Klukkan er núna að verða eitt um nótt, ég sit hérna með lappan á löppunum og hlusta á jólalög( ég sver það, mér finnst jólalög æææði, mér líður svo vel þegar ég hlusta á þau).
Nýkomin heim úr frekar skrýtininni heimsókn. En hún Kolla mín er komin á spítala og er á einangrunardeild. Ég þurfti sem sagt að þvo mér allri mjög vel áður en ég kom inn og fara í síðan gulan slopp, fara í skóhlífar, setja á mig gúmmíhanska og svo toppurinn: Þurfti að vera með e-a massagrímu líka. Ekkert smá steikt stemmning! hahahahahhahahah. Þarna sátum við Heiða (kærastan hennar) í múderingu dauðans hjá Kolls, en hún var auðvitað mjög sexý í átfitti "EIGN ÞVOTTAHÚS SPÍTALANA"...gæðamerki.
En þetta var bara kósý, við horfðum á Skjáááá einn og Diljá tókst meira að segja að sofna smá (ég sofna ALLTAF fyrir framan sjónvarpið), vakanði svo þegar Kolla var að öskra á e-a hjúkku sem var að rassamæla hana með alltof s´torum rassamæli ahhahahahah!!!
En þetta var nú skárra en síðast þegar ég kom að heimsækja Kolls. Þá var hún nýkomin úr aðgerðinni sem hún fór í s.l. vetur. Ég mætti galvösk umhyggjusöm vinkona á svæðið....og endaði á klósettinu að gubbandi.
Jáhh, spítalastemminig fór e-ð í Diljá þá. Varð e-ð um og ó við að sjá vinkonu mína svona veika...já og lyktin fór e-ð í mig held ég líka ahhahaha...
En Kolla verður vonandi ekki lengi í þetta sinn, við biðjum bara til Guðs og sendum englana okkar til hennar. Þeir passa hana:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli