föstudagur, febrúar 23, 2007

Léttgreiðslur. Raðgreiðslur.

Eins og ég hef sagt frá áður er ég flutt heim til Íslands (já ég veit að ég var alltaf hérna samt). Og er því að koma mér fyrir, líkamlega jafnt og andlega. Neyslukapphlaupið kemur hratt aftan að mér og það nýjasta hjá mér er að skoða og dást að dýrum hlutum....sem ég get keypt á léttgreiðslum! Ég þefa uppi léttgreiðsluvörur og tilboð. Hef aldrei verið mikið fyrir neitt slíkt. En núna er kemst ekkert annað að, enda hugurinn og hjartað í fullri vinnu við að innrétta Njálsgötuna uppá nýtt.
Hvernig enda ég, Íslendingurinn Diljá? Guð hjálpi mér.

Ps. Þrátt fyrir að vera aðdáandi Guðs orða, eins og sjá má hérna á þessu bloggi, að þá næ ég alltaf, alltaf að ruglast þegar ég fer með Faðir vor(þetta finnst mér svo líka mjög ljót beyging á Faðir vor).
Alltaf gott að játa syndir sínar.

2 blogg á einum morgni. Ha Sigga? Svona gerist þegar tutorinn manns bara hringir ekki og stendur ekki við sitt loforð. Ég er farin í bað og svo á hugarflugsfund með Vísindaráði Íslands á Loftleiðum.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff þú ert svo dugleg að blogga núna að ég þurfti að lesa niður:) Öfunda þig af Kramhúsa yoga tímunum. Alltaf besti staðurinn fyrir Yoga, verst að Ingibjörg er þar ekki lengur.

Nafnlaus sagði...

Veivei..meira blogg meira blogg! Já..ánægð með afeitrunina...losaði mig við 20 kíló á sínum tíma nkl.sonna...jú gó görl!
-Le Brynkan í úgglöndum sem vill ekki SJÁ að Dillan sín falli í rað-létt-greiðsluruglumbugglið!

Dilja sagði...

nei ég á eftir að passa mig. Verð í svo miklu balannnsss eftir jógað, við hérna andlega fólkið steypum okkur ekki skuldir.
Breytum mínusum í plús peningalega og plúsum í mínum kílólega

vííí

Sigríður sagði...

Ekkert smá ánægð með þessi 2 blogg. Keep it up girl!! Já ekkert létt-rað-greiðslu-rugl! Bara gera eins og ég þegar ég keypti mína og setja þetta á debbarann ;-) (átti reyndar alveg smá pening eftir að ég seldi hina en ég meina....)

Dilja sagði...

já og eins og við vitum öll að þá er þín íbúð stútfull af gossi og gersemum;)
hehe grííín!
verð samt að fara að koma og sjá lampann sem ég gaf þér um daginn hahah

Sigríður sagði...

hahahaha, já alveg stútfull og svo er lýsingin líka alveg geðveikislega vel hönnuð!!!!

Jo sagði...

Really? I thought you were going there next week!? Good luck anyways!

Nafnlaus sagði...

Pant koma með góð og sniðug (og ódýr) innréttingarráð þegar ég kem í heimsókn um páska!
You know my style!
Saknkyssknúsmús
Kv.
Ástríður sem saknar Diljáar mjög mjög MJÖG mikið!!!!