Diljá litli er veikur:(
allur hausinn er stíflaður með slími og mig svimar þegar ég stend upp úr sófanum sem hefur verið minn besti vinur s.l sólarhring. Svo er ég komin með bað á heilann, vildi óska að ég gæti verið með bað, þá væri ég í baði núna að láta þetta
slen renna úr mér, mmmmm!
Annars finnst mér leiðinlegt að hanga svona heima veik, er nú samt búin að fá fullt af góðum heimsóknum á á von á fleirum. Ég væri nú orðin afskaplega döpur ef ég hefði bara legið hérna ein skal ég segja ykkur. En ég gleymdi að segja frá því að hún Daníela kisan mín er núna ólétt, sko ég veit að ég var búin að tilkynna það hérna á blogspot fyrir nokkrum mánuðum, en núna er hún það 100%. Æ mér finnst það bara gaman, hlakka bara til að hafa nokkra litla hérna hjá mér í nokkrar vikur.
Vona bara að hún eigi þá ekki um 20.mars, því þá er hún frú Diljá að fara til London í nokkra daga!!! Ég var semsagt að ákveða það í gær, váhhh hvað ég er spennt!!! Ég er bara að fara að gubba úr spenningi. Endilega segjið mér frá e-u skemmtilegu sem hægt er að gera þarna. Planið er að vera bara að tjilla; fara í leikhús, á söfn, markaði og borða góðan mat og drekka bjór á sætum kaffihúsum.
Jæja ég ætla að fara að fá mér heitan panodildrykk og þampa eitt glas af uppleystum sólhatt....vona að það eigi eftir að virka á Mr. Flensa!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli