þriðjudagur, desember 23, 2003

Núna er ég á Íslandi og mér finnst alveg ofboðslega gaman. Klukkan er 2.19 og það er aðfaranótt messunnar hans Þolláks. Ég var að koma af Ölstofunni og þangað hef ég farið 4 sinnum síðan ég kom heim. Fyndið að sjá alltaf svona andlit sem maður þekkir útum allt. Orðin óvön því. Svo finnst mér afar huggulegt að vera svona aðal, allir að knúsa mig og kyssa þegar þeir sjá mann.
Á morgun er ég að fara að borða skötu í fyrsta skiptið á ævinni. Er að fara með Svanhvíti sem etur alla karlmennina á staðnum undir borðið. Hún sagði að ég mætti samt alveg fá mér plokkfisk... eehhummm
Áðan var ég á Sigga Hall á jólahlaðborði og ég er hrædd um að ég sé búin að borða nóg fyrir 2004. Svo er ég að fara til Denemarken um áramótin. Því meira sem ég hugsa um það því meira hlakka ég til. Meira flakkið á manni alltaf hreint;)

...get samt ekki neitað því að þetta jólastress lætur hjartað mitt slá örar. En svona er Ísland í dag!

Engin ummæli: