mánudagur, janúar 30, 2006

Um helgina

-eyddi ég þrem tímum í lest
-á meðan sendi ég um 50 sms
-fékk ég íslenskar pulsur, með íslensku sinnepi og í íslensku pulsubrauði
-fékk ég íslenskar pönnsur
-fór ég í afmæli til Elmu vinkonu minnar, sem er að hoppa yfir 4 ára markið
-spilaði ég BUZZ PS2 leikinn, langar í hann
-hélt ég partý áður en ég fór í partý og varð sjálf eitt stórt partý...eða nei.
-lærði ég að breikdansa
-týndi ég símanum mínum...eða já nei.
-var þessi mynd tekin af mér og millu minni í partýinu á föstudaginn.....



MYNDIR FRÁ ÁRÓSUM Í JANÚAR.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Jibbyjeih Jibbijibbyjeih!!



Fyrir þá sem trúa ekki að ég hafi verið barnastjarna fyrir 16 árum síðan... Taddaddataaah!!

Ævintýri enn gerast...

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Ein væmin og stutt

ég man þegar ég var í Hollandi veturinn 2003-2004 þá lét ég mér dreyma um hvernig mig langaði að hafa námsárin mín erlendis. Því þar var þetta ekki alveg eins og ég vildi sko. Þar var ég mikið ein, fannst skólinn ekkert spes, fólkið sem ég kynntist var húmorslaust og ignorant á heiminn og besserwisserar, leiðinlegt næturlíf...Já bara e-ð grátt líf mitt. Það vantaði alltaf e-ð uppá allt.

Samt var það ekki fyrr en ég flutti til Árósa og byrjaði í KaosPilots að ég áttaði mig á þessum draumum.

Því þá rættust þeir.

Vei vei vei!!

Eitt í viðbót (ekki eins væmið...bara skemmtilegt)
Heimilið okkar hérna á Vesturgötunni er alltaf að líkjast félagsmiðstöð meir og meir, eða svona youth hostel eins og Peter vinur okkar sagði. Alltaf líf og fjör, fólk að koma og fara. Öllum líður vel hjá okkur.
(já ok alveg frekar væmin ennþá...)

Þetta er ekki væmið, bara staðreynd:
ég er að fara að lita á mér hárið NÚNA. Því ég er komin með rosalega rót og það er ógeðslegt og ekki mönnum bjóðandi!

ok bæjó!

mánudagur, janúar 23, 2006

fáðu þér smók og sopa af bjór

og sjúgðíþig kosmíska krafta!!!
Föstudagskvöld, risa stór íbúð, full af KaosPilotum og áhangendum þeirra. Plötusnúður í einu horni, bar í hinu. Bjór á tíkall. Eitt klósett, æskuvinir í röðinni. Fólk allstaðar. Já þetta var mitt föstudagskvöld síðasta. Guðni vinur minn var í coma á gamlárskvöld. ALvöru kóma, á sjúkrahúsi í London. Við sáum ekki annað í stöðunni en að halda gamlárs fyrir hann á föstudaginn. Rétt fyrir 12 var talið niður og svo faðmast, skálað í alvöru kampavíni. Aðsjálfsögðu. Hérna í Danmörku tíðkast sá siður að hoppa niður af stól inní nýtt ár. Við hoppuðum niður tröppur og óskuðum okkur. Ég vona að mín ósk rætist. Kannski...
Ég tók um 60 myndir, set útvaldar inn sem fyrst. Á svona 48 af þeim er ég sjálf. Já kannski enda ég á google e-n tíma. En það var nú ekki óskin mín.

Spilaði Popppunkt í fyrsta skipti á laugardagskvöldið. Það er skemmtilegt spil og sérstaklega í góðum hópi. Fór ekki útúr húsi á sunnudag, eða gærdag. Við stöllurnar á Vesturgötunni þrifum allt hátt og lágt og gerðum lúxus brunch og svo var bakað. Mmmm. Fínn dagur til að eyða inni. Kuldinn verður bara æ meiri með hverjum deginum hérna.

Skv. mbl grein í dag er dagurinn í dag, 23.jan, ömurlegasti dagur árssins. Já þá vitum við það...

Bæjó

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Hrutur googlar...

Ef ég man rétt að þá eru hrútar vístu óskaplega uppteknir af sjálfum sér, uppteknir að því hvað öðrum finnst og finnst athyglin alls ekkert það versta sem fyrir þá koma. Ég er hrútur. Og því ákvað ég áðan að googla Diljá og athuga hvaða myndir kæmu upp...
Það kom engin mynd af mér en hérna koma nokkar. Svona eiginlega þverskurður af úrvalinu.


þetta er diljá pólitíkus

þetta er diljá fegurðardrottning

þetta er tölvuleikurinn diljá

þetta er mín uppáhalds; diljá sú rússneska

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Kostir og gallar

Klukkan er núna 10.52 á staðartíma í Danmörku. Hins vegar hef ég nú þegar hugleitt kosti og galla þessa nýfædda dags.

Kostur: ég fékk 8 tíma svefn og vaknaði mjúkt og vel útsofin í morgun
Galli: kl. 9 byrjaði danskur fyrirlestur um scandinavískt viðskiptalíf, ég skil ekki neitt og berst við elsku augun mín sem þyngjast ótt og títt

Kostur: ég fann kristals vatnsflöskuna mína aftur áðan eftir viku langan aðskilnað
Galli: Ógeðslegt vatn héra í Danmörku sem ég get ei vanist

Galli: það er ógeðslega kalt hérna í árósum
Kostur: Månsterinn minn lánaði mér bestu dúnúlpu í heiminum, mér er að hlýna

Kostur: mér (okkur í KP) er boðið í risa heima partý á föstudaginn nk. Árlegt.
Galli: veit ekki í hverju ég á að vera.

Kostur: KOLLAN mín (ég kýs að kalla Thjooollaaaaah!) er 27 ára í dag og ég gleðst innilega með henni
Galli: nákvæmlega EKKERT að því...:)

Kostur: 2.vikuna í febrúar er vetrarfrí hjá okkur í KP (vikuna áður en við höldum til SanFran með blóm í hárinu)
Galli: ég veit ekki hvort ég á að fara til Malmö (til Måns) í 60´s partý, Osló (með Martine), sjá Osló og fara uppí fjöll á skíði eða fara heim. Eða vera hér. Valkvíðinn minn er svo myndarlegur stundum. Þessi elska.

Jæja þið verðið að fara varlega þarna heima í snjóstorminum. Klæðið ykkur vel og keyrið hægt og rólega í 1.gír. Farið svo út að gera snjóhús og engla í snjónum.

mánudagur, janúar 16, 2006

htheodors@hotmail.com

Allt í einu einn daginn fyrir nokkrum árum, kannski 2 árum, þá var þetta tölvupóstfang í símanum mínum. Ég veit ekkert hvernig það kom þangað, man ekki eftir neinum sem heitir Helgi Theodórs, Halldór Theódórs eða Harpa Theódórs... Ég er hrútur og mjög forvitin og enn í dag ligg ég andvaka yfir þessu tölvupóstfangi. Eftir margar andvökunætur (sem fengu mig þó ekki til að senda viðkomandi póst) hef ég ákveðið að þetta sé e-r strákur sem ég hef húkkað upp á laugaveginum og fengið hann til að skutla mér og jafnvel fleirum heim eftir galeiðuheimsókn. En svo þegar heim er komið hef ég ekki verið með kontant pening á mér og lofað að hafa samband við hann í gegnum email.

Ef það er e-r þarna úti sem veit hver þetta er þá mátt þú leggja inn skilaboð í kommentakerfið mitt.

Annað: sú helgi sem nú er nýliðin var ótrúlega skemmtileg helgi. Og eftirminnileg líka.
Sara Bjarney BS stúdent í læknisfræði kom hingað í heimsókn. Við nutum þess í botn. Fórum út að borða og átum 3 gerðir af grískum kjötréttum enda hryllilega graðar í rassgatinu. Svo héldum við í arkitektapartý til Sillu, eftir það fórum við svo með sætustu strákunum úr partýinu (þó ekki Pedró) á reggí tónleika á Súkkulaðiverksmiðjunni. Eldhúsið á Vesturgötunni heillaði þó meir þegar líða tók á nóttina og þar sátum við með stolið snikkers, þýskan ódýran bjór og tarot spil til að verða 6 um morguninn.

Sunnudagur: 12 sex and the city þættir, pizza hut og heimkoma konunnar minnar hennar Kamillu voru hápunktar þess dags.

Já og föstudagskvöldið var líka fínt:)

bæjó

föstudagur, janúar 13, 2006

Burning for San Francisco



Föstudagurinn þrettándi mættur og ég hef ekki verið neitt óheppin í dag. Hingað til. Jú vaknaði soldið kramin. En ég kenni þessum hvítvínsglösum um sem ég drakk í gær. Bauð nokkrum velvöldum bekkjarfélugum í tælenska súpu og hvítt til að gera upp síðustu mánuði. Þau höfðu svona líka gaman að íslensku ævintýrunum mínum. Já já.

Skólavikan hefur verið alveg dásamleg og þið megið kalla mig DiljáMeyru núna. Finnst allt svo æðislegt og frábært. Sérstaklega bekkurinn minn og þetta skólaumhverfi. Vá. Fyrsta daginn eftir jólafrí var ég ekki alveg í stuði þegar ég gekk í skólann, heimþrá og svona. En svo kom ég inn og við tóku faðmlög væminheit. Svo var tekinn afrískur dans og söngur svona til að vekja okkur. Já þá vissi ég að ég væri komin aftur í KaosPilotsSkólann minn.

Við erum á fullu að undirbúa ferðina okkar til SanFrancisco. Bæði ferðina sjálfa og verkefnið sem við ætlum að gera þar. Þetta er ennþá alltsaman í mótun þótt þemað sé komið. Og á miðvikudaginn héldum við smá hugarflæði og settum svo allar hugmyndarnar á gólfið. Svo voru ljósin slökkt og hver og einn fékk 3 tekerti sem hann setti á þær hugmyndir sem kölluðu mest á hann. Myndin hér að ofan sýnir svo þetta skemmtilega hugmyndalandakort Team 11.

Þetta er svo spennandi allt saman.

Í kvöld er það svo fyrsta partý árssins hjá Team11. Svona bekkjarpartý því við erum eini bekkurinn í skólanum og árósum þessa vikuna.

Bæjó!

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Eg bara varð....

Þvílíkur æsingur í íslensku þjóðinni í dag. Eðlilega. Karlmaður féll fyrir eigin hendi eftir að risastór mynd af honum og ljótur texti birtist um hann á forsíðu DV í gær. Auðvitað er þetta ósmekklegt, sérstaklega í ljósi þess að hann er ekki dæmdur sekur né það kemur varla málinu við hvort hann sé einhentur eða ekki. Enn og aftur ganga þeir of langt í ósmekklegheitum að mínu mati. Það má endurskoða vinnuaðferðir hjá DV, ég skrifaði undir þá áskorun í dag.

EN!

Mér finnst hins vegar hið allra besta mál að DV láti vita að það sé verið að rannsaka kynferðisafrot gagnvart drengjum á Íslandi. Slíkum málefnum er yfirleitt troðið undir kodda og útí horn. Þannig meðferð hefur umræðan um kynferðisofbeldi almennt fengið í gegnum tíðina. Síðan "forsíðustefna" DV hófst fyrir 2-3 árum hafa mál um kynferðisabrot fengið miklu meiri athygli. Og ég er mjög ángæð með það. Íslendingar eiga að fá að vita hversu algengur glæpur þetta er, þeir eiga að fá að vita að vinir og kunningjar eru að nauðga vinkonum sínum og um afa og frændur sem eru að snerta yngri fjölskyldumeðlimi á óeðlilegan hátt. Þetta er ógeðslegur glæpur og það á ekki að loka á þetta og láta eins og ekkert sé!

Í dag eru allir í Hafnarfirði að deyja úr samviskubiti yfir því að hafa aldrei gert neitt, aldrei sagt neitt, eða bara hjálpað á sínum tíma. Öllum finnst pabbi Thelmu og systra hennar ógeðslegur sem og vinir hans og viðskiptavinir.
En hvað ef einhenti kennarinn var alveg eins og pabbi hennar Thelmu? Þarf þá ekki að vekja athygli á því strax, en ekki eftir 20 ár? Ég tek ofan fyrir þessum ungu piltum sem þora að ganga fram og viðurkenna það að þeir hafi verið misnotaðir. Það er ekki algengt að heyra af slíku. Ég vona að þessi múgæsingur og heita umræða í dag eigi ekki þátt í því að láta fórnarlömb hætta við að tilkynna og kæra ef til þess kemur.

Já ég segi múgæsingur því allir hafa tönglast á "saklaus uns sekt hans er sönnuð" í allan dag, oj oj ritstjórn DV...osvfr. Sem er alveg rétt (ég er búin að taka fram að mér þykir óþarfi að birta mynd og fíflalegan texta).
Bíddu já svo er sektin sönnuð og hvað fá kynferðisafbrotamenn í dóm??? Æ stundum finnst mér mannmorðsdómur í DV á dæmdum mönnum bara vega upp á móti lélegs ramma dómkerfis okkar. Mér finnst kerfið gera lítið úr öllum þessum fórnarlömbum sem eiga við sárt að binda. Mér finnst ekki bara... Ég veit það.

Takk fyrir

mánudagur, janúar 09, 2006

36 klukkutimar, klukkan er nuna 4.30 um nott

Ég er búin að vera vakandi núna í einnoghálfan sólarhring og get engan veginn sofnað núna. Ligg bara stjörf. En núna ligg ég í rúminu mínu á Vesturgötunni í Árósum. Ég væri að ljúga að þér ef ég myndi segja að ferðin hafi gengið vel. En ég var með 2 góðum ferðafélugum, ef ég hefði ekki haft þau þá hefði ég bara grenjað. Ég veit það.
Fékk mér núðlusúpu þegar ég kom inn áðan og hún var svo sterk að varirnar mínar stækkuðu og mér svíður í allan líkamann.
Já og mér finnst Little trip to heaven flottari með Mugison en Tom Waits. En ég er einmitt að hlusta á Waits núna.
Skólinn byrjar eftir 4,5 tíma. Æ, ég verð þessi rauðsprungnu augun.
Ég ætla að prófa að telja kindur...eða bara dagdreyma.

Janúar er erfiður. Það finnst okkur flestum held ég.

Bæjó

sunnudagur, janúar 08, 2006

Allt búið...

búið bless!
Farin aftur til Árósa. Jólafríið var dásamlegt. Góður siður að enda dvölina mína hérna með tónleikum. Í gær fór ég á "Ertu að verða Náttúrulaus" og þetta fannst mér alveg frábært! Hvert og eitt atriði átti sitt magic og stemmningin var eins og best er á kostið.

En nú er það flugvélin og lestin og svo rúmið mitt á vestugötunni. Á morgun kl.9 er það skólinn. Ný önn að hefjast. Spennandi.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

2006...

verður mjög eftirminnilegt ár held ég. Sumt er í höndum örlaganna, sumt er í mínum eigin höndum.

Sumarið 99 fór ég til Californiu í 2ja vikna ferðalag. Ég eyddi 4 dögum í SanFransisco og þegar ég gekk í fyrsta skipti inní borgina gerðist eitthvað inní mér. Mér fannst eins og ég væri að koma "heim" og að ég hefði oft verið þarna áður. Borgin veitti mér ótrúlega mikla vellíðan og ég vissi strax að þetta væri e-ð sem ég mætti ekki gleyma. Svona tilfinning er ekki bara e-ð útí loftið. Eftir stúdent skoðaði ég námsmöguleika fyrir mig þarna. Þetta var bæði mjög dýrt og líka of langt frá Íslandi. Ég hugsaði bara að ég myndi þurfa koma þangað aftur og vera í e-n tíma. Upplifa borgina sem íbúi. Eignast mitt uppáhalds kaffihús. Heilsa búðarmanninum á horninu. Vita hvar næsta fatahreinsun er.

Þetta með SanFransisco er löngu orðinn draumur hjá mér. Draumur með stóru D-i:)

þEgar ég sótti um í KaosPilots sá ég að skólinn væri með mikil tengsl við þessa borg. Ég fann strax að það boðaði gott og ætlaði frá upphafi að reyna að tengja þetta saman; þeas draumaskólann og draumaborgina.

Eftir einn mánuð og 8 daga er sá draumur að fara að rætast. Og ég er ótrúlega upptekin af þeirri staðreynd. Draumur að rætast. Mér finnst það magnað.

Og ég mun að sjálfsögðu vera með blóm í hárinu á leiðinni....