föstudagur, febrúar 23, 2007

Jóga og Karíus og Baktus

Byrjaði í Jóga í gær. Var yngst í hópnum en jafnframt feitust. Þessar kellur voru allar svo fit and slim. Bíðiði bara. En það var huggulegt að byrja aftur í Jóga. Sérstaklega í Kramhúsinu. Getur ekki orðið meira authentic en Kramhúsið. Var þar fyrir 4-5 árum í jóga, stundum kom Ragnar líka. Mættum kl.7.30 og eftir á fórum við í fancy hótel morgunmat. Ragnar bara svo þú vitir; það var prumpað í gær! Ég hló með þér inní mér. Dátt yet bælt!

Og fyrst að ég er að ganga niður memory lane. Að þá var mér hugsað til öskudagsins þegar ég var 11 ára. Þá klæddum við Arnhildur okkur upp sem Karíus og Baktus. Settum á okkur bumbu, túperuðum hárið og spreyjuðum (ein með svart, hin með dökk appelsínurautt) og svo tannlökkuðum við tennurnar með svörtu og gulu. Það gerði "touchið".
Svo gengum við í búðir í miðbænum og sungum lagið þeirra bræðra, með leikrænum tilþrifum og allt. Í minningunni fengum við yfirleitt lófatak og hrós fyrir að hafa verið sniðugusta atriðið þann daginn.
Jáá lengi lifir maður á fornri frægð... Ef maður bara vill;)

En fyrir ykkur sem hafið áhuga að þá hef ég ekki borðað sykur í rúmar tvær vikur né hvítt kolvetni. Veih!

2 ummæli:

Jo sagði...

Hmm.. ? I would have guessed that dwarfs and musicians would play very nicely together. They keep on surprising!

Nafnlaus sagði...

Húrra fyrir Diljá!! Veit að þegar þú tekur þér eitthvað fyrir hendur geriru það vel!
Jógaprump eru óborganlega fyndin, hef einmitt lent í því að standa fyrir einu sklíku sjálf..... enda luma ég á mörgum vandræða- prumsögum.
Ef ég hef ekki sagt þér hina margfrægu Skandinavien Center prumsögu þá máttu minni mig á hana við tækifæri og þá verður hún sögð með leikrænum tilbrigðum!!!
Kv. Ástríður sem saknar Diljaár mjög mjög MJÖG mikið!!!