Hefur þú dreymt að þú sért að fljúga? Ég dreymi það reglulega og það er eitt það besta sem ég veit. Á föstudaginn upplifði ég tilfinninguna í raunveruleikanum. Það var á Sigurrósartónleikunum. Þessu mun ég aldrei gleyma og ég hélt að þetta sé líka bara uniek upplifun. Get ekki líst þessu betur...
Hefur þú hlegið svo mikið að þú pissar næstum því í bussurnar? Hefur þú hlegið svo mikið að þú öskrar af magaverkjum? Þetta er líka eitt af því besta sem ég veit. Hlátur er svo frábær tilfinning. Á sunnudagsmorgunn kl. 8 hló ég svo mikið að ég hélt að líkaminn minn myndi springa. Dóri vinur minn var þá að reyna að taka lag af Sigurrósartónleikunum sem við vorum svo ánægð með, en inná milli átti hann heimspekilegar samræður við straubretti.....ok jú hed 2 bí ðer:)
Hefur þú verið í saumaklúbb? Það er æði. Ég hélt litlu jólin fyrir perlurnar mínar á laugardaginn. Þegar ég sat og horfði í kringum mig þá áttaði ég mig á því hvað þetta er frábær samkoma kvenna. Borðum og tölum um ALLT á milli himins og jarðar. Allar svo ólíkar og sterkar týpur. Ég fékk sápu og nuddtæki í mínum jólapakka í skiptipakkaleiknum.
Hefur þú faðmað e-n svo fast að þér finnst þú vera kominn inní hina manneskjuna?
....það er e-ð sem ég hef aldrei upplifað fyrr en núna um helgina og...og.... já það var gott.
Hefur þitt líf e-n tíma verið jafn flókið og mitt(þessa dagana)? Ef þú, lesandi góður, þekkjir mig þá er svarið líklegast "NEI".....
En á e-n óskiljanlegan hátt er ég að fílaðahhhhh!!!!!!!
Allavega: helgin var frábær að vanda...í alla staði fjölbreytileg og eftirminnileg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli