fimmtudagur, desember 26, 2002

Jæja það er komin annar í jólum og ég er búin að fitna um 14 kíló og blöbbið gubbast utan á mér, ég get ekki beðið að komast út þessum sjokk öpp nælonbuxum og prumpa eins og hríðskotabyssa. Ég held að ég sé búin að kúka svona 6 sinnum s.l. 2 sólarhringa, sem gerir þá um 6 x 100% aukningu, gera aðrir betur! Maginn er allur á iði og mótmælir öllu bleika og rauða og reykta kjötinu og fyrir þá sem vilja vita þarf ég að kúka ræt ná!

En þrátt fyrir magaverki satans þá hafa þessir 2 sólarhringir very alveg marvelöss og ég vatna gleðimúsum yfir því hvað ég á æðislega fjölskyldu sem sem segjir sex!! Ekkert smá hresst lið og ég er búin að hlæja öll jólin...

þriðjudagur, desember 24, 2002

Aðfangadagur jóla er einmitt í dag og við syngjum.....

var að koma heim úr vinnunni og nú tekur innpökkun við og taka á móti jólasveinum sem koma með pakka fyrir mig og svo fá þeir einn á móti. Svo kíkji ég alltaf til Svanhvítarfjölskyldu og narta í hangjikjöt og hangi þangað til á síðustu stundu, hoppa þá heim í sturtu:) það er alveg eðal!
Gærkvöldið var YNDISLEGT, við vinkonurnar urðum bara tárvotar af hamingju í bænum. Ég var líka ennþá í jólagjafakaupum handa sjálfri mér og keypti 2 pör af skóm íhaaa!!! Svo fórum við stöllurnar í leik; maður fékk stig er maður hitti einn x-lover á laugaveginum, við vorum nú orðnar svo despó í stig að e-rir sleikir frá gegjunni töldu 1/2 stig....hahahhah, þetta er kannski ekki leikur í anda jólanna en það var gaman að skanna fólkið:)
Ég held að Harpa hafi unnið....ekki nema að þessi 2 aukastig sem ég fékk seinna hafi talist með, þá vann ég....defffenettlí!!

Ég nefnilega hitti jólasveininn í gær. Jáhh það var nú gaman, en núna er ég obboðslega sybbin og verð að fara að gera e-ð...ótrúlegt hvað ég hangi í þessari tölvu alltaf hreint. Hey jólakveðjurnar voru að byrja.....jóla jóla jóla jóla jóla.

Ég vona að hátíðarnar verði yndislegar og munið það: Þið eruð öll börn Guðs!! Verið nú þæg og góð!

mánudagur, desember 23, 2002

íhaaaaaaa komin ÞORLÁKSMESSA (og ég borða ekki skötu hmmm)

mér finnst jólin bara byrjuð núna. Það jafnast ekkert á að rölta laugaveginn og hitta alla og allir segja GLEÐILEG JÓL alls staðar...já jólin jólin aaallstaðar, syngja Ellý og Villi í græjunum mínum núna. Ég var að taka smá jólaþrif og innpökkun. Jólagjafainnkaupin heppnuðust svo vel skal ég segja ykkur. Mætti þunn/full í Smáralind (var í þannig ásigkomulagi að mér fannst limalind eða smáralim fyndinn djókur) á laugardaginn og var svooo dugleg skal ég segja ykkur. Rumpaði jólafötunum og nokkrum jólagjöfum strax af á fyrsta hálftímanum....ÞVÍ ÁTTI ÉG NÚ ALDREI VON Á!!!

Ég skammast mín fyrir að hafa ekki nefnt það fyrr; en hún Sara mín kom heim í jólafrí á fimmtudaginn. Ég er nú samt búin að tala svo mikið við hana á MSN að mér fannst eins og hún hefði aldrei farið. En á laugardaginn var haldið spilakvöldspartý í tilefni heimkomunnar. Þetta var mjög kósí og svo var haldið á 22 og dansað í 3-4 tíma, snilld!

Endaði helgina á jólahlaðborði á Sigga Hall í faðmi fjölskyldunnar og svo var að sjálfsögðu horft á "National Lampoons Christmas vacation" Þetta er árlegur viðburður og ég var í vímu þetta var svo huggulegt hjá okkur.

Jæja núna ætla ég að fara að koma mér í bæjinn

PS. ég fer í ekki í kjól um jól, ummmfflllhhh! En ég verð samt töff!!!....að sjálfsögðu:)

föstudagur, desember 20, 2002

ég vildi óska núna að þessar búðir væru ekki opnar til 10, það gerir mann bara meira stressaðan ef maður er ekki í þeim að kaupa jólagjafir eða jólaföt. ég er alveg með sting í mallanum yfir þessu núna því núna sit ég heima og klukkan er níu og ég var að vakna. djö... fór ekki að kaupa gjafir loksins þegar ég átti tími..neiii ég fór aðeins að sofa!

....en ég var líka alveg obboðslega þreytt efir coldplayturnina. Þannig að þetta var allt í lagi. Coldplay dagarnir 2 voru líka mjög skemmtilegir. Harpíta þú ert æði!! Ég bara verð að segja það...Ég vona að við eigum eftir að vera grúppíur 4ever saman!!!!
jeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee há long möst jú veit for ðis!!!

Jebb jebb núna verð ég að fara að drífa mig að gera mig sæta, því leiðin liggur í partý hjá Brynku norsku....ætli það verði ekki sama dressið og síðustu helgi!

Það versta við að djamma svona mikið er að þá getur maður ekki alltaf verið ferskur í taujinu......né í jólagjafa innkaupum á morgun,.....god ég vona að ég verði bara ennþá full í fyrramálið....meiri líkur á að ég taki athyglisverðar og skemmtilegar ákvarðanir!

þriðjudagur, desember 17, 2002

Hefur þú dreymt að þú sért að fljúga? Ég dreymi það reglulega og það er eitt það besta sem ég veit. Á föstudaginn upplifði ég tilfinninguna í raunveruleikanum. Það var á Sigurrósartónleikunum. Þessu mun ég aldrei gleyma og ég hélt að þetta sé líka bara uniek upplifun. Get ekki líst þessu betur...

Hefur þú hlegið svo mikið að þú pissar næstum því í bussurnar? Hefur þú hlegið svo mikið að þú öskrar af magaverkjum? Þetta er líka eitt af því besta sem ég veit. Hlátur er svo frábær tilfinning. Á sunnudagsmorgunn kl. 8 hló ég svo mikið að ég hélt að líkaminn minn myndi springa. Dóri vinur minn var þá að reyna að taka lag af Sigurrósartónleikunum sem við vorum svo ánægð með, en inná milli átti hann heimspekilegar samræður við straubretti.....ok jú hed 2 bí ðer:)

Hefur þú verið í saumaklúbb? Það er æði. Ég hélt litlu jólin fyrir perlurnar mínar á laugardaginn. Þegar ég sat og horfði í kringum mig þá áttaði ég mig á því hvað þetta er frábær samkoma kvenna. Borðum og tölum um ALLT á milli himins og jarðar. Allar svo ólíkar og sterkar týpur. Ég fékk sápu og nuddtæki í mínum jólapakka í skiptipakkaleiknum.

Hefur þú faðmað e-n svo fast að þér finnst þú vera kominn inní hina manneskjuna?
....það er e-ð sem ég hef aldrei upplifað fyrr en núna um helgina og...og.... já það var gott.

Hefur þitt líf e-n tíma verið jafn flókið og mitt(þessa dagana)? Ef þú, lesandi góður, þekkjir mig þá er svarið líklegast "NEI".....
En á e-n óskiljanlegan hátt er ég að fílaðahhhhh!!!!!!!

Allavega: helgin var frábær að vanda...í alla staði fjölbreytileg og eftirminnileg.

föstudagur, desember 13, 2002

FÖSTUDAGURINN 13. !!!!!!


hey, búin að vera svona hálf luuhhn (pínkuponsu þunn) í dag. Gærkvöldið var frábært. Eftir vinnu fórum við vinkonurnar í ljós og svo fengum við okkur leit dinner á vegamótum og svo fórum við á sólon þar sem við hittum miljónamæring sem vildi gefa okkur staup og svo fengum við okkur 5 BEKCS á tilboðsverði...gjöf en ekki sala:)

Hún ástkæra vinkona mín Brynhildur sem ég hef ei séð í fokkings EITTOGHÁLFTÁR lét loksins verða að því að mæta heim á klakann, er búin að eignast barn í millitíðinni sem er barn nr.2 og hann heitir Arent Orri. Honum líður svo vel að hann er sístynjandi unaðsstunum....á ég að borða hann?
Semsagt hún Brynka kom á Sólon í gær eftir að hafa verið á Sigurrós og ég hún og bróðir hennar fórum á tipsy-trúnó!!! mmmm

Í kvöld ég svo að fara á Sigurrós...ég er obbosðlega spennt!!! Svo eftir á verður líklegast e-ð rokkað! Ég er mjög spennt. Ég er líka svo spennt þar sem að ég á frí ALLA helgina. Þarf EKKERT að vinna....vúúúhúúúu!!! Bara hafa gaman:) Á morgun eru svo litlu jólin fyrir perlurnar á njallanum. Ég er, eins og áður segjir, búin að gera allt mjög jóla jóla og hlakka til að fá þær heim. Það er alltaf svo gaman hjá okkur perlunum.

Jæja ég er búin að vinna, ætla í lit&plokk...jóla lit&plokk...vona að það haldist! hmmm

Góða helgi!!!!!!!!!

fimmtudagur, desember 12, 2002

ég gleymdi að segja ykkur að ég fór í kjólinn fyrir jólin í morgun og það var e-r afleysingakennari sem var hommi. hann lét okkur púla eins og við værum í hernum. Öskraði á okkur ÁFRAM ÁFRAM ÉG HÆTTI EKKI FYRR EN ALLIR GERA ÞETTA PÖRFEKT!!!! þetta var svona pallpúl og hann sagði að ef e-r stoppaði þyrfti sú að gera 100 stk. armbeygjur....og var ekki að grínast! ég var geðveikt dugleg, svo dugleg að ég kúgaðist og hann heyrði það og þá tók hann okkur í salsa dill í nokkrar mínutur...shit hvað það var gaman. mér finnst svo gaman að dilla mér.

En djö lét minn maður hlussurnar púla maður ahhahahahahah

....we´re in the army now....jejjjejj in the army...right now...

ps. oddlaug var að sofna og núna ætla ég að setja á mig húfuna og skeggið og setja sætan hafmeyjubleikanpenna í skóinn hennar...hún sett samt báða...hmmmm!

pps. en hvar er jólasveinninn minn? :) ég er búin að vera svooooo þæg...alveg síðan á sunnudaginn allavegana:)

miðvikudagur, desember 11, 2002

cumslut barbie


eeehhuuummm...já kannski ekki alveg í anda jólanna...hehhh:)
ég ætla að linka á tvær frábærar bloggsíður...annars vegar dömustaði og svo er það hún ásta ló sem ég var að kynnast í bloggheimum í gær...hahahhaha, já maður er alltaf að eignast nýja vini hérna sko! Tjékkiði á þeim...
ég er svo spennt ég er að deyja!!!! ég verð með hana Oddlaugu mína (3 1/2 árs) í nótt og það þýðir það að ég verð jólasveinn í nótt. oh svo þegar hún vaknar í fyrramálið...sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?? ooh ég er alveg að fýla mömmuhlutverkið.

Við erum á leiðinni með mömmu núna í Blómaval að kaupa jólatré. Svo ætlum við að setja jólalög á og skreyta saman. Er ég ekki besta mamma í heimi:)???

þriðjudagur, desember 10, 2002

Klukkan er núna að verða eitt um nótt, ég sit hérna með lappan á löppunum og hlusta á jólalög( ég sver það, mér finnst jólalög æææði, mér líður svo vel þegar ég hlusta á þau).

Nýkomin heim úr frekar skrýtininni heimsókn. En hún Kolla mín er komin á spítala og er á einangrunardeild. Ég þurfti sem sagt að þvo mér allri mjög vel áður en ég kom inn og fara í síðan gulan slopp, fara í skóhlífar, setja á mig gúmmíhanska og svo toppurinn: Þurfti að vera með e-a massagrímu líka. Ekkert smá steikt stemmning! hahahahahhahahah. Þarna sátum við Heiða (kærastan hennar) í múderingu dauðans hjá Kolls, en hún var auðvitað mjög sexý í átfitti "EIGN ÞVOTTAHÚS SPÍTALANA"...gæðamerki.

En þetta var bara kósý, við horfðum á Skjáááá einn og Diljá tókst meira að segja að sofna smá (ég sofna ALLTAF fyrir framan sjónvarpið), vakanði svo þegar Kolla var að öskra á e-a hjúkku sem var að rassamæla hana með alltof s´torum rassamæli ahhahahahah!!!

En þetta var nú skárra en síðast þegar ég kom að heimsækja Kolls. Þá var hún nýkomin úr aðgerðinni sem hún fór í s.l. vetur. Ég mætti galvösk umhyggjusöm vinkona á svæðið....og endaði á klósettinu að gubbandi.
Jáhh, spítalastemminig fór e-ð í Diljá þá. Varð e-ð um og ó við að sjá vinkonu mína svona veika...já og lyktin fór e-ð í mig held ég líka ahhahaha...

En Kolla verður vonandi ekki lengi í þetta sinn, við biðjum bara til Guðs og sendum englana okkar til hennar. Þeir passa hana:)

þeir sem umgangast mig talsvert vita að ég er mjög gjörn á að týna hlutum....eða sko þeir týnast frá mér, Í ALVÖRU!!!! mamma var búin að lofa að gef mér gleraugu í jólagjöf, svona þar sem að sjónin er að verða ansi nærsýn. En svo í gær þegar ég var að tala um að við þyrftum nú að fara velja e-a umgjörð sagði hún harðákveðið: "Ég er hætt við að gefa þér gleraugu Diljá! Ég bara þoli ekki að vita að þau munu ekki duga út janúar"!!!! Já ok þetta er alveg satt....En svo bætti hún við: "Ég var að hugsa um að fara á bílauppboð hjá Vöku og kaupa handa þér bíl í jólagjöf....þú myndir nú ekki týna honum."

Á ég bestu mömmu í heimi eða hvað???
...ég held samt að ég fái ekki bíl sko, það er náttúrulega svo dýrt fyrir mig að borga tryggingar af honum.

mánudagur, desember 09, 2002

Jæja þá er mánudagur...hehhh uppáhalds dagarnir mínir...hmmm!

Helgin var mjög skemmtileg. Ég gerði þrennt: ég vann, ég djammaði og ég var þunn. Svona rétt á meðan ég gerði allt þetta þá náði ég líka að flækja líf mitt alveg heilmikið. Er reyndar búin að vera gera það svona s.l. mánuðinn hægt og rólega. En hingað til bara hlegið og haldið áfram.
Ég er búin að hugsa um þetta í allan dag. Hugsa og hugsa en fæ enga niðurstöðu. Sem betur fer er ég ekkert blue yfir þessu. Meira bara svona gáttuð á sjálfri mér. En fyrst að ég fæ enga niðurstöðu þá verð ég bara að leyfa tímanum að ráða. Ég er nú soldið spennt að sjá hvað verður....;-)

fimmtudagur, desember 05, 2002

5.desember

5.desember er minnistæður í mínum huga. Á þessum degi hefur margt gerst í mínu lífi. Bæði ánægjulegt og sorglegt.

Fyrir 6 árum dó hún Elín Birgitta vinkona mín. Ég veit ekki ennþá hvernig hún dó, annað hvort var það slys eða sjálfsmorð....
Fyrir 6 árum varð ég líka "fullorðin", í þeirri merkingu að þá fór ég að búa sjálf...onmæón!
Fyrsta kvöldið á Frakkastíg fór í að vatna músum og skrifa minningagrein. Það er samt ótrúlegt hvað sorgin kennir mér margt. Þetta kvöld sá ég líka hvað ég á góðar vinkonur að. Minningin um hvað Svanhvít var mér góð þetta kvöld, er mér mjög kær. Hún veit það ekki sjálf samt....ég ætti auðvitað að segja henni það.
Fyrir 7 árum var Orri Steinn vinur minn jarðaður. Ég komst ekki í jarðaförina því þá bjó ég í Hollandi. Man eftir að hafa komið heim úr skólanum þennan dag sest niður og grátið í hljóði, tárin bara láku niður. Ég vissi ekki afhverju. En seinna komst ég að því að á staðartíma heima á Íslandi var jarðaförin að byrja, þannig að þessi tár voru fyrir Orra Stein.
Þann 5.desember eru samt alltaf haldin jól í Hollandi. Eða þá kemur jólasveininn (St.Klaas) í heimsókn og skilur eftir fuuuullt af pökkum í ganginum. Þar sem að ég var komin með eina hollenska fjölskyldu (mamma átti hollenskan mann) fékk ég líka gjafir frá St.Klaas. Þannig að ég ég fékk í rauninni alltaf 2 jól þessi ár sem ég bjó þarna í Hollandi.

Eins og þið sjáið þá hefur 5 desember oft verið dagur til að muna eftir í mínu lífi. Dagurinn í dag er ennþá búinn að vera ansi tilbreytingarlaus, en hann er ekki búinn ennþá.
Ég læt ykkur vita á morgun hvort e-ð hafi gerst...;)

miðvikudagur, desember 04, 2002

úpps sá að þetta er doldið mikið, þetta próf hér að neðan.....:)

er núna heima frá vinnu í dag, meikaði ekki neitt í morgun. Fór í gymmið en þurfti að fara úr tímanum eftir korter, leið svo illa. Var svo bara í móki uppí rúmi til að ganga 2 með hausverk satans og öll sveitt og óglatt. Er núna aðeins betri, fór í sturtu og borðaði aðeins. Það er samt eins og líkaminn sé alveg búin á því eftir svona vanlíðan, ég er öll svo aum og tussuleg e-ð. Sýnist samt að ég sé ekki að fá neina flensu...thank god!
Maður hefur líka gott að því að hvílast endrum og eins. Mitt líf er eitt stórt prógram og kapp við klukkuna endalaust hlaupandi á milli vinna. Svo þegar ég á smá frí þá reyni ég að gera sem mest úr því og skipulegg heljarinnar dagskrá til að koma sem mestu í verk. Kannski ekki skrýtið að e-ð gefi sig á svona annatímum. Ætla núna að leggjast uppí rúm og lesa aðeins í Röddinni:)
Maður er alltaf að fá svona test. Mér finnst þau æði, elska próf að þessu tagi! Ákvað bara að prófa að skella einu hérna inná bloggið mitt. Finnst samt alltaf soldið fyndið að svara enskum spurningum á íslensku. Nennni bara ekki að þýða og svo finnst mér kjánalegt að svara þeim á ensku......


1.What time is it? klukkan er 14:42
name that appears on your birth certificate:
Diljá Ámundadóttir
2.Nickname:
DJ Diljá(Sara, Dóri og Jói), Dill(Svanhvít og Petra) og Delilahh (Harpa Rut) og eiga þau einkarétt á þessum nöfnum!!!
3.Parents names: Ámundi og Hildur og jú Þóra líka
4.Number of candles that will appear on your next birthday cake:
24 kerti!
6.Date that you will blow them out:
6.apríl
7.Pets:
já hún Daníela kisan mín sem væmnasta og forvitnasta kisan í 101
8.Eye color:
blá (þau skipta samt oft um lit og taka allan bláa og græna skalann)
9.Hair color:
ég litaði það brúnt í haust
10. Piercing:
neibb
11. Tattoo:
nei og ég sá eina fimmtuga konu um daginn sem var með eitt slíkt á hálsinum og fékk það staðfest að ég vil ekki vera eldri kona með tattoo
12. How much do you love your job:
er í 4 vinnum og þær eru allar frábærar á sinn hátt....grúppíustarfið er samt skemmtilegast!
13. Favorite color:
bleikur
14. Hometown:
101 reykjavík
15. Current residence:
101 reykjavík
16. Favorite food:
sushi
17. Been to Africa:
nein en ætla mér að fara þangað e-n daginn, veit samt ekki hvert í afríku...
19. Loved somebody so much that it made you cry:
já...uuhhuhuhu það er ekki gott
20. Been in a car accident:
já, en ekkert alvarlegt samt
21. Croutons or bacon bits:
já já, veit samt ekki alveg hvað átt er við sko
22. Sprite or 7 up:
sprite er ok
23. favorite movie:
núna síðast Hafið, annars eru það mjög margar
24. Favorite Holiday:
jólin eru æði, þar með talið allt sem á undan kemur
Favorite day of the week:
allir nema mánudagar, ég er ekki með sjálfri mér á mánudögum eeehhh
27. Favorite toothpaste:
colgate með xylitol
28. Favorite Restaurant:
sticks ´n´ sushi mmmmm, helst með góðum hóp og fullt af hvítvíni
29. Favorite Flower:
æ svona hvít stór á þykkum stöngli
30. Favorite cola:
æ bara ískalt með klökum með pizzu, annars finnst mér kók ekkert spes. Finnst þessi nýju (vanilla og lime) viðbjóður!!!
31. Favorite sport to watch:
skíði
32. Preferred type of ice cream:
Hagendash
33. Favorite Sesame Street Character:
Bert&Ernie
34. Disney or Warner Bros:
Warner Bros
35. Favorite fast food restaurant:
KFC
36. When was your last hospital visit?
mmmm ég man ekki, jú í stúdentsprófunum þegar ég hélt að ég væri að deyja úr heilahimnubólgu hmmmm! Svo fór ég í HIV prufu um daginn....og er CLEAN jeeeee!
37. What color is your bedroom carpet:
svona ljósbrúnt, voða fínt og stórt
38. How many times did you fail you driver's test:
einu sinni á bóklega ooohhh
39. Who is the last person you got e-mail from before this:
Katrín perla úr Kvennó að skrifa e-a sögu sem ég skildi ekki alveg...ehhh
40. Have you ever been convicted of a crime:
nei, en arnhildur fór einu sinni á skilorð fyrir að finnsa gsm síma og selja hann ahhahahaha!!!
41. What store would you choose to Max out your credit card in:
Urban outfitters, það er svona búð með fullt af töff fötum, allskonar sniðugu dóti fyrir heimilið og skemmtilegum bókum...en hún er bara í úklöndum :(
42. What do you do most often when you are bored?
Á netinu eeehummm
43. Name the person that you are friends with that live the farthest away:
Frænka mín hún Nanna sem er í LA
14. Most annoying thing people ask me to do:
Slappa af! Þá líður mér eins ég sé e-ð híper frík....
45. Bedtime:
ég fer yfirleitt um 12-1 að lúlla
Favorite all time TV show:
Friends og Sex in the city, svo er ég líka Simpsonfan af líf og sál
49. Last person you went out to dinner with:
guð ég man það ekki!!! ég skil samt ekkert í mér að muna það ekki þar sem ég fer 1-2 viku út að borða....
50. Last movie you saw in the theatre:
Í skóm dekans, fannst hún mjög góð!
51. Time when you finished: 15:01

þriðjudagur, desember 03, 2002

Mig vantar deit á laugardagskvöldið kl.23.30 til þess að koma með mér á KVETCH í Vesturporti

mánudagur, desember 02, 2002

perfect boobs



Mmmmm...Your Boobs Are Perfect!


Shapeley, firm, and a total man pleaser. Well, at least for now.

Remember that beauty fades (unless you have a fake pair)!

Your perfect breasts eventually will go sour - and South!



Do *You* Need a Boob Job? Click Here to Find Out!

More Great Quizzes from Quiz Diva

jæja, ég gafst upp á Hundabókinn (er sú gagnrýni þá ekki bara komin) og nú tekur Röddin við. Hlakka til að hakka hana í mig! íííííhaaaaaa!

Núna er vinnudagurinn búinn og ég ætla heim að skreyta meira, setja upp seríu og jólastjörnu og svona. Svo ætlar engillinn hennar Kollu, hún Heiða að koma í vikunni að hengja upp allar ljósakrónurnar mínar. Vá þá tekur íbúðin mín sko kipp!

Var e-ð að reyna að finna jólagjafir í huganum í dag...en fann ekki neitt! Shitt er komin með smá kvíða:s
Ég komst að svolitlu í gær. Það er ekki sama með hverjum ég fer í bíó eða horfi á video. Ég og Svanhvít höfum ekkert verið neitt geðveikt duglegar að fara saman í bíó í gengum tíðina en þegar við höfum skellt okkur saman þá höfum við yfileitt farið á afleitar myndir og annað hvort viljað ganga út en ekki viljað það vegna peningapirrings (þeas ekki þolað að borga okkur inn og svo labba bara út) eða bara sagt fokk itt og gengið út (þá er það þegar ég er búin að liggja sofandi og slefandi á öxlinni hennar í hálftíma)
Já það er líka e-ð við okkur Svönsu og Bíóborgina, þar höfuð við alltaf farið á þessar ömurlegu myndir.....er þetta tilviljun eða bara "örlögin"???

Svo er búin að fatta það núna að ég á ekki að horfa á video með Dóra vini mínum. Við erum búin að vera soldið mikið í videoi undanfarið og nánast alltaf setið eftir (þeas ef ég hef ekki sofnað) og verið bara: "jáhá...hehhhhummm"!!! "þetta var frekar spes mynd" Og um daginn slökktum við bara og horfðum frekar á RÚV en myndina sem við leigðum. Í gær horfðum við á Monster´s Ball og jáhá, ekki nógu ánægð. Svona er þetta stundum. Stundum finnst manni bara ekki myndirnar sem öllum hinum finnst góð, góð. En kannski var þetta af því að við horfðum´á þetta saman og við eigum video örlögIN.....hmmmm! Veit ekki....hvað finnst ykkur?
Það eru nokkrir hlutir sem ég get ekki og sama hvað ég reyni að vanda mig þá get ég það ekki:

-ég get ekki rifið plastfilmu í sundur og notað hana án þess að hún krumist öll og festist saman
-ég get ekki skorið brauð. Það verður alltaf 3cm að þykkt einum megin og svona 0,5cm öðrum megin
-ég get ekki vaskað upp glös. Þau verða aldrei kristalsklír hjá mér
-ég get ekki skilið hvernig jólasería sem ég pakka niður janúar og vanda mig að ganga frá henni geti verið orðin ein stór flækja eftir 11 mánuði ofan í kassa. Ekki nema þær séu lifandi og hreyfi sig...hmmm!
-ég get ekki bakkað í stæði og viðurkenni það stolt. Ég get það ekki og reyni ekki lengur, ég er bara ein af þeim sem legg illa og er alveg sama!

Svo er líka fullt af hlutum sem ég get og geri vel, þannig að....
En afhverju get ég ekki gert þetta? Þetta er nú ekki erfitt...jú kannski þetta með skilninginn á jólaseríunni:)