mánudagur, júlí 31, 2006

Viðrar vel til...

Sigurrósartónleika. Á Klambratúni.
Klukkan er núna 2 um nótt og tónleikar Sigurrósar kláruðust fyrir tveimur tímum. Ég er ennþá með gæsahúð og get ekki sofið. Ég stóð á besta stað hljóðlega séð og svo var ég líka með sjónvarpsskjá frá RÚV fyrir framan mig, þannig að ég sá líka nálæg skot af hljómsveitinni á sviðinu. Mörg lögin hef ég heyrt oftar en öll önnur lög í lífi mínu, en ég fæ einfaldlega ekki leið á þeim. Þau eiga mig alveg og mér líður svo einstaklega vel þegar ég heyri þau. Núna langar mig ó svo heitt í Ásbyrgi nk föstudag. Það væri svona beyond heróínskot í æðar mínar. Held ég.

... brosandi, hendumst í hringi, höldumst í hendur
allur heimurinn óskýr

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ sæta mús, langaði að segja hæ og sorrý að ég gleymdi að segja bless um daginn, en það var ekki af illgirni, heldur var smá dram hjá vinkonu minni. Svo ekkert persónulegt var bara utan við mig. En ég elska þig og það var ýkt gaman að hitta þig babe,
Love Puff Mama

Nafnlaus sagði...

I have been looking for sites like this for a long time. Thank you! upskirt http://www.voice-over-ip-8.info insurance Cadillac mirage images Mortgages san antonio tx Acute bronchitis and levaquin Vicodin for dogs mortgage brokers Free online credit report service