mánudagur, febrúar 12, 2007

I love you

Eftir tvo daga er Valentínusardagurinn. Og ég sit hér og skelf úr biturð því ég á engan kærasta sem myndi þá ausa yfir mig fallegum gjöfum og kossum. Ég myndi helst vilja svona rauða fjöldframleidda púða, með bróderuðu I love you á, svo vil ég blóm auðvitað. Einnig sé ég fyrir mér út að borða, kertaljós, rauðvín og væmnar samræður. Því það og ekkert annað er rómantík ekki satt?
Ég myndi heldur ekki slá hendinni á móti nýjustu afurð Regínu Ósk, Í djúpum dal, en hingað til hefur enginn séð ástæðu til að færa mér hann. Þrátt fyrir mörg hint í allar áttir.
Ég er viss um að líf mitt væri einfaldlega betra ef ég ætti kærasta. Helst e-n frægan auðvitað.

úúúÚÚ ég er svo kaldhæðin. Alveg rosaleg ha!
Annars er ég nú sögð sú væmnasta, kannski ekki bara svona mainstream væmin. Eða hvað segið þið stelpur?

Hérna er stutt video af KaosPilot vinum mínum, Jo og Thorhild sem eru að ákveða hvert skal halda í brúðkaupsferð. En þau ætla að gifta sig í ágúst. Það er ekki að spyrja að því að sköpunargleðin er e-sstaðar út fyrir kassann góða;)

Næstu daga ætla ég að vera duglegri að blogga um ekki neitt, það er svo gaman. Hérna áður fyrr bloggaði ég nokkrum sinnum á dag ef ég man rétt. Taka sjálfa mig til fyrirmyndar. Það er gaman að blogga. Já og svo verð ég að fara nota myndivélina mína aftur. Ekkert er skemmtilegra en að setja nokkrar myndir við færslurnar sínar. Ha... æ já þetta líf ó já þetta líf.

bæjó

4 ummæli:

Sigríður sagði...

Ég bauð þér nú Frikka á sínum tíma... Er það kannski ekki jafn fínt og Regína..??!! Mér finnst þú soldið vera að klikka á hjartalaga konfektinu í hjartalaga kassanum.
Mér líst vel á myndaþemað á blogginu. Þú getur til dæmis tekið mynd af mér og Laufeyju og genginu í ræktinni. HA??

Dilja sagði...

þokkalega, við verðum samt að kynnast þeim vel og taka svona hópmynd af okkur með þeim!
Regína númer eitt, Frikki númer tvö

Nafnlaus sagði...

við getu hlustað á Regínu saman á meðan við eldum hollusturétti, svo getur þú gefið mér tóman hjartalaga konfektkassa því að ég má ekki fá súkkulaði því við erum í hollustu átaki. Svo gef ég þér hjartalaga púða sem að stendur á
I LOVE YOU.Síðan getum við reynt að fara út á videoleigu að taka mynd saman. En ég er ekki viss um að við getum það því að við erum báðar á svörtumlista. En já svona getum við verið rómó saman.

Nafnlaus sagði...

vertu bara dugleg að fara í sundlaugarnar. jude law hangir í þeim alla vikuna (svona sirka amk, skv. Fréttablaðinu)- and he needs a girlfriend and you need a boyfriend.... need I say more?