Ég sit svona umþaðbil og hérumbil í miðjunni á ðe júnætet steits of ameríka. Ég er stödd í Denver, Colorado. Ein og yfirgefin innan um hundruðir manns á flugvellinum þar í borg.
Það er mjög auðvelt að eignast vini í ameríku, kanar eru mikið fyrir smá spjall. Og mikið finnst þeim gaman að tala um Ísland. Það litla sem þeir vita. En alltaf svo gaman að sjá hvað þeim finnst maður merkilegur að vera þaðan. Ég er nú bara þannig gerð að ég baða mig í slíkri athygli og gleymi öllu sem heitir hógværð.
Á leiðinni til Washington náði ég þeim skemmtilega árangri að fara inní vitlausa flugvél (hvernig sem það er hægt nú til dags?) En þegar það kom í ljós þurfti ég að hlaupa í mína eigin flugvél í mitt bókaða sæti. Á leiðinni inn kynntist ég strák (sem að sjálfsögðu var rosa spenntur yfir föðurlandinu MÍNU).
Hann var rosalega sætur, alveg svona múvístar sætur bretta gaur. VeiVeih
Þegar ég kom inní flugvélina áðan (viku seinna) og var að koma handfarangrinum fyrir heyrði ég allt í einu sagt bak við mig; "You come from Iceland" Og þar var hann! Sæti strákurinn! Hverjar eru líkurnar?? Og við alveg eins og æskuvinir að hittast eftir langan tíma.
Ef ég væri í bíómynd þá væri ég örugglega bara komin á e-ð flugvallarhótel með honum núna, eða keyrandi um á blægjubíl akross the steits jú nó.
En hér er ég ein en ótrúlega ánægð með frábæra viku í Washington. Eins og fyrri daginn, þá lofa ég að setja inn myndir sem fyrst... Alteregóið mitt hún Tracy* tók túristaferð um Washington og var tekin skemmtileg myndasyrpa af henni kynna sér mekka stjórnmála alheimsins.
*sambland af Vicky Pollard (úr little brittain) og Sylvíu Nótt.
ps. Flugfreyjum í Amríku finnst rosalega töff að fara með tilkynningar í kalltækið alveg eins hratt og þær geta.
3 ummæli:
jæja diljá þá er ískaldur raunveruleikinn virkilega að kikka inn. er rétt að komast niður á jörðina eftir ævintýrin okkar, úff þvílíkt púl að vera svona túristi. fæ enga samúð hérna heima. frábært að washington var svona brilliant. london dvölin hjá mér var algjör snilld líka. bíð spennt eftir myndunum okkar, sérstaklega frá vegas. Þúsund þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur þarna úti. heyrumst, guðrún elva.
tókstu ekki mynd af dúddanum? var hann líkur Brad Pitt eða svona meira Keanu Reeves??? mig langar svo til USA að ég er að deyja og upplifa allt þetta sem að þú ert að gera..
Ég vil líka sjá mynd af sæta ameríkananum.. Annars held ég að íslendingar séu alveg spes í mannlegum samskiptum. Við erum svo upptekin í okkar litla lífsgæðahlaupi og kunnum ekki alveg að vera opin fyrir ókunnugum og sýna áhuga og kurteisi.. Þú ert ekki í vandræðum með svoleiðis, kannt að kynnast fólki..
Skrifa ummæli