fimmtudagur, apríl 13, 2006

"There are maybe 50 ways to leave your lover but on this plane are only 6 extis"

sagði flugstjórinn í hátalarakerfið á meðan flugfreyjurnar sýndu útgönguleiðirnar með tilheyrandi handahreyfingum. Og þetta var bara byrjunin á þessu vinalega flugi frá DENVER COLORADO til Washington DC, grínið gjörsamlega flæddi útúr starfsfólki Frontier Airlines. Icelandair ætti að taka uppá þessu.

Ég var semsagt um borð í þessu hressandi flugi. Og er nú stödd í höfuðborg Bandaríkjanna. Alveg rosalega falleg borg og ég er stödd í afskaplega fallegu húsi. Hér býr ein af mínum uppáhaldsmanneskjum í þessum heimi hér, fyrirmynd mín og áhrifavaldur í gegnum súrt og sætt, ásamt syni og manni sínum, svo er jú líka dama sem kemur eftir 2 mánuði í heiminn.

Líf mitt snýst akkúrat þessa stundina um 4 ára son Nönnu minnar. Hann gjörsamlega nær að bræða hjartað mitt nokkrum sinnum á klukkutíma með frábærum kommentum og spurningum.


Ótrúlega ljúft svona líf, svona páskalíf með fjölskyldu sinni.
Vakna, fara út í garð með te og smoothie, leika við Dante í boltaleik, sturta, brunch, barnaleikfimi með Dante, bókabúð með Dante og finna barnahorn, velja bækur og lesa og gleyma sér, út að borða (borða úti), heim, baða Dante, (spurðann hvort ég mætti eiga hann og vera mamma hans, en hann tók það ekki í mál og lofaði mér að bráðum fengi ég barn í magann minn...hahahah) horfa smá á sjónvarpið, sofa....

svona var dagurinn minn. Ómetanlegur dagur myndi ég segja.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér langar til útlanda

herborg sagði...

mæli alveg með svona húmor í flugvélum:) eheh.......gleðilega páska!

kveðja frá fróni,
Herborg og Inga Bríet

benony sagði...

Gleðilega páska knúsa!

Yggla sagði...

gleðilega páska beibí!

hahahahah!!! er að setja pistilinn saman hann ætti að detta inn á næstu dögum...