sunnudagur, mars 28, 2004

ég er bloggóð í dag...

...en dagurinn fór ekki eins og ég planaði. Þegar ég ætlaði að fara í hjólatúrinn þá byrjaði MTV movie awards og þar sem að ég er algjör sukker fyrir þessu sjónvarpsefni sleit ég mig ekki frá því og fékk mér rauðvín og ólífur.
En svo tók ég mig til og setti fætur undir rúmið mitt og breytti herberginu mínu og ryksaug.
Núna er ég á leið í bíós aftur, "thirteeen" heitir myndin sem ég og 2 húsfélugur mínar ætlum á. En fyrst vil ég sýna hvað ég dró í spá spilum áðan. Ég dreg ekki svona oft en þetta var einmitt sem ég vildi heyra núna:)

6 sverð

Hér birtist björt framtíð þín þar sem þú skilur eftir erfiðleika og tekst á við nýja og betri tíma.
Endir verður á leiðindum, áhyggjum og vanlíðan. Hafðu hugfast að öll þín vandamál verða ekki leyst á einum degi heldur munu aðstæður lagast með tímanum. Þegar þú veist hver þú ert í raun og veru, eflir þú hæfileika þinn til að láta alla drauma rætast vegna þess að möguleikar þínir eru óendanlegir.
Oft á tíðum er um ferðalag eða flutningar að ræða þegar sverðin sex koma fram.

Mér líst svo vel á síðustu setninguna nefnilega.... og bara allt auðvitað. Búið að vera smá erfitt að vera til þessa fyrstu mánuði ársins 2004.

En eins og Bubbi sagði: Sumarið er tíminn!!!

Engin ummæli: