þriðjudagur, október 07, 2003

Hamingja!

Hefur thú ekki átt svona dag thar sem allt er svo gaman og allt gengur upp og allt gengur svo vel og allir eru svo frábaerir?
Ok, ég er ad upplifa svona dag! Mér finnst allt í heiminum svo skemmtilegt og ég er svo ánaegd med mitt hlutskipti í augnablikinu. Allt sem ég óska mér er í gangi núna.

Skólinn sem ég er í er svo mikid ég. Mér finnst allt vera ad nýtast mér svo vel og mér gengur bara vel. Alltaf thegar ég maeti stressud í tíma, held ad allt verdi erfitt og ég illa undirbúin, thá gengur svo vel. Ég verd bara adeins ad verda betri í hollensku. Svo eru krakkarnir og kennararnir svo frábaerir. Allir til í ad gera allt til ad ég sé ekki eftir á, en samt láta mig alveg hafa fyrir mínu. Hafa mun meiri trú á mér en ég sjálf. Edal lid alveg. Svo er ég loksins byrjud ad eignast vini thar. Get gengid ad mínu lidi thegar ég maeti og fólk bídur mér med í kaffihúsaferd í gÖtunum okkar. E-d sem ég saknadi smá fyrst nefnilega.

Ég er búin ad vera hugsa svo mikid um vini mína, sem ég sakna svo sárt stundum. En ég er svo heppin stelpa ad ég gat thar sídustu helgi sótt suma heim, og fór til Danmerkur. Eins og thad var nú erfitt ad koma aftur thadan eftir yndislega helgi thá er ég svo heppin stelpa ad fá strax 3 dÖgum seinna 2 vini í heimsókn. Helgin med HÖrpu og Bjarka var í einu ordi sagt FRÁBAER! Ég skemmti mér svo vel. Vid lifdum hátt og hver dagur var aevintýri útaf fyrir sig. Svo thegar thad var erfitt ad kvedja thau í morgun fékk ég flugáaetlun senda um ad ég vaeri á leid til Íslands eftir 2 daga.
Ekki slaemt!Fékk leyfi hjá kennaranum ad gera thetta, hann vill endilega ad ég taki verknámid mitt heima. Thar verd ég í 10 daga, kem svo út í próf sem ég aetla ad leggja allt mitt líf í og ná med stael. Svo aetla ég ad verdlauna mér prófalokin med thví ad fara í menningarferd til London med Kollunni minni. Ji ég er bara ad deyja
eg er svo spennt ad vera ad gera thetta allt saman!

Svo eru bara allir svo aedislegir. Mamma og pabbi til daemis. Ég get bara farid ad grenja núna yfir thví hvad thau eru best af Öllum. Ég get svarid thad. Mamma er svo gód og alltaf ad stússast og gera allt fyrir mig. Pabbi kemur alltaf med bestu rádin og thad er svo gaman ad vera í kringum hann. Svo er borgin sem ég bý í svo saet og núna thegar thad er farid ad hausta er hún bara saetari. Ji ég held ad jólin verdi svo saet hérna nidrí bae. Ég er svo heppin med húsnaedi líka hérna. Á svo saett herbergi í eldgÖmlu húsi og er svo búin ad kaupa smá saett í thad og fá sumt sent ad heiman. Já og svo eitt enn aedislegt: Strákurinn sem ég er skotin í er líka skotin í mér. Er thad ekki aedi?

Thegar dagdraumar fara ad verda ad veruleika thá er thetta bara svo frábaert allt saman! EN á madur ekki ad vera hraeddur thegar allt gengur upp? Thegar allt gengur vel?

Ég get nú samt varla gert lítid annad en ad njóta thessarar saeluvímu sem ég er í. LAngadi allt í einu ad deila henni med bloggheimi. THessi faersla var líka fyrir thig Svanhvít mín. Mër finnst aedi ad thú sért ordin netnÖrd eins og vinkona thín. Hlakka svo til ad koma heim og knúsa thig og Oddlaugu....og alla hina! Thad verdur djammad er thad ekki????

Engin ummæli: