Ég ætlaði að blogga hérna daglega, en svo gleymi ég því alltaf. Ekki hægt með mig ha? gamla seig lætur samt í sér heyra í dag. Hef nákvæmlega ekkert merkilegt að segja. Lifi frekar rólegu lífi sem er bara yndislegt, og ólíkt því sem ég er vön hjá sjálfri mér er ég er stödd á Íslandi. Þá er (var) ég yfirleitt hlaupandi á milli staða og eirðarlaus. Þó ég ég sé róleg núna þá kem ég nú nánast öllu sem ég vil og ætla mér í verk. Útskriftarverkefnið mitt gengur vel, ég hef óskaplega gaman að því sem ég er að gera, fæ góða umsögn frá "tutorinum" mínum og er bjartsýn. Í kvöld verð ég með brainstorming workshop fyrir nokkra útvalda og ég hlakka til að sjá hvað kemur útúr því.
Í gær fór ég með Sölva mínum á sundnámskeið, eða ungbarnasund. Þetta er án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert lengi. Sölvi er svo metnaðarfullur og svipbrigðin leyna því svo sannarlega ekki. Annars var hann hálf syfjaður litli kútur, hann hefði alveg verið til í að taka sér smá blund bara ofan í. Haha. En nei þetta er víst ekki barnaland.is. Kíkið hingað
til að kíkja á litlastóra strákinn.
Svo fór ég líka í bíó með Siggu að sjá Notes on Scandal, sem er mjög sérstök mynd og alveg ótrúlega vel leikin. Við Sigga sáum líka Babel í sl viku og líkaði vel. Þó löng sé er hún skemmtilega uppbyggð og heldur manni allan tímann. Enn á ég þó eftir að sjá nokkrar myndir af þessu mikla úrvali sem bíóhúsin bjóða uppá þessa dagana. Mig langar líka soldið í leikhús, en ég verð svo oft fyrir vonbrigðum þar.
Ég er ennþá að venjast því að vera formlega flutt heim til Íslands. En geri þó ýmislegt sem staðfesta það, eins og tildæmis fá mér bókasafnskírteini og skrá mig á námskeið og ráðstefnur. Ég byrja í jóga og kvennaleikfimi í Kramhúsinu á morgun. Get ekki beðið. E-ð huggulegt við hugmyndina um að fara í leikfimi í Kramhúsinu.
Hins vegar veit ég ekkert hvenær ég get flutt heim til mín á Njálsgötuna. Snökt.
Þetta eru án efa vonbrigði ársins, enda voru tilhlökkunin og þörfin nánast ónáttúruleg.
Jæja, ég þarf víst að hanna og undirbúa eitt stykki brainstorm.
Bæjó
3 ummæli:
Ég verð nú að segja að ég er soldið svekkt yfir brainstorminu, ég var orðin svo spennt að fá að hitta stóru rúlluna aftur og lita smá!! En ég bíð bara spennt eftir þessu. Og já, dagarnir 1.-4. mars eru ekki í boði!
ég keypti fleiri tússpenna í dag, only for you my friend!
en já þetta verður bara enn betra þegar það verður.
1-4.mars, verður þú kannski að hjálpa mér að flytja...ekki í Amsterdam. Stónd í RauðaHverfinu ha???
Oh, ég er geeeeeðveikt spennt að sjá alla nýju tússpennana!!! Já ég er sko þokkalega að fara að sleppa Am´dam til að koma að flytja!!!
Skrifa ummæli