Föstudagskvöld og ég bara rokka hérna heima með disney mynd og kertaljós, alveg kósí en það er samt e-ð eirðarleysi í mér. Veikindin eru alveg að fara að segja bless, allt í lagi að skilja smá hor og hása rödd, en plís taktu hitann, svimann, beinverkina og glæru augun!!
Ég þarf nefnilega að vera orðin fersk á morgun. Ég er nefnilega með gríðarhresst fest hérna á Njallanum skal ég segja ykkur. Þetta er fyrir Eymundssonskvísurnar og það er svaka stemmning fyrir þessu! Þemað er BÓKSTAFURINN B!!! Að mínu mati eðal þema! Sjálf ætla ég að fylla út í skilyrðin með því að vera BIRGITTA HAUKDAL MEÐ BYSSUBELTI....alls 3 B í því:) Þarf samt eiginlega að redda mér lögum með Birgittu minni...hmmm! Finn út úr því.
Jæja píbol oll aránd, ég óska ykkur afskaplega góðrar helgi!
föstudagur, febrúar 28, 2003
fimmtudagur, febrúar 27, 2003
Djöfull er ömurlegt að vera svona sveittur í veikindum heima hjá sér. Þetta er núna þriðji dagurinn sem ég ligg í svitanum hérna heima. Á náttborðinu mínu eru eftirtaldir hlutir: kleenex tissjúpakki, appelsínusafi, 2 gerðir af verkjalyfjum(elska að sofna í panóvímu) vatnsglas og jú síminn minn sem enginn hringjir í. Svo er ég búin að færa sjónvarpið og videoið inní herbergi. Já og er nú bara nokkuð sátt við veikindadressið mitt líka. mmmm eðal alveg....eeeehhhuuuumm
Svo akkúrat þegar ég hef allan tímann í heiminum til að vera í tölvuhangsi...ja og dotti og simpsonglápi, þá er enginn að blogga. Ég var alveg í stuði hérna áðan með lappann uppí rúmi og ætlaði að skoða alla og nennti alveg að þeysast á milli hugarheima fólks út um allan bæ sem ég þekkji ekk neitt. En nei.....enginn að blogga þessa dagana! Ekkert smá ömurlegt.
Ég er í líka í svona "alltíheiminumsvoömurlegtskapi" núna. Svanhvít fór áðan til London, Harpa fer til Köben á morgun og svo í 2 mánuði til Finnlands, veit ekkert hvort það verður af þessari blessuðu Londonferð minni núna í augnablikinu. Eina það sem mér finnst æði í lífi mínu núna er leyndó. Sé ykkur seeeeeinna!!!
Svo akkúrat þegar ég hef allan tímann í heiminum til að vera í tölvuhangsi...ja og dotti og simpsonglápi, þá er enginn að blogga. Ég var alveg í stuði hérna áðan með lappann uppí rúmi og ætlaði að skoða alla og nennti alveg að þeysast á milli hugarheima fólks út um allan bæ sem ég þekkji ekk neitt. En nei.....enginn að blogga þessa dagana! Ekkert smá ömurlegt.
Ég er í líka í svona "alltíheiminumsvoömurlegtskapi" núna. Svanhvít fór áðan til London, Harpa fer til Köben á morgun og svo í 2 mánuði til Finnlands, veit ekkert hvort það verður af þessari blessuðu Londonferð minni núna í augnablikinu. Eina það sem mér finnst æði í lífi mínu núna er leyndó. Sé ykkur seeeeeinna!!!
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
Diljá litli er veikur:(
allur hausinn er stíflaður með slími og mig svimar þegar ég stend upp úr sófanum sem hefur verið minn besti vinur s.l sólarhring. Svo er ég komin með bað á heilann, vildi óska að ég gæti verið með bað, þá væri ég í baði núna að láta þetta
slen renna úr mér, mmmmm!
Annars finnst mér leiðinlegt að hanga svona heima veik, er nú samt búin að fá fullt af góðum heimsóknum á á von á fleirum. Ég væri nú orðin afskaplega döpur ef ég hefði bara legið hérna ein skal ég segja ykkur. En ég gleymdi að segja frá því að hún Daníela kisan mín er núna ólétt, sko ég veit að ég var búin að tilkynna það hérna á blogspot fyrir nokkrum mánuðum, en núna er hún það 100%. Æ mér finnst það bara gaman, hlakka bara til að hafa nokkra litla hérna hjá mér í nokkrar vikur.
Vona bara að hún eigi þá ekki um 20.mars, því þá er hún frú Diljá að fara til London í nokkra daga!!! Ég var semsagt að ákveða það í gær, váhhh hvað ég er spennt!!! Ég er bara að fara að gubba úr spenningi. Endilega segjið mér frá e-u skemmtilegu sem hægt er að gera þarna. Planið er að vera bara að tjilla; fara í leikhús, á söfn, markaði og borða góðan mat og drekka bjór á sætum kaffihúsum.
Jæja ég ætla að fara að fá mér heitan panodildrykk og þampa eitt glas af uppleystum sólhatt....vona að það eigi eftir að virka á Mr. Flensa!!!
allur hausinn er stíflaður með slími og mig svimar þegar ég stend upp úr sófanum sem hefur verið minn besti vinur s.l sólarhring. Svo er ég komin með bað á heilann, vildi óska að ég gæti verið með bað, þá væri ég í baði núna að láta þetta
slen renna úr mér, mmmmm!
Annars finnst mér leiðinlegt að hanga svona heima veik, er nú samt búin að fá fullt af góðum heimsóknum á á von á fleirum. Ég væri nú orðin afskaplega döpur ef ég hefði bara legið hérna ein skal ég segja ykkur. En ég gleymdi að segja frá því að hún Daníela kisan mín er núna ólétt, sko ég veit að ég var búin að tilkynna það hérna á blogspot fyrir nokkrum mánuðum, en núna er hún það 100%. Æ mér finnst það bara gaman, hlakka bara til að hafa nokkra litla hérna hjá mér í nokkrar vikur.
Vona bara að hún eigi þá ekki um 20.mars, því þá er hún frú Diljá að fara til London í nokkra daga!!! Ég var semsagt að ákveða það í gær, váhhh hvað ég er spennt!!! Ég er bara að fara að gubba úr spenningi. Endilega segjið mér frá e-u skemmtilegu sem hægt er að gera þarna. Planið er að vera bara að tjilla; fara í leikhús, á söfn, markaði og borða góðan mat og drekka bjór á sætum kaffihúsum.
Jæja ég ætla að fara að fá mér heitan panodildrykk og þampa eitt glas af uppleystum sólhatt....vona að það eigi eftir að virka á Mr. Flensa!!!
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
úpps komin þriðjudagur, allar svaka spenntir að heyra hvernig laugardagskvöldið var.....
...enda var líka ógeðslega gaman!!!!!!
Partýið byrjaði pent. Við plötusnúðar byrjuðum flottar á því með kosmó í annari og völdum lög af nærgætni með hinni. Skiptingar á milli laga voru óaðfinnanlegar og smámsaman fylltist dansgólfið. Við höfðum litla bók sem fólk gat beðið um óskalög í, við vildum ekki að herbergið sem lagatölvan var í mynda vera þéttsetið af fólki. Allt gekk vel, fólk fékk sín lög, dansaði, söng og sötraði bjór.
Eftir miðnætti:
Plötusnúðar komnar með kosmó í hálfslítraglös í vinstri, bjór í hina og sígarettu í munnvikinu. Íbúðin var svo stöppuð að hver og einn átti sinn 1/4 fermeter og ef e-r þurfti að hreyfa þá kom svona hreyfibylgja. Allir orðnir vel í því, drekkandi allt annað en sitt eigið áfengi og lagaval var í höndum ALLRA og tölvunnar sjálfrar, því plötusnúðar voru uppteknir við dans, djamm og drykkju. En samt sem áður eintóm gleði og hamingja meðal gesta og sjálfra festhaldara:)
Eins og ég segji mikið af skemmtilegu fólki, skemmtileg tónlist og mikið áfengi....þetta var eftirminnilegt partý með fullt af fyndum uppákomum sem ég nenni nú ekki að rekja hér á skjánum. hehhh
En nú er Dj eld að leggja í víking til Finnlands í 2 mánuði....næsta gigg verður í vor og þá verður það á almennum skemmtistað þar sem þetta verður tekið með tvöföldu trompi og þá verðum búnar að læra að BEATMIXA og safna ennfleiri lögum...æfingin skapar meistarann og ég ætla í þjálfun! íhaaa
takk fyrir mig
...enda var líka ógeðslega gaman!!!!!!
Partýið byrjaði pent. Við plötusnúðar byrjuðum flottar á því með kosmó í annari og völdum lög af nærgætni með hinni. Skiptingar á milli laga voru óaðfinnanlegar og smámsaman fylltist dansgólfið. Við höfðum litla bók sem fólk gat beðið um óskalög í, við vildum ekki að herbergið sem lagatölvan var í mynda vera þéttsetið af fólki. Allt gekk vel, fólk fékk sín lög, dansaði, söng og sötraði bjór.
Eftir miðnætti:
Plötusnúðar komnar með kosmó í hálfslítraglös í vinstri, bjór í hina og sígarettu í munnvikinu. Íbúðin var svo stöppuð að hver og einn átti sinn 1/4 fermeter og ef e-r þurfti að hreyfa þá kom svona hreyfibylgja. Allir orðnir vel í því, drekkandi allt annað en sitt eigið áfengi og lagaval var í höndum ALLRA og tölvunnar sjálfrar, því plötusnúðar voru uppteknir við dans, djamm og drykkju. En samt sem áður eintóm gleði og hamingja meðal gesta og sjálfra festhaldara:)
Eins og ég segji mikið af skemmtilegu fólki, skemmtileg tónlist og mikið áfengi....þetta var eftirminnilegt partý með fullt af fyndum uppákomum sem ég nenni nú ekki að rekja hér á skjánum. hehhh
En nú er Dj eld að leggja í víking til Finnlands í 2 mánuði....næsta gigg verður í vor og þá verður það á almennum skemmtistað þar sem þetta verður tekið með tvöföldu trompi og þá verðum búnar að læra að BEATMIXA og safna ennfleiri lögum...æfingin skapar meistarann og ég ætla í þjálfun! íhaaa
takk fyrir mig
laugardagur, febrúar 22, 2003
Ég sit hér á brjóstunum og er að bíða eftir því að brúnkukremið þorni. Er nefnileg og svoa hætt að fara í ljós, það er einfaldlega of hættulegt. Er að reyna ákveða föt, ætli það endi ekki með e-u sem ég hef OFT verið í áður. Hefði viljað kaupa mér e-ð nýtt, en átti hvorki peninga né tíma til þess. En stemmingin er gífurleg í hjarta mínu!
Um 7 fer ég í kosmó til Dj eld svo og ég byrjar ballið um 8-9. Ég á von á að sjá svitann leka úr loftinu á miðnætti. Eintóm gleði og hamingja:)
Vona að þið blogglesarar þarna úti eigið eftir að eiga gott laugardagskvöld, hvar sem þið lendið, hvar sem þið endið ég (vona) að þið ætlið ÚT í kvöld!!!
fimmtudagur, febrúar 20, 2003
Jiiiiiminn! Ég var svo menningarleg í gær!
Eftir vinnu fór ég heim og fékk Svönsu í heimsókn og við töluðum á menningarleggum nótum um eina af frumþörfum manneskjunnar. Svo hélt ég niðrá Sólon (í mjög svo menningarlegu átfitti (jólaskór og sjal incl.) að hitta hana Harpítu grúppíu vinkonu mína. Þar fengum við okkur að sjálfsögðu "tjikkenselad" og töluðum um muninn á milli hámenningar og lámenningar á Íslandi í dag. Niðurstaðan var sú að við teljum okkur mjög menningarlegar...há sko! Enda röltum við eftir matinn beinustu leið niðrí Þjóðleikhús (eða Tjöddann eins og við sem mikið erum í leikhúsinu viljum kalla bygginguna). Þar sáum við meistaraverkið "Allir á svið". Fíluðum okkur ansi huggulegar ásamt kvennmönnum sem allar, ég endurtek ALLAR, voru búnar að fara í lagningu, með beiskan í nestispokum og afskaplega fallega nælu í barminum.
Hléið var án efa toppur kvöldsins þar sem við vorum að sjálfsögðu búnar að panta borð og uppá bar. Sötruðum rautt og hvítt og ræddum fyrri hlutann, sérstaklega hlutann sem við dottuðum aðeins yfir. Eftir sýningu töltum við, eins og menningarlegum dömum sæmir, uppá Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Það er víst voða móðins í dag að fara þangað, sérstaklega þegar maður er í svona menningarlegum gír eins og við Harpa. Þar voru ræddir mónólógar sýningarinnar, reblúbikkur, persónusköpun hvers og eins leikara og margt fleira sem okkur datt í hug.... Jú og prómóteruðum líka DJ ELD OG DJ HRESSAR smá, en nú eru einungis 3 dagar til stefnu!
Á laugardaginn verðum við sko ekki í svona menningarlegum ham og í gær....þá verður sko drukkið stíft og dansað sveitt!!! ú jeeee
Eftir vinnu fór ég heim og fékk Svönsu í heimsókn og við töluðum á menningarleggum nótum um eina af frumþörfum manneskjunnar. Svo hélt ég niðrá Sólon (í mjög svo menningarlegu átfitti (jólaskór og sjal incl.) að hitta hana Harpítu grúppíu vinkonu mína. Þar fengum við okkur að sjálfsögðu "tjikkenselad" og töluðum um muninn á milli hámenningar og lámenningar á Íslandi í dag. Niðurstaðan var sú að við teljum okkur mjög menningarlegar...há sko! Enda röltum við eftir matinn beinustu leið niðrí Þjóðleikhús (eða Tjöddann eins og við sem mikið erum í leikhúsinu viljum kalla bygginguna). Þar sáum við meistaraverkið "Allir á svið". Fíluðum okkur ansi huggulegar ásamt kvennmönnum sem allar, ég endurtek ALLAR, voru búnar að fara í lagningu, með beiskan í nestispokum og afskaplega fallega nælu í barminum.
Hléið var án efa toppur kvöldsins þar sem við vorum að sjálfsögðu búnar að panta borð og uppá bar. Sötruðum rautt og hvítt og ræddum fyrri hlutann, sérstaklega hlutann sem við dottuðum aðeins yfir. Eftir sýningu töltum við, eins og menningarlegum dömum sæmir, uppá Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Það er víst voða móðins í dag að fara þangað, sérstaklega þegar maður er í svona menningarlegum gír eins og við Harpa. Þar voru ræddir mónólógar sýningarinnar, reblúbikkur, persónusköpun hvers og eins leikara og margt fleira sem okkur datt í hug.... Jú og prómóteruðum líka DJ ELD OG DJ HRESSAR smá, en nú eru einungis 3 dagar til stefnu!
Á laugardaginn verðum við sko ekki í svona menningarlegum ham og í gær....þá verður sko drukkið stíft og dansað sveitt!!! ú jeeee
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
Vikan hjá mér er hálfnuð, ég er búin að gera allt og ekkert síðan hún hófst. Á mánudaginn fór ég eftir vinnu að elda hjá harps og undirbúa generalinn, að sjálfsögðu tókum við líka eitt stykki spólu sem ekki var horft á.....það eru e-r álög yfir mér og vinkonum mínum. Við gerum þetta svo OFT!!
Í gær komst ég að því að tölvan mín sem ég helt að væri bara búin að krassa væri bara batteríslaus, eeehhuuummm! Já ljóskugenin eru ennþá í mér þrátt fyrir nýja brúna hárið, þannig að ég skellti mér til hárgreiðslukonunnar minnar, hennar Svanhvítar sætu. Hún sturtaði tveimur brúsum af brúnum lit í endalaust fallega hárið mitt. Nú ætti ég að vera alveg laus við ljóskugen. Enda finn ég hvað ég er einbeitt og meðvituð um umhverfi mitt í dag:)
'i kvöld var ég að spá hvort ég ætti að skella mér í leikhús, þeas ef það er e-r sýning í kvöld. Vill e-r koma með mér?
Í gær komst ég að því að tölvan mín sem ég helt að væri bara búin að krassa væri bara batteríslaus, eeehhuuummm! Já ljóskugenin eru ennþá í mér þrátt fyrir nýja brúna hárið, þannig að ég skellti mér til hárgreiðslukonunnar minnar, hennar Svanhvítar sætu. Hún sturtaði tveimur brúsum af brúnum lit í endalaust fallega hárið mitt. Nú ætti ég að vera alveg laus við ljóskugen. Enda finn ég hvað ég er einbeitt og meðvituð um umhverfi mitt í dag:)
'i kvöld var ég að spá hvort ég ætti að skella mér í leikhús, þeas ef það er e-r sýning í kvöld. Vill e-r koma með mér?
Spáiði í þessu´: ég er búin að blogga í 9 mánuði!!! 9 mánuðir; heil meðganga! Vá hvað ég er dugleg. En þetta er gaman, skil samt ekki ennþá afhverju ég geri þetta. Jú...ég er einfaldlega afskaplega athyglissjúk manneskja. En það erum við mörg, enda er þetta blogg svo algengt. Alltaf eru nýjir bloggarar (fólk sem vill tjá sig um líf sitt í óspurðum fréttum) að bætast við. Nú síðast var það hún Halla mín. Það kom mér jafnmikið á óvart að hún skildi byrja á þessu og hvað ég bjóst við því:) Velkomin Hallý beib. Sjáumst í sundi klukkan 20.30 á mánudagskvöldið næsta. ú ú jee beibí
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Komin ný vika, helgin var mjög góð. Ég er búin að taka 8 sinnum leigubíl síðan ég bloggaði seinast. Geri aðrir betur, hehh!
Ég átti ammæælii á föstudaginn, Valentínusardaginn, V-daginn! Ég var 6 ára sko, þeas fyrir 6 árum missti ég stimpil er kenndur er við jómfrúr! Já einmitt þið hafið rétt fyrir ykkur: Ég er væmin. Það er væmið að missa meydóm á Valentínusardag! hahahaha og mér er líka alveg sama!
Þið miður var ekki hægt að halda "almennilega" uppá afmælið. Einu sinni í mánuði getur maður það ekki nebbla;)
Júróvisjón: ég var þar sem hlutirnir voru að gerast eða í H-skólabíó. Var að vinna frá hádegi til miðnættis. Og þetta varð bara hinn skemmtilegasti dagur. Mér fannst þetta bara fín keppni, fyrir utan úrslit að vísu. Ég hélt með Heiðu í tangó. Það var sko stelpurokk að mínu mati. En Birgitta verður bara sæt í Riga með ömurlegt lag...þaðverðurbaraaðhafaþað! hmmm
Eftir júróvinnu hélt ég í partý (auðvitað í taxa, fór líka í taxa í vinnunna í háskólabíó) til Maj-Brittar. Það var partý og þar var mikið til af áfengi og gestir og partýhaldari voru búnir að vera duglegir við drykkju. Frekar fyndið að koma svona bláedrú inní svona fyllerí. En áður en ég vissi af var ég orðin tipsy eftir nokkra kokteila. Skemmti mér konunglega við dans og söng en ákvað að vísu að vera skynsöm (eeeehummm) og fara snemma heim og sleppti bænum í þetta skiptið.
Núna eru bara 4 dagar í DJ ELD oG HRESSAR generalprufuna...shææææt hvað ég hlakka til! Ég og Harpa vorum fram á nótt í nótt að undirbúa...þvílikur dugnaður á einum bæ!
Ég átti ammæælii á föstudaginn, Valentínusardaginn, V-daginn! Ég var 6 ára sko, þeas fyrir 6 árum missti ég stimpil er kenndur er við jómfrúr! Já einmitt þið hafið rétt fyrir ykkur: Ég er væmin. Það er væmið að missa meydóm á Valentínusardag! hahahaha og mér er líka alveg sama!
Þið miður var ekki hægt að halda "almennilega" uppá afmælið. Einu sinni í mánuði getur maður það ekki nebbla;)
Júróvisjón: ég var þar sem hlutirnir voru að gerast eða í H-skólabíó. Var að vinna frá hádegi til miðnættis. Og þetta varð bara hinn skemmtilegasti dagur. Mér fannst þetta bara fín keppni, fyrir utan úrslit að vísu. Ég hélt með Heiðu í tangó. Það var sko stelpurokk að mínu mati. En Birgitta verður bara sæt í Riga með ömurlegt lag...þaðverðurbaraaðhafaþað! hmmm
Eftir júróvinnu hélt ég í partý (auðvitað í taxa, fór líka í taxa í vinnunna í háskólabíó) til Maj-Brittar. Það var partý og þar var mikið til af áfengi og gestir og partýhaldari voru búnir að vera duglegir við drykkju. Frekar fyndið að koma svona bláedrú inní svona fyllerí. En áður en ég vissi af var ég orðin tipsy eftir nokkra kokteila. Skemmti mér konunglega við dans og söng en ákvað að vísu að vera skynsöm (eeeehummm) og fara snemma heim og sleppti bænum í þetta skiptið.
Núna eru bara 4 dagar í DJ ELD oG HRESSAR generalprufuna...shææææt hvað ég hlakka til! Ég og Harpa vorum fram á nótt í nótt að undirbúa...þvílikur dugnaður á einum bæ!
fimmtudagur, febrúar 13, 2003
Ég er e-ð ótrúlega hress í dag, ekki það að ég sé yfirleitt e-ð blúsuð, bara klukkan slær ennþá svo snemmt. Ég er yfirleitt ekki komin í gírinn fyrr en um 10.00.
Kannski er það af því að ég er að hlusta á svo skemmtilega músik. Kannski er það afvþí að ég er svo stolt af mér að hafa mætt fyrst af öllum í vinnunna í morgun. Það er e-ð sem gerist ekki oft. Mín fyrstu viðbrögð voru dauðsfall, eða er þær að stríða mér? eða: já er klukkan mín e-ð vitlaus. Ég gat einfaldlega ekki trúað því að ÉG væri mætt fyrst af öllum. Einfaldlega þekkt fyrir e-ð annað svona í morgunsárið!
Í Kvennó var klappað fyrir mér ef ég mætti í fyrsta tíma kl. 8.10. Mig minnir að ég hafi heyrt þetta lófaklapp svona fimm sinnum, hehhh. En ég meina: ég er stúdent....bara vel útsofin stúdent:)
Kannski er það af því að ég er að hlusta á svo skemmtilega músik. Kannski er það afvþí að ég er svo stolt af mér að hafa mætt fyrst af öllum í vinnunna í morgun. Það er e-ð sem gerist ekki oft. Mín fyrstu viðbrögð voru dauðsfall, eða er þær að stríða mér? eða: já er klukkan mín e-ð vitlaus. Ég gat einfaldlega ekki trúað því að ÉG væri mætt fyrst af öllum. Einfaldlega þekkt fyrir e-ð annað svona í morgunsárið!
Í Kvennó var klappað fyrir mér ef ég mætti í fyrsta tíma kl. 8.10. Mig minnir að ég hafi heyrt þetta lófaklapp svona fimm sinnum, hehhh. En ég meina: ég er stúdent....bara vel útsofin stúdent:)
mánudagur, febrúar 10, 2003
Ég var að vona að þetta yrði svona Óveður þar sem allir ættu að halda sig inni og allt lokað...þeas. vera bara heima:) Ég er smá mánudöguð í dag, enda mikið að gerast um helgina...en helgin var mjög vel heppnuð. Þetta varð svaka partý á laugardaginn og endaði að sjálfsögðu með að frúin á neðri hæðinni tapaði sér gjörsamlega og viðurkenndi loksins að henni finndist hún vera húsráðandi í þessu húsi! Spáiði í þessu, hún heldur að hún ráði yfir MINNI íbúð!!! En svo hélt allur hópurinn á Þjópleikhúskjallarann þar sem lærimeistarar DJ ELD og DJ HRESSAR voru að spila, eða þeir Gullfoss og Geysir. Ég óð beint útá gólf og hélt mig þar, hitti Bad og dansaði svo mikið við hann að pilsið mitt rifnaði. Verð bara svo æst í návist hans hehhh! ;)
Svo tókst mér líka að búa til RISA sápuóperu og eyddi restina af kvöldinu í það að leggja spil á borðið og vera með vesen. Ætli ekki það endi ekki með því að ég láti leggja mig inná klepp. Á minni skýrslu stendur: " Fór yfir um á strákaveseni" ! Æ éfílahhetta!!!
Er einmitt að fara í vísindaferð á Klepp á föstudaginn næstkomandi, og svo á laugardagskvöldið er það íslensktjúróvisjonpartý á Gunnunni...jáhhh ´nóg að gerast framundan:) Þangað til ætla ég bara að vinna, fara í bíó og finna ódýr flugfargjöld til Californiu á netinu...jú og vesenast í skólamálum...kannski afþýða ískápinn, hmmmm:)
Svo tókst mér líka að búa til RISA sápuóperu og eyddi restina af kvöldinu í það að leggja spil á borðið og vera með vesen. Ætli ekki það endi ekki með því að ég láti leggja mig inná klepp. Á minni skýrslu stendur: " Fór yfir um á strákaveseni" ! Æ éfílahhetta!!!
Er einmitt að fara í vísindaferð á Klepp á föstudaginn næstkomandi, og svo á laugardagskvöldið er það íslensktjúróvisjonpartý á Gunnunni...jáhhh ´nóg að gerast framundan:) Þangað til ætla ég bara að vinna, fara í bíó og finna ódýr flugfargjöld til Californiu á netinu...jú og vesenast í skólamálum...kannski afþýða ískápinn, hmmmm:)
laugardagur, febrúar 08, 2003
Það er búið að vera á DOlistanum í örugglega tvær vikur núna að taka fötin (umtöluðu) og raða pent inní fataskáp, og hér sit ég núna fersk á laugardagsmorgni og ætla mér að ganga galvösk til verks, sko þegar ég er búin að posta þennan! pistil.
Fór í bíó í gær, sá Catch me if you can. Fannst hún mjög skemmtileg. Svo er gett2geðer hér á Njallanum í kvöld. Fyrsta djammið með Tinna í rúmlega 5 fokking mánuði. Mér til mikillar armæðu er ég komin með bólu á hökuna. En þeir sem ekki vita á slíkt ekki að koma uppá. Ég var nefnilega á sterkum lyfjum á hálft ár (í fyrra). Þau heita Róakútan og eiga að taka slík fyrirbæri að eilífu. Í þetta hálfa ár mátti ég ekki neyta áfengis og var með þurrkubletti sem líktust uppþornuðu skyri á hörund mínu. Slímhúð í nefi þornaði upp og blóðnasir voru daglegur viðburður í mínu lífi.
Já skiljið þið að ég er ekki sátt við þessu einu einmanna bólu á hökunni?
Fór í bíó í gær, sá Catch me if you can. Fannst hún mjög skemmtileg. Svo er gett2geðer hér á Njallanum í kvöld. Fyrsta djammið með Tinna í rúmlega 5 fokking mánuði. Mér til mikillar armæðu er ég komin með bólu á hökuna. En þeir sem ekki vita á slíkt ekki að koma uppá. Ég var nefnilega á sterkum lyfjum á hálft ár (í fyrra). Þau heita Róakútan og eiga að taka slík fyrirbæri að eilífu. Í þetta hálfa ár mátti ég ekki neyta áfengis og var með þurrkubletti sem líktust uppþornuðu skyri á hörund mínu. Slímhúð í nefi þornaði upp og blóðnasir voru daglegur viðburður í mínu lífi.
Já skiljið þið að ég er ekki sátt við þessu einu einmanna bólu á hökunni?
föstudagur, febrúar 07, 2003
Guð minn góður!!! Ég er í sjokki, á ekki til orð, ég trúi þessu ekki og allar svona expressions......MICHAEL JACKSON ER FRÍK. Ok ég vissi það alveg, en þetta var staðfesting sem kom mér óþægilega á óvart í gærkvöldi. Ég get ekki hætt að hugsa um hann. Hann er eins og Svansa vinkona orðaði: " stórskrýtið ofvaxið smábarn"!!! Já sem á fullt af peningum og getur keypt sér ALLT, m.a.s. 3 börn með grímur....greyjin! Já og andlit....förum ekki nánar útí það. Vá ég sagði það áðan og segji það aftur: Ég er í sjokki!
fimmtudagur, febrúar 06, 2003
Mér finnst ég aldrei eiga nóg af flottum fötum, eða bara eiga nóg af fötum. En guð minn góður....það eru alltaf föt út um alla íbúð. Sama hvað ég er alltaf að ganga frá þeim þá eru alltaf föt útum allt, á öllum stólum og svefniherbergisgólfinu, troðfull óhreinatauskrafa og þvottasláin full og ég alltaf að þvo. Hvernig fer ég að þessu??
Þegar ég verð "stór" þá ætla ég að vera kona í vönduðum og sígildum fötum, alltaf smart, alltaf við hæfi. Ekki eiga mikið, bara föt sem passa öll saman....fylgiði mér?
Annars er allt að gerast á heimasíðunni ELDHRESSAR. DJ-arnir "tobecome" eru enn að safna uppáhaldslögum allra og halda fundi annan hvern dag og pródúsera;)
Uppáhalds Tinnan mín er mætt á klakann og er helgin þess vegna þétt setin...bíó annað kvöld og welcomehomeparty á Njallanum á laugardaginn. Vá hvað ég er stemmd fyrir það, íhaaaa!
Velkomin heim jólastelpa!!
Þegar ég verð "stór" þá ætla ég að vera kona í vönduðum og sígildum fötum, alltaf smart, alltaf við hæfi. Ekki eiga mikið, bara föt sem passa öll saman....fylgiði mér?
Annars er allt að gerast á heimasíðunni ELDHRESSAR. DJ-arnir "tobecome" eru enn að safna uppáhaldslögum allra og halda fundi annan hvern dag og pródúsera;)
Uppáhalds Tinnan mín er mætt á klakann og er helgin þess vegna þétt setin...bíó annað kvöld og welcomehomeparty á Njallanum á laugardaginn. Vá hvað ég er stemmd fyrir það, íhaaaa!
Velkomin heim jólastelpa!!
þriðjudagur, febrúar 04, 2003
Ég er að hugsa um að skrá mig sem vsk-snilling eða endurskoðanda í símaskrána. Við erum að tala um að ég var að fylla út einhverja LEIÐRÉTTINGARSKÝRSLU í A B C D E F G H L-lið fyrir vaskinn, með út og innskatti!!! wheepaaa alveg sjálf!! Geri aðrir betur! Þurfti að sortera allt bókhaldið og og raða í rétta tímaröð....ég er einfaldlega best!
Annars er ég með smá NEWSFLASH: Hún Daníela lillakis byrjaði að breyma í síðustu viku, ég hleypti henni út, hún og kærastinn héldu vöku fyrir hverfið 2 nætur í röð og svo var mín bara týnd. Ég hélt að ég væri bara búin að missa litlulessugreddukisann minn...en NEI! Mín var bara að mæta heim áðan eftir eina viku í SÓDÓMU með fressunum í hverfinu. Og ég er ekki frá því að mín sé bara búin að fitna....ætli að hún sé ófrísk??? hmmmm ahhahahha!
Annars er ég með smá NEWSFLASH: Hún Daníela lillakis byrjaði að breyma í síðustu viku, ég hleypti henni út, hún og kærastinn héldu vöku fyrir hverfið 2 nætur í röð og svo var mín bara týnd. Ég hélt að ég væri bara búin að missa litlulessugreddukisann minn...en NEI! Mín var bara að mæta heim áðan eftir eina viku í SÓDÓMU með fressunum í hverfinu. Og ég er ekki frá því að mín sé bara búin að fitna....ætli að hún sé ófrísk??? hmmmm ahhahahha!
laugardagur, febrúar 01, 2003
Jæja nú er klukkan að verða 6 á þessum ágæta snjóaða laugardegi. Ég var að koma úr talningu í Eymó Kringlunni. Var mætt þangað klukkan 9 í morgun. Hélt að þetta yrði dagur dauðans, en svo var þetta bara þrusu stuð. Tíminn leið hratt og ég blaðraði stanslaust í 8 tíma við Guðnýu sem ég er að vinna með í Austurstræti.
Það er svo fyndið; sumu fólki kynnist maður á notime og á endalaust margt sameiginlegt með. Hún Guðný er svoleiðis, við getum talað ENDALAUST saman. Enda stoppaði ekki á okkur kjafturinn í 8 fokkings tíma.
En nú er smá púki í mér og ég er til í smá tjútt í kvöld. Og leiðin liggur í bæjinn að mála rautt....
Það er svo fyndið; sumu fólki kynnist maður á notime og á endalaust margt sameiginlegt með. Hún Guðný er svoleiðis, við getum talað ENDALAUST saman. Enda stoppaði ekki á okkur kjafturinn í 8 fokkings tíma.
En nú er smá púki í mér og ég er til í smá tjútt í kvöld. Og leiðin liggur í bæjinn að mála rautt....