laugardagur, febrúar 01, 2003

Jæja nú er klukkan að verða 6 á þessum ágæta snjóaða laugardegi. Ég var að koma úr talningu í Eymó Kringlunni. Var mætt þangað klukkan 9 í morgun. Hélt að þetta yrði dagur dauðans, en svo var þetta bara þrusu stuð. Tíminn leið hratt og ég blaðraði stanslaust í 8 tíma við Guðnýu sem ég er að vinna með í Austurstræti.

Það er svo fyndið; sumu fólki kynnist maður á notime og á endalaust margt sameiginlegt með. Hún Guðný er svoleiðis, við getum talað ENDALAUST saman. Enda stoppaði ekki á okkur kjafturinn í 8 fokkings tíma.

En nú er smá púki í mér og ég er til í smá tjútt í kvöld. Og leiðin liggur í bæjinn að mála rautt....

Engin ummæli: