mánudagur, janúar 31, 2005

Hér kemur listi yfir hápunkta helgarinnar, þess má geta að þetta er ritskoðaður listi....

nr.1: þegar bíllinn sem ég ætlaði að legja var klesstur og ég fór á næstu leigu og fékk einn 2var sinnum dýrari...oh!
nr.2 þegar við keyrðum á 180 á þýskum autobahn með becks í einni og sígó í hinni og sungum "american pie" í botn
nr.3 þegar ég komst aðþví að ég myndi gista með 8 strákum, þar af 3 ókunnugum í herbergi á bresku svitasport hosteli í rauða hverfinu, já já bara gaman...
nr.4 þegar 3 af 4 strákunum fóru heim kl.1 á fös nótt vegna ofuránægju sinnar á frelsi þess sem Holland bíður uppá, hmmm!
nr.5 þegar ég og strákur númer 4 fórum að dansa cha cha cha á asískum hóruklúbbi þar sem ég var eina stelpan(kúnni þeas) og það var pornó á skjám út um allt
nr.6 vera búin að ná í dótið í utrecht, ó þvílíkur léttir
nr.7 borðuðum besta mat í heimi á æðislegum restaurant og skrifuðum þjóninum og kokkinum bréf til að bera kokkinum okkar kveðjur og hrós
nr.8 hitta hollensku vini mína á ný eftir marga mánuði, og hitta Hjört og sænsku sætu
nr.9 drekka bjór
nr.10 drekka kokteila
nr.11 syngja á Damtorgi fyrir gesti og gangandi
nr.12 þegar sveitti feiti maðurinn með vindilinn kom og rak Janice út af herberginu okkar þar sem hún var laumugestur
nr.13 kúra í bílnum á leiðinni til baka, eru engin mörk fyrir sjúski?
nr.14 komast í hrein föt og hreint rúm hjá Martine við heimkomu. ummm

nr.15-30 kemst ekki hér á spjöld internetsins, gæti einfaldlega valdið misskilningi og þörf á útskýringum, og það er bara allt of tímafrekt!

næst á dagskrá: flytja, er það ekki bara það besta í heimi: flytja á 2. í þynnku, mánudagur

en það er síðasti dagur leiðinlegasta mánuðs ársins... þvílík heppni!!

föstudagur, janúar 28, 2005

Nýja lífinu fylgja ýmis fríðindi. Eftir klukkutíma fer ég ásamt 4 drengjum héðan úr KaosPilot í roadtrip til Amsterdam. Einn er bílstjóri. Einn er lífvörður. Einn er burðarsveinn. Einn er þjónninn og sér hann einnig um að dýrka mig og dá. Reyndar eiga það þeir allir sameiginilegt. Þessar elskur...

Tilgangur ferðarinnar er nú að ná í dótið mitt til Utrecht sem ég hef verið að geyma þar. Og svo kannski fáum við okkur einn tvo bjóra.... ég veit ekki;)

ég vil hér með óska okkur 5 góðrar skemmtunar!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Já nýja lífið er sko svo sannarlega byrjað og gengur svona vel (síðan í gær). Við erum að tala um að ég mæti 4. fyrst í skólann, borða hafragraut í morgunmat, speltbrauð í hádeginu og salat í kvöldmat, skóladagurinn byrjar á þriggja tíma yoga slash pilates sesssjón, líkamsrækt eftir skóla, grænt "check"vaff hliðina á öllum do-lista atriðum. Vona að þetta líf sem komið til að vera!
Í dag var ég líka í einkaþjálfun í framkomu. Fékk að tala á íslensku og rússnesku fyrir framan bekkinn minn. Sem var gaman. Ég sagði þeim bara leyndarmál á íslensku. Og þau störðu á mig tómum sem og forvitnum augum.

Daman sem ég deili eldhúsi og baðherbergi með hefur látið mig í friði, en hún fer samt á kortersfresti á klósettið. Fylgir það kvillum er kennd eru við geð?

En svo ég gleymi ekki að segja ykkur frá því að um helgina borðaði ég teskeið af smjörlíki (en gubbaði svo) og lét rasskella mig á bossann (með bók nb) af 4 íþróttastelpum. En það var allt í lagi því Matthildur fékk 4 gerðir af hráku í lófann og sleikti meter af gólfinu á meðan Kolla tók mynd með girt niður um sig. Undir þessu söng Hrabba lalalalalllalalalla eins og sönnum keppnismanni er einum lagið. Enda vann hún. Hún vann sem sagt 70mín spilið sem var spilað á laugardagskvöldið sl. Eftir að hafa snætt delissjöss mat sem Mattahildur mín hrissti fram úr hendinni. Ossa skemmtilegt kvöld á Stjerneplatsen. Hins vegar komum við íslensku stelpurnar seinTast í bæinn. EN það var meget sjov, smá væmið hjá mér í lokin...en kallast það bara ekki að standa undir nafni???? ha?

föstudagur, janúar 21, 2005

ER ekki annars alveg eðlilegt að fjarlægja öll hnífapör á heimilinu svo ég geti pottþétt ekki fengið mér að borða?

í hverju er ég lennt???

fimmtudagur, janúar 20, 2005

jáhá það er þá staðfest mál að 20.janúar er dagsetning sem ég ku forðast næstu árin. Fer bara til læknis þann 19.jan og fæ svefnlyf og sef af mér þann 20.
Fyrir ári síðan var ég grenjandi og vælandi og kjökrandi og ælandi og með svo bólgin augu að ég gat ekki haft þau opin né lokuð. Algjerlega búin að fokka öllu upp og það var komið að því að þurfa að svara fyrir það.
Hins vegar fór ég bara heim til Íslands frá Hollandi til að láta vorkenna mér eftir það. Nóg um það.

Í dag byrjaði dagurinn á því að daman sem ég deili eldhúsi og baðherbergi með öskraði og gargaði á mig. Ó mikið er fólk ólíkt í þessum heimi. Hún semsagt hatar mig fyrir það að skilja eftir smá vatn í ketilinum eftir að hafa hitað mér vatn og hatar uppþvottagrindina sem ég ætlaði að gefa henni þegar ég myndi flytja (merkilegt að hafa svona MIKIÐ álit á svona einföldum sem og gagnlegum hlut) En það eru ekki allir eins og það verð ég að virða. En hins vegar er ég búin að vera alveg í mínus í allan dag. Svona eins og fyrir ári. Ekki alveg kannski. En samt....

...20.janúar er með bölvun á sér!

Hins vegar ákvað ég að reyna að sjá það besta við daginn. Mamma var að senda mér nýjasta Idol þáttinn og með fylgdi harðfiskurinn sem mig langaði svo í fyrir nokkrum dögum. Guðný boðin í mat og íslenskt þemakvöld. Og ég sé ekki betur en þetta er að verða hin besta dagsetning. Enda gott rauðvín á boðstólnum og svona;)

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Komin aftur í skólann!
Vá hvað það er gaman, var knúsuð og kysst ég klessu þegar ég mætti í morgun. Mikið er maður pópjúleeeer!!
Brjálað að gera í skólanum. SJálfskoðun á háu stigi sem er bara hressandi svona í upphafi árs. Fullt að gerast framundan:
-flytja
-fara í roadtripp til Hollands að ná í dótið mitt
-fá Hörpu og Ragnheiði í heimsókn
-fara til Vínar í nokkra daga
-sækja um sumarvinnur á íslandi
-lesa skólabækur
-fara til Íslands í páskafrí
-taka fólk í inntökupróf inn í KaosPilot
-fara út í heim að gera 1.árs verkefnið... stefnan núna er e-ð langt. Kannski Asía..?
-klára fyrsta ár af þrem
-koma heim í sumar...MJÓ!

Þessi önn á eftir að fljúga fram hjá mér!!!

mánudagur, janúar 17, 2005

Núna er sunnudagskvöld og ég er ennþá veik. Svo sagði mamma mér að landlæknir hefði sagt að við þessi veiku ættum ekki að fara of fljótt af stað því þá slær manni bara niður og þá erum við sko ekki að græða neinn tíma! Þannig að hér mun ég liggja eitthvað áfram. Og skólinn minn er að fara til Köben á morgun. Ó mig auma!

Svo langar mig svo í harðfisk, já eða cashewhnetur. En ég á bara bolla-aspassúpu og 4 papríkur (í sitthvorum lit) og lítið meir. Kannski sinnep og soyasósu jú.

Hversu lítið er að gerast í lífi manns þegar maður er farin að telja upp það sem maður á í ísskápnum??

laugardagur, janúar 15, 2005

"Það er ekki lengur hægt að segja:
Þetta er ekki hægt.
Það er ekki lengur hægt að segja:
Þetta má ekki.
Það er ekki lengur hægt að segja:
Það hefur áreiðanlega enginn áhuga á þessu og best að taka því bara rólega."

Þetta eru að vísu orð Þorsteins Joð(heyrið þið hann ekki alveg segja þetta??).
En það er einmitt svona hugafar sem er kennt við hann KaosPilot minn. Mér til mikillar ánægju.

Þess vegna hef ég notað veikindi mín í að bóka ferð til Vínar, kaupa mér bók um Heimildarmyndagerð fyrir byrjendur á Amazon. Bókað ferð til Íslands. Leitað að videocameru á góðu verði. Hana mun ég svo kaupa og reyna að læra að festa hugmyndir mínar á filmu ásamt því að klippa þær saman. Skapar æfingin svo ekki bara meistarann???

Eftir eitt ár ætla ég allavegana að vera búin að framkvæma ýmislegt sem svona hindranir eins og hér að ofan eru búin að koma í veg fyrir...ÆTLA GET ÞAÐ MUN ÞAÐ!!!

Þetta er Diljá Ámundadóttir sem talar frá rúminu sínu eftir 68+26 tíma legu.
Greinilegt að það eru þar sem hlutirnir gerast hahahah... Ég er frelsuð.

Amen

föstudagur, janúar 14, 2005

Núna hef ég verið hérna uppí þessu rúmi í uþb 68 klukkutíma. Say no more...

Enginn hefur reynt að gleðja mitt litla hjarta með því að kommenta eins og einum til tveimur orðum. Þess vegna ætla ég að hætta að kommenta hjá öðrum þangað til ég hef fyrirgefið ykkur!

í gær var ég að lesa míns eigins blogg, alveg frá jánúar 2004 til desember 2004. Mér fannst þetta hinn skemmtilegasti lestur og er ekki frá því að mér hafi batnað smá við þetta. Þetta kallar maður græðandi líf sem ég lifi!

Endilega kommentið eða sendið mér email. Ég held að eftir það verði ég nógu frísk til að taka þátt í MissWorld.com í kvöld.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Er komin til Danmerkur en samt ekki...

Stúlkan er bara búin að liggja uppí rúmi í móki síðan í gærkvöldi. Ef ég stend upp þá hringsnýst allt og ég titra, mætti svo halda að einhver hafi tröðið blöðru í hálsinn á mér. Mér finnst eins og ég sé ekki komin til Danmörku. En ég er ekki á Íslandi. Bara í einangrun í "rúmalandi".

Annars litu þær Carrie og vinkonur sjá sig í kvöld og sýndu mér hvernig það er að vera MannhattanGirls. Það var fínn félagsskapur. Þeim tókst meira að segja að láta mig væla meðhþví. Já svona er maður nú meyr, svona lasinn aleinn í úklöndum.

Eitt að því sem ég geri þegar ég er veik er að láta það fara í taugarnar á mér hvað ég get EKKI gert og framkvæmt. Úr því verður hinn laglegasti DO-listi.
Dæmi:

Í júní 2005:
-ætla ég að vera 10 - 15kg léttari. ÆTLA!
-mun ég kunna að klippa (video ekki hár)
-ætla ég að vera komin með GÓÐA vinnu á Íslandi (target eru fundin nú þegar)
-ætla ég að kunna smá á Photoshop
-ætla ég að kunna að tala Dönsku, Norska er OK líka að vísu.
-mun ég veðra orðin sjálfsöguð kona með stóru S. Ekkert kæruleysi lengur!
-verð ég HÆTT að týna eigum mínum. Allavega minnka það í einu sinni í mánuði.

DO IT!

Ok hér stikla ég á stóru. Inní þessu er nú ýmislegt minna og ýmislegt skemmtilegt.
Ég ætla líka að ná í dótið mitt í Hollandi, ég ætla að flytja frá Vestergade 31 til Vestergade 6a, ég ætla að fá Hörpu í heimsókn frá íslandi og við förum til Vínar, svo ætla ég að lesa bækurnar sem skólinn mælir með,koma heim um páskana , skoða heimildarmyndagerðarskóla, byrja að gera möppu með öllu sem ég hef gert, sækja um styrk hjá KBbanka og NÝsköpunarsjóði ofl ofl.

Diskó!!!

þriðjudagur, janúar 11, 2005

A búhh!

ég verð nú að viðurkenna að ég öfunda smá stúlkuna sem keyrði með pabba sínum frá Leif þann 15.desember sl. Hún átti eftir að lenda í brilliant ævintýrum og djamma alls 12 sinnum! Eiga yndisleg jól með tilheyrandi mat og gjöfum góðum. Og margt fleira. Margt margt fleira!

En allt gott verður að taka enda því annars væri ekkert fútt í neinu góðu. En endir þýðir bara byrjun á öðru ef þið ekki vissuð. Og á morgun hefst formlega nýtt ár hjá mér með tilheyrandi átökum, megrunum og glóandi markmiðum sem bíða eftir því að vera slegin. Þessi önn byrjar á workshop sem heitir "Proactive Planlegning". Þannig að eftir það ætti maður nú að vera snillingur á því sviði.

Annars byrjar nú bara árið annað kvöld með því að hún Martine mín ætlar að koma með súpu til veiku vinkonu sinnar og svo verður bara slúðrað um jólafríin okkar í Reykjavík og Osló. Ekki slæmt að koma heim í slíka kósítörn.

Þangað til næst:
bless íslandið mitt.

mánudagur, janúar 10, 2005

Mér var að berast tilkynning frá Fitubollu Íslands. Hún var að opna sitt fyrsta blogg og ætlar sér að fara í átak online. Þar munu verða "before and after myndir", status tekinn á megrunarmarkmiðum og fleiri hugleiðingar fallegrar fitubollu í Þingholtunum.

Svo er bara spurning hvort þessi aðferð virki? Er meira aðhald ef megrunin er gerð opinber?
Það myndi ég halda og ætla þess vegna að fylgjast spennt með!

www.fitubollur.blogspot.com

föstudagur, janúar 07, 2005

Árið 2004...

-var árið sem ég komst inní draumaskólann minn eftir langt og strangt inntökuferli.
-var árið sem ég vissi að ég var komin á réttan stað í lífinu. Í danalandi þeas.
-var árið sem ég bjó í 3 löndum: Holland, Ísland og Danmörk
-var árið sem ég bjó með Maríu á Aragötu og þar var sungið hátt og hlegið dátt dag hvern.
-var árið sem ég fór í mína lengstu og verstu ástarsorg. Gott á mig!
-var árið sem ég vann á Airwaves í 3 eða 4 skiptið og var þetta það lang besta Festival hingað til.
-var árið sem ég eignaðist fullt af nýjum vinum í Árósum. Ossa skmmtlegir allir!
-var árið sem ég bryjaði uppá nýtt í alla staði.
-var árið sem ég flutti frá Hollandi og þangað vil aldrei aftur flytja.
-var árið sem vigtin rokkaði um 10kg.
-var árið sem uppkomst að veggjatítlur væru búnar að vera narta í húsið mitt áratugum saman.
-var árið sem ég kyssti strákana með flottu ættarnöfnin.
-var árið sem ég bætti CoctailDesigner á CV-ið og hannaði hanastélið ÞRO-HOSKI.
-var árið sem ég prófaði SingStar og söng klt saman edrú heima í stofu.
-var árið sem ég keypti mér brúðarkjól.
-var árið sem ég fékk heimsókn að utan og fílaði það eiginlega ekki.
-var árið sem ég var næstum því alltaf blönk.
-var árið sem ég sá Pixies á sviði, tvisvar.
-var árið sem ég mun örugglega minnast sem ár andstæðna: Byrjaði ömurlega, varð betra og betra og endaði æðislega.

Ég held að 2005 verði bara nokkuð skemmtilegt. Ég verð í skóla í Árósum en mjög mikið á Íslandi.
Ég hef sett mér mjög mörg markmið, og ég vill, þá get ég slegið þau! Vá hvað ég er máttug!

mánudagur, janúar 03, 2005

Jólafríið mitt...

er að mínu mati og minna vinkvenna ábyggilega það allra skemmtilegasta í mörg ár. Það er greinilegt að úthald eykst á meðan geirurnar hanga meira suður en fyrir 10 árum. Hins vegar get ég ekki farið út í nein smáatriði kvavarðar áramótaþrenningsDjammið, því það er ekki talið smart að name-droppa í íslensku nútímasamfélagi í dag.

Mér tókst samt sem áður, ásamt Svösnu darling, að vera veislustjóri í brúðkaupi ársins... og það með 5 mín fyrirvara í þokkabót! Við rúlluðum því að sjálfsögðu upp. Til hamingju elsku Anna og Sibbi. Við vonum að nóttin hafi verið notaleg á Nordica. obb obb;)

Mér tókst líka að missa símann minn í klósettið og láta ræna veskinu mínu og eyða heilli nótt ásamt perlunum og syngja í SingStar. Það er góð afþreying. Sérstaklega eftir að hafa verið fullur í 3 daga. Þá er röddin svo sessý.

Ég er ánægð með lífið. Ekki ánægð með veðrið. Ekki ánægð með öfugsnúna sólarhringinn. Ánægð með vinkonur mínar, þær standa sig svo vel! Veit ekki hvað oft ég hef tekið REALITY CHECK MOMENT... fokked upp! En það er mest skemmtilegt að mínu mati!

Bráðum fer ég aftur til Árósarinnar minnar. Hlakka til og kvíði fyrir.´
Hlakka til að hitta alla og koma "heim", fá rútínu á ný,en kvíði fyrir því hvað ég þarf að gera mikið og það er JANúAR!

Meira seinna, ætla að taka eitt lag með Maríu í SingStar. Við erum svo góður Dúett sko. Kl. 16.00 og við vorum að vakna. Sitjum hérna á Aragötunni með kertaljós og þar er orðið dimmt úti og rok og rigning.

SNillD!