miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Þegar allur heimurinn er a moti manni þa:

-neitar fokkingsLÍN (óvinur íslenskra námsmanna) að greiða manni umsamin námslán af því að hann hefur ekki fengið eitthvað fokkings årsoppörelse frá danska skattinum
-neitar fokkings danski skatturinn að prenta út þetta årsoppgörelse af því að maður þénaði ekki neitt
-nennir danski skatturinn ekki að tala við mann því að maður talar bara ensku og gerir allt til að losna við mann úr símanum
-gleypti e-r fokkings hraðbanki danska greiðslukortið manns
-verður maður að vera 14 tíma í skólanum
-fær maður engan kvöldmat vegna anna í skólanum
-býr maður í miðbænum þegar það er "festuge" (partyvika), og 3 mismunandi tónleikar í kringum húsið manns;
-lúðrasveit, ALLTAF, er e-r sem fílar lúðrasveitartónlist???
-e-r koverbönd sem syngja "simply the best" og "mustang sally" á repeat
-gamlir rámir menn sem eiga heima á octoberfest í þýskalandi að tralla ömurleg lög...á repeat!
-er maður á degi 17 í flensu og viðbjóði
-er maður með geitungabit og ofnæmi fyrir því þannig að handleggurinn er rauður og bólginn

OJ hvað ég er pirruð!!! drottin blessi pirraða...

það besta sem

guð hefur skapað

er

nýr dagur...

bæjó

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

SeptemberSjálfsálitið

Hver kannast ekki við tilfinninguna sem maður fær í upphafi skólaárs? Já svona þegar metnaðurinn er hærra en í hámarki og plönin um að læra heima alla daga eftir skóla, skrifa allt hjá sér og lesa meira en ætlast er til...
Undirrituð er nákvæmlega á þessum stað núna. Ég trúi því af öllu hjarta að ég ætli að vera svona í allan vetur. Svona eins og þegar maður er búin að taka allt í gegn heima hjá sér og ætlar ekki að leyfa neinum viðbjóði að komast á legg...bara svona halda þessu jafn og þétt við.

Metnaðurinn minn nær nú samt greinilega ekki mikið lengra en það að ég sit hér að skrifa þessar blessuðu línur inná þetta blogg...frekar en að vera að lesa. Er ekki í lagi með mig? Bókin (já og dansk-íslensk orðabókin) liggur hérna við hliðina á mér og ég fékk þessa gífurlegu þörf til að blogga. Hvað svo?
Kannski reykja eina sígarettu? Setja í vél?

hvar er aginn?? halló

föstudagur, ágúst 26, 2005

Og svo...

byrjaði ég í skólanum aftur eftir gott sumarfrí. Mætti í morgun rétt á slaginu 9, mygluð og ósofin eftir maraþon ferðalag og skemmtilegt næturspjall þegar heim var komið. Var með smá sting í maganum þegar ég gekk í rigningunni leiðina mína í skólann í morgunn. Allt í einu vissi ég ekki hverju ég ætti von á (maður veit reyndar aldrei hverju maður á von á í þessum skóla) en svo þegar ég gekk inn biðu 35 hressandi faðmlög og allir voða glaðir. Fékk svo að vita líka að við erum að fara öll saman til Litháen eftir 3 vikur. Veih!

Núna er ég semsagt byrjuð á mínu öðru ári í þessu blessaða flugnámi mínu hérna í árósum. Kamilla kom í kvöld ásamt fríðu föruneyti og við vorum með dinner. Guðni kærastinn minn eldaði á meðan við Kamilla komum öllum 3 tonnunum hennar fyrir í yndislega herberginu okkar.

En núna er ég eiginlega sofnuð
Góða nótt
Bæjó

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Og nu fer þetta að verða buið aftur...

Í dag byrjar formlega síðasta vikan mín í sumarfríinu 2005. Í dag er líka fyrsti dagurinn af framtíðinni svona ef maður vill vera djúpur. Skrýtið að búa svona í tveimur heimum. Ég er heppin, ég þekki svo marga skemmtilega og marga ögrandi. En stundum er smá tætandi að geta ekki verið á tveimur stöðum í einu.
Einn dagur í einu, einn dagur í einu....


1.september ætla ég að byrja að nota bók sem Kolla gaf mér þegar ég var svo dullleg að klára 1.árið mitt í KaosPilot. Þessi bók ber nafnið "This book will change your life". Á hverjum degi á maður að gera verkefni uppúr bókinni...og eru þau flest að því tagi að maður hefur aldrei gert neitt slíkt áður. Sem er gaman. Það er gaman að gera e-ð nýtt á hverjum degi. Milla ertu með?


Það ringdi svo mikið aðfaranótt sunnnudagsins sl. og ég var e-ð að álpast úti heillengi í henni (rigningunni) og blotnaði í fæturna. Þetta er þá rétt!! Ég varð veik á sunnudagskvöldið fyrir vikið. Amma sko! Hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Ætli garnirnar flækist ef maður rúllar niður brekku? Festist ljóta grettan á andlitinu ef ég held henni nógu lengi? tjékkit!
En já, ég er ennþá veik. Fyrst kom bólga í hálsinn og þegar hún fór mætti horið á staðinn. Búin að sjá 2 seríur af SexAndTheCity á 1,5 sólarhring.

Jæja þetta er bara komið nóg núna. Þið sem hafið kvartað yfir bloggleysi..vona að þetta sé fínt:)

ég og fiðrildin sem mættu óvænt í mallann minn biðjum að heilsa öllum...

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Kvillarnir minir

Ég er með fjörfisk í vinstri handlegg, svona ofarlega. Alveg á bingósvæðinu. Ég horfi bara á þetta svæði bömpa og bömpa. Ég er að reyna að ímynda mér að þetta sé handleggurinn að mjókka og forma sig. Sú tilhugsun getur látið mig umbera þetta, annars er þetta nefnilega frekar óþægilegt. Svo hef ég verið í áskrift af sinafráttum í vinstri Og hægri kálfa sl. vikur. Og engum smá dráttum sko. Ég þjáist alveg af harðsperrum í nokkra daga eftir einn slíkan.

Ég er búin að vera að mana mig uppí að hringja í danska skattinn í 2 vikur núna en þetta símtal er farið að halda fyrir mér vöku. Því meira sem ég fresta því, því hræðilegra finnst mér það. Ég tala ekki dönsku og þarf að fá ársyfirlit sent til íslands, og þarf að útskýra þetta á ensku. Ég er búin að ímynda mér að ég fái samband við eldri konu sem talar nánast enga ensku og ég þarf að stafa nafnið mitt og heimilsfangið mitt og allt fari í rugl og þetta fari í hring eftir hring og ég endi bara með því að fara að grenja. Því ef ég fæ þetta yfirlit ekki lætur LÍN mig ekki fá námslánin mín.

Bíður e-r dönskumælandi sig fram að þykjast vera ég í nokkrar mínutur??

mánudagur, ágúst 08, 2005

Test

GSMblogg prufa
This is a test message

AAgggaaahhh have i got news for you!!!

Ég hef lengi vel sagt að mér finnist disco slagarar ömurleg tónlist og því er ég í félaginu "Eyðum Discó"(ég og Harpa, tek við skráningum í diljaa@kaospilot.dk). Okkur gengur samt ekkert sérstaklega vel því ennþá heyri ég lögin "it´s raining men og i will survive" allavega svona einu sinni í viku eða oftar. Þessum lögum hafa verið svo tröllnauðgað árum saman að ef að þau hefðu persónuleika vildu þau helst deyja. Þess vegna finnst mér rétt að athuga stöðu líknardráps á tónlist. Byrjum á þessum lögum og höldum svo áfram.

En það ringdi homm homm og less less um helgina, mikið voru þau stolt af sér. Mikið var ég stolt að eiga homma og lessu vini. Þau eru svo litrík og hress e-ð. Gay-Pride er frábær hátíð og því fannst mér og mínum tilvalið að lyfta sér aðeins upp. Stúlkan fór með slöngulokka og glimmer í troðið houseparty hjá 2 hommum sem hún kann ákaflega vel við. Svo var farið og tjékkað á stað sem ég hef aldrei komið inná áður, stofan sú er kennir sig við Öl. Mjög gaman, stigin komu í hrönnum og fleiri sem gerðu sig tilbúna til að verða stig með misgóðum aðferðum. Kúkar.

Svo var eftirpartý, mikið er langt síðan að ég fór í eftirpartý. Gaman þegar fólk nær vel saman og segir skemmtilegar sögur...


"...með skinku á kynninni ryksýg ég og syng einu línuna í laginu sem ég held mikið uppá, fer svo og fæ mér rándýra nautasteik með expressó"....var meðal annars umræðuefni kl. 8 á sunnudagsmorgninum 07.ágúst.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

EIN MEÐ ÖLLU

Ég er ein með öllu og fór á eina með öllu á Akureyri sl. helgi. Fékk mér eina með öllu nema hráum á einni með öllu.
Það virðist vera mikið í tízku núna að finnast glatað að fara í útilegu um Verslunarmannahelgina og smart að vera bara í arty stemmningu í Reykjavík. Þar sem ég er svo ímyndartýnd að þá fannst mér það líka um daginn. En sló nú samt til að hendast norður frá fös til sun. Sé sko ekki eftir því...

Við Harpa vorum mestmegnis einar...en með öllum. Eignuðumst nýja vini á aldrinum 5 -55 ára. Áfengi gefur manni þann kraft að þora að segja svona nýjum vinum frá öllu, syngja með þeim biblíusöngva og fara með þeim á rúntinn á milli Sjallans og Oddvitans. Svona eykur nánd á milli nýrra vina.
Á daginn vorum við svo í dekri hjá fjölskyldu Hörpu á tjaldstæðinu í Kjarnaskógi. Í staðinn fengu þau allt okkar slúður beint í æð. Slúðrið var svo hrærandi að tárin bara láku og músik í stíl við tárin.

Ég veit að þetta er svona undir rós blogg....Maður má bara ekki alltaf vera name-droppandi. Þótt það liggi auðvitað (eins og alltaf) svo beint við....

Dýrka að vera ég!