fimmtudagur, mars 25, 2004

Það er einn svona súpermarkaður hérna rétt hja mér sem ég fer stundum í. Ég fer yfirleitt rétt fyrir 6 og er því mikið að gera á þeim tíma. Starfsfólkið sem vinnur þar hefur víst ekki fengið náðargáfu frá Guði sem við köllum í nútíma tali einfaldlega "aðkunnasig"

Það eru yfirleitt raðir lengst aftur í búð þar sem það eru alltaf bara 2 kassar af 8 opnir. En mér finnst það bara gaman, því bara það að fylgast með liðinu sem er að vinna þarna er heilt skemmtiatriði út af fyrir sig og væri gaman að búa til heimildarmynd eða sápuóperu um þau.
Kallkerfið er óspart notað og keppast þau við að segja í kerfið "opna þriðja kassa", en enginn gerir það!
Svo í röðinni í gær fylgdist ég með eftirfarandi senu í KALLKERFINU eiga sér stað:

Aníta: "Jermey (sem er verslunarstjórinn) geturu komið á kassa 2 takk"
Eftir smá:
Aníta: "Jeremy, þú þarft ekki að koma, ég er búin að leysa þetta"
Eftir smá:
Aníta: "Jermey það rifnaði nammipoki hérna hjá mér getur þú komið og reddað þessu"
Jermey: " Aníta ertu viss, ég nenni ekki að byrja að labba aftur af stað og þurfa svo að snúa við!!"
Aníta: "já þetta er svona lakkríspoki með fíl framan á, nennir þú að koma með einn til okkar!"
Jermey: "getur kúnninn ekki náð í þetta sjálfur?"
ANíta: "nei þetta er gömul kona í hjólastól og er nú þegar búin að svindla sér í röðina og allir eru orðnir þreyttir á að bíða! (innsk. ég hleypti henni inn hjá mér)
Jermey: "ok ég skal þá koma" (með tón pirraðs stráks á fermingaraldri sem þarf að koma að vaska upp fyrir mömmu sína)
....og ég endurtek þetta var allt í kallkerfinu. Á meðan kom samt alltaf inná milli skotið "opna þriðja kassa takk" hahahahhaha

Svo kom að mér:
Aníta(við mig): " það er synjun!!"
Ég: "tekuru Vísa?"
Aníta: "ha? hvað? nei áttu ekki pening?"
Ég: "jú jú, ég ætla bara að fara í hraðbanka og ná í pening og kem svo strax, getur þú geymt þetta í smá"
Aníta er bara mjög pirruð:)
Svo á meðan ég labba út heyri ég hana segja í kallkerfið: "Jermey það var stelpa að verlsa hérna en átti ekki pening fyrir þessu, nennir þú að koma og ganga frá þessum vörum inní búð aftur...."

Engin ummæli: