sunnudagur, mars 28, 2004

Eitthvað eirðarleysi í mér núna. Veit ekkert hvað á ég að gera af mér í dag. Við hérna í Hollandi (og víðar) töpuðum einni klukkustund í nótt og því er klukkan núna meira en mér finnst. (djúúúp)
En í dag langar mig svo að gera e-ð en ég veit ekki hvað. Langar mjög mikið í 6 flags sem er rússibanagarður. En það þarf kannski að leggja aðeins fyrr af stað í það. Svo var ég að spá í að vera kúltúral og fara á söfn og göngutúr. Eða bara út að hjóla og dagdreyma. Kannski bara taka letina á þetta og vera þunn með stelpunum og leggjast í vidjó. Neiii. Eða bara kveikja á kertum og lesa góða bók?
Hvað finnst ykkur?

Það er sunnudagurinn 28.mars og klukkan er 14.20. Ég, eins og alltaf, veit nákvæmlega hvað ég var að gera fyrir ári og fæ smá sting í magann við að hugsa um það...

En svona þér að segja að þá held ég að ég sé búin að ákveða mig. Ég ætla út í hjólreiðartúr og svo heim að lesa Alkemistann með te og kerti. Er þetta ekki soldið svona sunnó? Það er eins og ég hafi fengið þessa uppskrift í svona bók fyrir konur sem þurfa að læra að slaka á eða e-ð hahahaha...

Engin ummæli: