Það eru nokkrir hlutir sem ég get ekki og sama hvað ég reyni að vanda mig þá get ég það ekki:
-ég get ekki rifið plastfilmu í sundur og notað hana án þess að hún krumist öll og festist saman
-ég get ekki skorið brauð. Það verður alltaf 3cm að þykkt einum megin og svona 0,5cm öðrum megin
-ég get ekki vaskað upp glös. Þau verða aldrei kristalsklír hjá mér
-ég get ekki skilið hvernig jólasería sem ég pakka niður janúar og vanda mig að ganga frá henni geti verið orðin ein stór flækja eftir 11 mánuði ofan í kassa. Ekki nema þær séu lifandi og hreyfi sig...hmmm!
-ég get ekki bakkað í stæði og viðurkenni það stolt. Ég get það ekki og reyni ekki lengur, ég er bara ein af þeim sem legg illa og er alveg sama!
Svo er líka fullt af hlutum sem ég get og geri vel, þannig að....
En afhverju get ég ekki gert þetta? Þetta er nú ekki erfitt...jú kannski þetta með skilninginn á jólaseríunni:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli