mánudagur, mars 15, 2004

Þá er það orðið formlegt:
Ég er ein af þeim sem syng bara fullum hálsi á ferð minni á hjólinu um borgina. Ég er alltaf með músikk á eyrunum og stundum hef ég verið að byrjuð að syngja með áður en ég veit af. Fyrir nokkru tók ég bara meðvitaða ákvörðun að láta bara vaða þegar mér sýnist og lundin er létt. Já þetta er einn af þeim fjölmörgu kostum við að búa í landi ásamt öðrum 17 miljónum manns. EKki séns að maður eigi eftir að sjá áhorfendur og hlustendur sína aftur....því ekki býst ég við að konsertarnir séu neitt sérstaklega góðir...

....ekki einu sinni þótt að ég hafi verið í Rokklingunum;)

ps. fór í leikhús í gær og hliðina á mér sat ein skærasta stjarna Hollands. Það var soldið fyndið að sjá fólkið bregðast við þegar hann gekk í salinn, allir bara með störu. Jáhh Hollendingar eru ekki nærri því eins cool og við íslendingarnir hehehehhe
...við bíðum alla vega eftir því að vera orðin full!! :)

Engin ummæli: