fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ísland best í heimi?

Ég sit hér við skrifborð sem snýr að glugga. Ég er á 3.hæð í húsi á Bergþórugötu og útsýnið er já hvað skal ég segja; .... íslenskt! Bárujárnsþök, snjór, örfá nakin tré, heiðskýr febrúar morgunbirta, svo kemur Faxaflóinn, sjórinn er fagur blár. Svo er ég í beinu augnasambandi við Esjuna. Eftir sólarhring verð ég líklegast þarna nálægt toppnum, eða jafnvel bara uppá toppi Esjunnar.

Eins gott að ég tók tvöfaldan lýsisskammt í morgun!
Er e-ð að mér ef ég segi að mér þykir lýsi alls ekkert vont. Það er e-r æskuminning þarna. Vantar samt helst súrmjólk með. Þá poppar e-r tilfinning upp.

Hvað er annars títt af landi eld og íss?
Framtíðarlandið mun ekki bjóða sig fram. Ég á ennþá bágt með að skilja dómstóla og spyr: Er til manneskja á Íslandi sem er fullkomlega sátt við þá?
Ég tek ofan hattinn fyrir fjölmiðlum þessa dagana. Mikilvæg málefni að komast uppá yfirborðið sem annars hefðu verið í tabú-horninu áfram. Það er bara orðið svo troðið þar, e-ð verður að komast í spott-ljósið.

Já ég er lennt, komin til að vera. Flutt heim til Íslands.
Fríkað.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst hún svo falleg febrúarbirtan, svona ísköld og himinblá, sérstaklega þegar maður er inni í hlýju húsi og horfir út á hana.

Velkomin heim mín kæra, hlakka til að fylgjast með sigrum þínum hér :)

Nafnlaus sagði...

velkomin á klakann sæta og good luck með Esjuna.

Mér finnst þú ekkert svo skrýtin þó þér finnist lýsi gott.. mér fannst það sjálfri einu sinni gott, í gamla daga. En það var áður en afi plataði mig illa. Hann tók lýsisflösku og þóttist taka risa gúlsopa af henni. Ég gat auðvitað ekki verið minni maður og drakk því hálfa flösku í einum sopa. Síðan hef ég ekki getað tekið lýsi.... allavega ekki í fljótandi formi.

Dilja sagði...

...og núna er ég að hlusta á hádegisfréttirnar á RÚV. Vá hvað ég er komin heim til Íslands! hah

takk fyrir ðekomments stelpur

Sigríður sagði...

Tek undir það, alls ekkert skrýtið að finnast lýsi gott, finnst það alltaf betra fljótandi en í töfluformi!!!

Nafnlaus sagði...

Hmmm....smurning með Phuket samt...veit samt ekki hvort það jafnast á við Nauthól sko;)
-Le Brynkuskottið

Dilja sagði...

hvað er "phuket"...?

nauthólstjúttið já, markaði línur og viðmið í djammi. Ég hef ekki verið söm síðan.

Dilja sagði...

ok gott it, Phuket the island?
góða skemmtun miss "helltönuð"