Það er búið að vera á DOlistanum í örugglega tvær vikur núna að taka fötin (umtöluðu) og raða pent inní fataskáp, og hér sit ég núna fersk á laugardagsmorgni og ætla mér að ganga galvösk til verks, sko þegar ég er búin að posta þennan! pistil.
Fór í bíó í gær, sá Catch me if you can. Fannst hún mjög skemmtileg. Svo er gett2geðer hér á Njallanum í kvöld. Fyrsta djammið með Tinna í rúmlega 5 fokking mánuði. Mér til mikillar armæðu er ég komin með bólu á hökuna. En þeir sem ekki vita á slíkt ekki að koma uppá. Ég var nefnilega á sterkum lyfjum á hálft ár (í fyrra). Þau heita Róakútan og eiga að taka slík fyrirbæri að eilífu. Í þetta hálfa ár mátti ég ekki neyta áfengis og var með þurrkubletti sem líktust uppþornuðu skyri á hörund mínu. Slímhúð í nefi þornaði upp og blóðnasir voru daglegur viðburður í mínu lífi.
Já skiljið þið að ég er ekki sátt við þessu einu einmanna bólu á hökunni?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli