Mér finnst ég aldrei eiga nóg af flottum fötum, eða bara eiga nóg af fötum. En guð minn góður....það eru alltaf föt út um alla íbúð. Sama hvað ég er alltaf að ganga frá þeim þá eru alltaf föt útum allt, á öllum stólum og svefniherbergisgólfinu, troðfull óhreinatauskrafa og þvottasláin full og ég alltaf að þvo. Hvernig fer ég að þessu??
Þegar ég verð "stór" þá ætla ég að vera kona í vönduðum og sígildum fötum, alltaf smart, alltaf við hæfi. Ekki eiga mikið, bara föt sem passa öll saman....fylgiði mér?
Annars er allt að gerast á heimasíðunni ELDHRESSAR. DJ-arnir "tobecome" eru enn að safna uppáhaldslögum allra og halda fundi annan hvern dag og pródúsera;)
Uppáhalds Tinnan mín er mætt á klakann og er helgin þess vegna þétt setin...bíó annað kvöld og welcomehomeparty á Njallanum á laugardaginn. Vá hvað ég er stemmd fyrir það, íhaaaa!
Velkomin heim jólastelpa!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli