miðvikudagur, maí 02, 2007

Hvar fæ ég hjólaskauta?

Langar svo í gamla og góða hjólaskauta. Hérna áður fyrr fór ég allra minna ferða á bleikum og gylltum hjólaskautum. Var eina stelpan í hópi hjólabrettagutta og rúllaði með þeim útum alla borg. Td. niður Bankastrætið á fullri ferð og tók bara sénsinn í Lækjargötunni. Já og hér er ég enn í dag!
Í Borgarleikhúsinu fann ég svo e-a gamla á sínum tíma sem ég smellti á mig og rúllaði á bak- og hliðarsviðum. Stundum mátti sjá mig með gervi-óléttubumbu líka, svona eins og ekkert væri eðlilegra. Allir vanir því já.
Hef aldrei fílað þessa línuskauta, langar bara í gömlu góðu. Svona eins og ég er bara alltaf á venjulegu skíðunum mínum, líka bleik á lit.

Kveðja
óldSkúl-Diljá

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ég er sammála þér, ég fila hjólaskautana betur en línuskautana. Línuskautarnir mínur eru versta fjárfesting sem að ég hef gert! Ég veit samt ekki hvar þú getur keypt þessa gömlu góðu...???

Nafnlaus sagði...

Ég vil sjá myndir síðan í gær elskan...

Nafnlaus sagði...

Ja hérna.. ég var brunandi í alla nótt um borg og bí á hjólaskautum ! En fyndið !! Ég áttaði mig á því um leið og ég sá færsluna þína.. ég fór ótrúlega hratt niður alls konar brekkur og var mjög góð, ýmist stökkvandi yfir hindranir eða beygjandi mig í hnjánum eins og brunkappi til að komast hraðar. Furðuleg tilviljun.. kannski getur þú fengið mína skauta lánaða.. finn þá líklega þegar hita-mókið líður hjá.
kv. Jóhanna rúlluskautadrottning

Nafnlaus sagði...

good old times in borgó :)
ekkert eðlilegra en að rúlla um með gervibumbu og gerviskegg og hárkollu líka ef því er að skipta :)

ekki gleyma að adda: soleybjort@hotmail.com

Nafnlaus sagði...

ég er nýbúin að sjá nákvæmlega þessa í kassavís hjá sölunefnd varnarliðsins (gamla blómaval). en betra að flýta sér, allt á að seljast - búðin hættir !!

bara spyrja múttu - hún veit allt og miklu meira

Sigríður sagði...

Oh hvað ég er sammála. Fannst alltaf æði á hjólaskautum. Finnst ég bara hafa betri stjórn á þeim en línuskautunum sem ég hef ekki farið á langa lengi....... (skyldi það hafa eitthvað með það að gera að ég flaug hressilega á hausinn síðast þegar ég fór á þá.....)

Dilja sagði...

allir uppí varnaliðsbúðina, greinilega allir sammála um að hjólaskautar eru by-gones...

Nafnlaus sagði...

Já ég fíla þessa gömlu líka miklu betur,, maður var eitthvað svo miklu betri á þeim. Sama með skíðin,, obboðslega gaman á skíðum en ekki á bretti af því þegar ég fór á bretti síðast þá var ég á rassgatinu allan daginn.. Ekki hægt að halda jafnvægi á þessari græju. Ætti kannski að prófa svona bumbukúlu til að balancera betur