þeir sem umgangast mig talsvert vita að ég er mjög gjörn á að týna hlutum....eða sko þeir týnast frá mér, Í ALVÖRU!!!! mamma var búin að lofa að gef mér gleraugu í jólagjöf, svona þar sem að sjónin er að verða ansi nærsýn. En svo í gær þegar ég var að tala um að við þyrftum nú að fara velja e-a umgjörð sagði hún harðákveðið: "Ég er hætt við að gefa þér gleraugu Diljá! Ég bara þoli ekki að vita að þau munu ekki duga út janúar"!!!! Já ok þetta er alveg satt....En svo bætti hún við: "Ég var að hugsa um að fara á bílauppboð hjá Vöku og kaupa handa þér bíl í jólagjöf....þú myndir nú ekki týna honum."
Á ég bestu mömmu í heimi eða hvað???
...ég held samt að ég fái ekki bíl sko, það er náttúrulega svo dýrt fyrir mig að borga tryggingar af honum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli