mánudagur, apríl 30, 2007

Hápunktar síðast liðnu daga...

eru án efa tölvupóstar frá bekkjarfélugum mínum í Team 11. Er búin að lesa þá alla yfir 5 sinnum og ætla að lesa þá yfir 5 sinnum í viðbót ef ég þarf á því að halda. Best að fara að skrifa þeim til baka líka kannski. Já.

Það eru svo fleiri hápunktar. Látið mig nú sjá, svona var helgin:
Ég er til dæmis búin að fara 3var sinnum útað borða um helgina. 2 x Sushi (apótek & sushi train) og 1 x tapas barinn. Fór á Nouvelle Vague tónleika og sá Sprengjuhöllina. Bar söngleikinn Leg augum. Hékk e-ð á Kaffibarnum. Líka aðeins á Boston og B5. Tók kríu með Sölva hönk. Talaði í símann. Talaði á Msn. Ragnar er kominn heim til Íslands. Tók morgunkaffi á Prikinu. Leyfði mér að hlakka til að fara til DK í Júní. Fékk stig. Gerði mér góðan smoothie. Fékk hugmyndir. Fékk fiðrildi. Fór í sund í Vesturbæjarlaug. Fór í opnun á mini mall á Laugaveginum. Keypti mér leggings, á þessum stendur Fit&Fun. Fékk mér soyalattetogo. Borðaði á Grænum Kost (já ok 4 x út að borða). Fór á snyrtistofu í lit og plokk. Gerði mér grein fyrir áskriftinni sem ég er með í lífsgæðakapphlaupinu. Hugsaði til Báru minnar. 13 af ofangreindum hlutum gerði ég með Maríu Rut.

Daddarrarí, þar hafið þið það. Þetta var nú dúlluleg helgi ikke sant?

Bæjó

4 ummæli:

Yggla sagði...

hunangið, sexapílið og nouvelle vague greinilega að gera sig!!! þú er sæt en varst alveg úber sæt á tónleikos!!! tökum kaffistund í vikunni...
blíðar

Nafnlaus sagði...

Takk elskan mín!

Eins gott að þú sért búin að kaupa þér kort...það er æfing á miðvikudagskvöld kl.19:30!
Býst við þér ;)

huxy sagði...

úúúú, nouvelle vague voru himnesk! við hjónaleysin vorum fremst, eins og alvöru gógós.

Dilja sagði...

---huldadögg: já kaffi I like, ég er alveg byrjuð að drekka kaffi. Mjög mikill amatör, en kann vel að meta.
---Báramín: JÁ!! ég ætla sko að koma með í Laugar á Miðvikudaginn. Vá hvað ég hlakka til að sjá þig og fá að eiga smá stund með þér!
---huxy: já það borgar sig að vera fremst, ég var aftarlega og naut mín ekki eins vel.en þau eru æðisleg.
hefði verið gaman að sjá ykkur aðeins:)