hestöfl, slagrými, tímareim og bremsubarki.
Þessi orð ásamt: 5 dyra, skráður -ártal-, bílaumboð, keyrður -km-,bílategundir, smurbók, kúpling og svo margt margt fleira hefur ratað inní orðaforðann og er nú notað í meira magni en ella. Ástæðan er einföld: Ég vil kaupa mér bíl.
Eins og marg oft hefur komið fram á þessu blessaða bloggi er ég í stjörnumerkinu Hrútur. Þolinmæði er því ekki mín sterkasta hlið. En þetta er mikill pjéningur. Ég verð því að vanda valið vel. Allir að hjálpa mér. Takk takk.
"sometimes I feel like throwin my hands up in the air... I know I can count on you!"
8 ummæli:
ok..hef ekki mikið vit á bílum en ekki kaupa Opel.... Yarisinn okkar reyndist mjög vel og var sparsamur, og eru ekki svo dýrir.. Yes that is about it....
Anna Sigga
HANDbremsubarki.. ,,þú manst" get komið í tilraun númer tvö upp í Heklu hvenar sem þú vilt ;) Hef sambönd í varahlutaversluninni líka..
kv. Jóhanna
hef litla skoðun á þessu diljá mín - fyrir mér eru bílar bara blikkdósir á hjólum eins og þú kannski sást og heyrðir síðustu helgi. en minn (yaris) hefur reynst vel; sætur, eyðir litlu og klikkar ekki...hljómar næstum því eins og lýsing á kærasta; auglýsi hér með eftir einum svona;-) hef því miður engin sambönd í bílaheimum.
bara hvað sem þú gerir EKKI kaupa þér tjónabíl!!!
Ég get ekkert hjálpað með bílakaup en ó mæ god hvað þú varst geðveikt sæt og töff í útvarpinu. svo stolt af þér blómið mitt.
hvað varð um Poloinn?? engin kaup þar á ferð??
Þetta er núna í 3 skiptið sem ég kommenta á þessa færslu,, einhverra hluta vegna þá næ ég aldrei að puplisha....
Ég ætlaði nú bara að segja þér að bílavitið er ekki mikið á þessum bæ,,, þegar ég keypti minn þá voru kröfurnar einhvern vegin svona: mmm,, svartur, sparneytinn, með svört áklæði,, fimm dyra og með góðan glasahaldara.. Ég fékk einn svoleiðis.
En sammála Ödda með tjónabílinn, þeir eru algjört tabú.
Væri ekki Yaris fínn fyrir þig? Eða Aygo, hann er lítill og sparneytinn. Örugglega ódýr í rekstri líka.
"sometimes I feel like throwin my hands up in the air... I know I can count on you!"
ohhh hvað ég elskaði þetta lag :)
alveg spurning hvort ég leiti ekki upp gamla Roni Size diskinn minn og láti ykkur Mæbbu tína upp rusl hér í ruslahaugnum sem húsið mitt er þessa dagana þegar þið kíkjið ;) Svona for old times sake in the good old Kastle.
Hef ekki hundsvit á bílum, geri bara þær kröfur að þeir eyði litlu og bili aldrei :)
Skrifa ummæli