fimmtudagur, júlí 20, 2006

Eins og aðdáendur fyrrverandi rokklingsins(það mun vera ég) vita að þá er hún að vinna í Latabæ...eða Lazytown eins og þeir segja í útlöndum og þeir sem glóbal eru (ó já það mun einnig vera ég) Já og LazyTown er stór og merkilegur vinnustaður. Mikill hraði og aksjón, og ALLTAF á eftir áætlun. En það tilheyrir bara þessum bransa. The biz (já í honum er ég að vinna sko)

En já, Lazytown er svona opið vinnurými, allavega stór hluti. Og þá heyrir maður í öllum tala saman, tala í símann, símhringingar, söngl og fleiri hljóð. Og ég á mér eitt mjög skemmtilegt áhugamál sem ég get stundað svona while i am working. En það er að byrja að söngla lag, eða flauta lag. Og svo tel ég hvað það eru margir komnir með það á heilann og byrjaðir að söngla það. Án þess að vita alveg hvaðan það kom...
Mjög skemmtilegt. Gerði þetta í Kvennó líka á sínum tíma. Klikkar ekki. Prófið þetta.
(í dag hef ég verið með; vertekki að horfa svona alltaf á mig, nylon lagið, loosing a friend og dallas)

Já já, það er sól úti og heppnir íbúar Latabæjar hafa stolist til að láta sig hverfa útí sólina. Ég er ekki eins heppin. Fæ að fara kl.16 á morgun og þá fer ég útí ÓVISSUNA. En MajBritt er að skipuleggja árshátíð vinahópsins og við megum ekki vita neitt. Elska svona.
Svo fannst mér tími til kominn að halda gott partý fyrir Latabæ. (eins og ég hafi verið hérna í langan tíma ) og fékk leyfi fyrir því hjá framleiðandanum. Komin með nefnd í málið og fyrsti skipulagsfundur á morgun. Veih. Partý auka vinnugleði...vinnugleði eykur afköst...ikke sant?

Kveð að sinni
Amen

3 ummæli:

Tótla sagði...

Ég hlakka bara svo til þegar við stofnum okkar eigins stuðfyrirtæki...partý alla daga til að auka afköst ;)

Dilja sagði...

...og afköst auka pjéninga! shit ví ar góíng tú bí lóded tótls!!

Nafnlaus sagði...

Where did you find it? Interesting read Pittsburgh girls u12 hockey http://www.cheaplaptop5.info View utitility bill online Joan baez silent running message boards online pharmacies Imitrex lawsuits phentermine diet pills Didrex forum