laugardagur, mars 13, 2004

Sit hérna heima á Kippan sófanum mínum sem er allur í blettum. Ég keypti samt rándýran blettahreinsara um daginn sem átti bara að virka eins og í auglýsingunum, en nei: Það kom ekki einu sinni litadoði. En já, ég kaupi þá bara svona klæði til að fela þetta.

-Ég var búin að sitja fyrir framan tölvuna í svona klukkutíma áðan í þeim tilgangi að gera verkefni fyrir umsóknina mína. En verkefnið var: Að taka viðtal við sjálfa mig í heimsþekktu tímariti árið 2009. Það er ekki eins auðvelt og skemmtilegt og það virðist vera í fyrstu. Afhverju í andskotanum á að vera viðtal við mig í heimsþekktu tímariti árið 2009. Já ég þarf að ákveða eitthvað sem ég hef gert sem gefur þessu ákveðna tímariti ástæðu til þess. Ég er búin að hugsa um þetta í 6 vikur. Og er svona komin á leiðarenda. En svo var að koma þessu á blað!

Eftir að hafa staðið í sturtu í hálftíma og brainstormað ákvað ég að fá mér bjór. Hann hleypir manni af stað. Svo setti ég Leonard Coen (eða Lebba Kó eins og vandaðri týpan kallar hann) í botn og bara byrjaði..

Og nú er ég komin með 2 blz af "hugmyndalista". En það lærði ég þegar ég gerði stúdentsritgerðina mína í Kvennó hérna um árið. Alltaf að gera "hugmyndalista" fyrst.
Ég er nokkuð sátt. Ég veit hvað ég vil vera að gera árið 2009 og afhverju. En svo á morgun er bara semja spurningar. Svo taka myndir af mér. Og svo gera lay out. En þar koma nú örugglega hönnuðurnir Hildur og Ámundi eitthvað við sögu. Gott að eiga svona góða foreldra:)

En núna ætla ég að fara að koma mér á Asíubraut. Þar er verða við Hugrún, Hjörtur og Ragnheiður María í góðum fíling í kvöld að horfa á hollenskt Idols og tala íslensku. Kannski við hlustum á Þursaflokkinn leika nokkur lög líka eftir að Idolskeppendur hafa lokið við sitt.

Engin ummæli: