sunnudagur, mars 28, 2004

laugardagskvöld og kellingin er bara heima að horfa á skjáinn. þetta er búið að vera æðislegur dagur. fór í lunch með Jannemann, við fengum okkur sushi og hvítvín. vantaði bara slæðu um hárið og svört djakkí sólgleraugu, svo mikil voru dömulætin.
fórum svo á 4 bíó, sáum monster sem mér fannst nú svo ekkert spes eftir allt saman.

svo fór ég heim og átti frábært símtal við nönnuna mína í kalífrníunni, eftir það var það ædols í faðmi stelpnanna minna....og BOB! sem er nýju sambýlismaðurinn okkar. Hann e-s konar sambland af hamstri og naggrís. Og er með svona hárgreiðslu eins og hann sé með hárkollu, hahahah algjör dúlla. En við höldum að hann sé bara öfugur því hann reynir ekkert við okkur.

Fékk rosalega hugmynd áðan um að finna eitt stykki ódýrt fargjald heim um páskana og koma sörpræs. En svo sá ég að buddan mín var ekki alveg sammála þessari hugmynd þannig að ég bíð bara til 22.maí... Sem er nú alveg fáranlega stutt miðað við allt sem er að fara að gerast hérna næstu vikur. Plan næstu helgar þangað til í maí. Rosa gaman:)

en jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á ryan philippe og hlusta á partýin hérna í görðunum í kring....mikið er ég saklaus stúlka!

Engin ummæli: