þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Töfrasprotinn og módelbransinn


Töfrasprotinn minn ber nafn með réttu. Hann töfrar sko fram ótrúlegustu rétti og meðlæti og morgunmálsverði og bara töfrar í stað þess að blanda! Og það á örskotsstundu. Ég er með þetta nýja rafmagnsheimilstæki mitt á heilanum. Enda hugsa ég í lausnum ekki vandamálum! Fyrir mér er hann ein stór lausn, í ljósi þess að ég þarf að borða uþb 1kg af grænmeti á dag.
Við Svanhvít erum að hugsa um að fara að selja inn í kvöldmat. Lostætin sem hér eru á borðum eru ekki á hvaða bæ sem er. Einnig stuðlar sprotinn að því að ástríðan við matseld skilar sér í bragðinu.

Americas Next Top Model er annað sem hefur haldið mér upptekinni síðustu daga. Þá fann ég 7. seríu á netinu og gleypti hana í mig á einu bretti. Þar fylgist ég með nokkrum dúllum þróast og þroskast sem fyrirsætur. Nú kvóta ég Tyru okkar chubbyköbb Banks; "Modeling is the hardest industry there is" Ó já, gæti ekki verið meira sammála. Og því tók ég fram töfrasprotann minn og sýndi það sem ég hef lært hjá Banks og co. Hér að ofan er einstaklega góður afrakstur á sameiningu tveggja ástríðna í lífi mínu í feb ´07.

Gjörðiðissvoveeeel (sagt með stellu í orlofi rödd)

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég fíla sprotan okkar hann er elskhuginn minn upp á síðkastið!!!!!

Sigríður sagði...

Ég vil gerast áskrifandi að þessum kvöldverðum. Gæti til dæmis verið matargestur á þri og fim, þú veist, eftir ræktina.... Hvað kosta 2 kvöld í viku???

Nafnlaus sagði...

Ertu þá að mixa alls konar grænmeti saman?

Úúúú kenndu mér...og líka að gera svona unaðslegar súpur eins og þú gerir ;)

Dilja sagði...

stundarskrá (aka súpugerð ofl) og verðlisti birtist á skjánum innan skamms stelpur...

Nafnlaus sagði...

Sölvi er rétt að jafna sig á síðustu færslu en vill óska sinni heitt elskuðu diljá sinni til hamingju með daginn. Hann keypti samt ekki bangsa handa þér en stefnir á að gera e-h sérstakt heldur á konudaginn en það má samt fagna deginum og óskum við þér til hamingju...Kv. Harpa og Sölvi

Dilja sagði...

já ég biðst innilegrar afsökunar á þessum kvörtunum um kærastaleysi. Skil ekkert hvað kom yfir mig...
Hlakka til Konudagsins og enn meira til stefnumótsins í sundlauginni nk þriðjudag.

ég þakka kærlega fyrir afmælisóskirnar, þeas hún;)

Nafnlaus sagði...

Já alveg rétt: til hamingju með ammlið :)

Nafnlaus sagði...

Djö ertu dugleg, þú þarft að taka mig í kennslustund núna þegar ég er að byrja að elda uppá eigin spýtur í nýja slotinu..
Must fyrir mig og minn álf sem er líka á grænmetis/ávaxta áts hvatningardögum að kunna á svona græju.

Dilja sagði...

já ekkert mál tinna, ég er mjög góð í að gera smoothie líka. Hann ætti að vera sjúkur í það.

Farðu bara í Elko og kauptu svona Kenwood töfrasprota á 3400. Ekki meira en það!

Maja pæja sagði...

tilvalin innflutningsgjöf!!! :):):)

Ragnar sagði...

hahahahha, ÆÐISLEGAR myndir, votta það sem fagmaður eða fag man ;) minn töfrasproti er í London but got my own