miðvikudagur, júlí 19, 2006

la la la laaaala la laaah....

þetta er ég með á heilanum núna og í glimrandi góðu skapi. Þetta er semsagt endirinn á hinu hrika vinsæla JeffWho? lagi sem tröllríður landanum þessa dagana. Elska þetta orð, "tröllríður". Ég hefði viljað vera með í upptökunni á músikkvidjóinu. Svaka stuð. Minnir mig á eitt kvöld í mars 98. Þá fórum við Loftkastalakrakkarnir (og Svanhvít með Oddlaugu í maganum) að djamma á Kaffibarnum með Cirkus Cirkör eitt mánudagskvöldið. Þetta er án efa eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað. Við dönsuðum og sungum og hoppuðum eins og enginn væri morgundagurinn. 'Finnsk þjóðlagatónlist hélt uppi stemmningunni og er ég enn að leita að þessum disk. Í lok kvöldsins gerðum við öll samkomulag um að fara heim pakka niður í tösku, taka passann og visakortið...svo ætluðum við uppá völl og vakna í London.
Hver og einn beilaði. Djöfulsins skynsemi alltaf hreint!

Í annað; ég er búin að vera vakandi síðan klukkan hálf fimm í nótt. Fékk óvænta heimsókn sem fékk mig næstum því til að andast úr hlátri í forstofunni heima hjá mér. Vá hvað drukkið fólk getur verið fyndið. En svo var bara haldið í ræktina uppúr sex og tekið á því. Þar talaði ég líka við morðingja. Það er þá annar morðinginn sem ég tala við í mínu lífi. Já það er ekki hægt að segja annað en ég lifi á brúninni.

Og nú er sólin mætt á svæðið og ég er rúmlega hress og kát í dag! Vona að allir séu það, það er svo miklu miklu skemmtilegra!

bæjó

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Morðingi??
Fyllibytta??
Ræktin??

Ég á ekki eitt einasta orð...!
Matta

Nafnlaus sagði...

Vá hvað það var magnað kvöld! Algjörlega efst á skalanum yfir skemmtileg djömm! Var það ekki diskurinn þeirra sem við spiluðum,, mættum inn á KB og yfirtókum cd spilarann með diskinn þeirra:) Svo ef ég er að muna rétt (kannski var það annað kastalakvöld,, þá sátum við öllu uppi á KB og hringdum uppá völl.. konan sem svaraði okkur vildi ekki bóka heldur sagði okkur að hringja daginn eftir,, og þar með fór það. Daginn eftir var áfengið farið og vitið komið aftur. Takk fyrir að rifja upp þetta snilldarkvöld!! Góðar minningar

Dilja sagði...

ruglaðist; þetta er þriðji morðinginn sem ég tala við í lífi mínu.

já það passar einmitt tinna, sátum uppi á KB að hringja í icelandair og svo í fólk í london að fá að gista hjá þeim.

Nafnlaus sagði...

já já,, ég bauð öllum svefnpokapláss á gólfinu hjá Möllu algjörlega án þess að tékka á henni fyrst. Hélt að það yrði nú ekkert mál.. 10 manns í sleepover