Ég var að vona að þetta yrði svona Óveður þar sem allir ættu að halda sig inni og allt lokað...þeas. vera bara heima:) Ég er smá mánudöguð í dag, enda mikið að gerast um helgina...en helgin var mjög vel heppnuð. Þetta varð svaka partý á laugardaginn og endaði að sjálfsögðu með að frúin á neðri hæðinni tapaði sér gjörsamlega og viðurkenndi loksins að henni finndist hún vera húsráðandi í þessu húsi! Spáiði í þessu, hún heldur að hún ráði yfir MINNI íbúð!!! En svo hélt allur hópurinn á Þjópleikhúskjallarann þar sem lærimeistarar DJ ELD og DJ HRESSAR voru að spila, eða þeir Gullfoss og Geysir. Ég óð beint útá gólf og hélt mig þar, hitti Bad og dansaði svo mikið við hann að pilsið mitt rifnaði. Verð bara svo æst í návist hans hehhh! ;)
Svo tókst mér líka að búa til RISA sápuóperu og eyddi restina af kvöldinu í það að leggja spil á borðið og vera með vesen. Ætli ekki það endi ekki með því að ég láti leggja mig inná klepp. Á minni skýrslu stendur: " Fór yfir um á strákaveseni" ! Æ éfílahhetta!!!
Er einmitt að fara í vísindaferð á Klepp á föstudaginn næstkomandi, og svo á laugardagskvöldið er það íslensktjúróvisjonpartý á Gunnunni...jáhhh ´nóg að gerast framundan:) Þangað til ætla ég bara að vinna, fara í bíó og finna ódýr flugfargjöld til Californiu á netinu...jú og vesenast í skólamálum...kannski afþýða ískápinn, hmmmm:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli