama svo það var mikið hlegið. Eftir þetta hófst svo heljarinnar partý með kampavínsgosbrunni og fu-hullum busum!! hahahha...

Ég var með munnræpu a la ég og beið eftir að það kveiknaði í kjaftinum á mér, dansaði eins og vitleysingur og endaði svo í hjólataxa með kebab og ókunnugum strák sem var bara að rúnta með biketaxi um bæinn og skutlaði mér ókeypis heim....ekki það að ég búi langt í burtu hehehhe. But yeah, thats me...drunk!

Jæja meira seinna....

laugardagur, september 04, 2004

The sun is up and I´m so happy I could scream, and there is nowhere else in the world I rather be!!!!

ó það er svo gaman! dagurinn í gær var einn sá skemmtilegasti sem ég upplifað á minni 25 ára ævi! var að vakna núna í þynnku eftir partý og æltla skella mér til Söru í Odense.

Saga gærdagsins kemur fljótt....

fimmtudagur, september 02, 2004

Skal man pratte norsk eller snakke dansk??

Já maður spyr sig. Ég er ekki frá því að ég sé nærri því orðin altalandi á norsku og dönsku eftir 4 daga ferð með bekkjarsystkinum mínum til NorðurJótlands.
Nei heyrðu, nú ég er bara að ýkja!
En það á eftir að koma fljótt. Því þótt ég búi í Danmörku núna þá er ég samt í bekk þar sem norskan er ríkjandi tungumál. Meira um það seinna. En ferðalagið að var frábært í allastaði. Brjálað prógram, frábært fólk, fallegur staður, þvílík orka og svo var öllu slúttað í kampavíni og humar í nótt og á hvítu ströndina á vesturströndinni í morgun. Ég tek með mér von um frábær 3 ár í fararteskinu eftir þetta allt saman! Þetta verður rússíbanaferð frá A-Ö. Ég á eftir að hringja nokkrum sinnum grenjandi heim til mömmu og pabba og segja þeim að ég sé hætt og á leiðinni heim. hahahahha! En já...Mestmegnis verður þetta bara magnað.

Á morgun er svo e-ð meira. Ég á allavega að mæta svartklædd, með svört sólgleraugu, vopn, og 3 freistingar(nammi, peninga og þessháttar) í skólann. Alltaf verið að leika sér hérna! Annað kvöld er svo part-ei með öllum skólanum. Ó hvað það á eftir að verða skrautlegt, ég er undir allt búin í KaosPiloterne skólanum:)

Set fljótlega inn myndir svo. Um helgina. Ps. ég er ekki ennþá búin að kaupa mér neitt í H&M, svik. Pæling?