þriðjudagur, júlí 11, 2006

So kiss me and smile for me

tell me that you'll wait for me
hold me like you'll never let me go
I'm leaving on a jetplane....

Er búin að vera með þetta lag á heilanum núna í 2 sólarhringa. Eða síðan það var spilað í flutningi Jóhönnu minnar á risaskjá í brúðkaupi Möggu Lilju Perlu og Ingvars sl laugardagskvöld. Til hamingju yndislegu hjón, nýbökuðu hjón! Nú er Magga okkar orðin frú og í tilefni þess var haldin frábær veisla. Við perlurnar vorum háværa borðið, með framíköll og fliss. Þótt nafn hópsins sé væmið og saklaust eru meðlimir allt annað en hlutlausar og flatar ungar konur. Við erum 8 háværar, skoðanasterkar, tilfinningaríkar mjög svo ólíkar ungar konur. Ég get sagt ykkur það að ég tók hlutverki mínu sem eina einhleypa "bridgetJones" vinkona Möggu mjög alvarlega, eða alvegvega alla leið.
Væri voða gott ef ég gæti líka þroskast uppúr því að halda að þótt það sé frítt áfengi að þá þurfi maður ekki að drekka meira en góðu hófi gegnir. Já það væri voða gott...

Brúðkaup eru yndisleg. Ó svo mikil hamingja og gleði. Næsta brúðkaup er næstu helgi.
3 weddings and a funeral-sumarið hennar Diljá. En bráðum fer ég í jarðaför að kveðja hana Guðrúnu "gömlu" P. Helgadóttur. Þessi elska kvaddi okkur í sl viku. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni, merk kona. Og Aragötu minningar verða vel geymdar. What happens in Aragata, stays in Aragata;) Bara milli mín og þín vina mín.

Sit hérna í risasófanum á Laugaveginum. Hlusta á Jetplane á repeat. Búin að vaska upp, búin að taka úr vélinni, reykelsi og kerti í kringum mig. Voða ljúft. Borðaði áðan með Ingibjörgu og Höllu á Næstu grösum. Í dag fékk ég nýjan síma og nýjan bíl. Materialgirl in ma-ma-material world. Já lífið er ljúft.

...don't know when
I'll be back again,
oh babe I hate to go.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast ! Þetta var náttúrlega bara brill. brúðkaup ! Ánægð með borð númer 10...
Sé að þú verður með textann á hreinu næst... hahah ;)
Jóhanna

Dilja sagði...

jáhá verð sko með textann a hreinu. Mér finnst þetta lag flottast í þinni útáfu. sorry vesenið á mér þegar þið voruð að fara, var bara að frétta það í gær...obb obb

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo geggjaður bloggari...ég ætla að kommenta á þig á hverjum degi og mæli með því að aðrir geri það líka....ha Sigga ?!?!?

Maja pæja sagði...

já brúðkaup eru það allra skemmtilegasta... hlakka til að mæta í þitt mín kæra ;)

Nafnlaus sagði...

pant fá herbergi með útsýni út á sjó og kannski líka með útsýni yfir litlu svörtu kirkjuna sem ekki brann með öllu hinu á fallegasta stað á Islandi. Í brúðkaupinu þínu það er að segja:)
Ég er með Ragnheiði Gröndal á heilanum, "sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið" viðeigandi huh,, af því ég er nú svo ástfangin og að drukkna í rómantík.. heh.

Dilja sagði...

tótla ég mana þig! stattu nú við orð þín!!!:D

ó já mitt verður ekkert smá skemmtilegt. hlakka mikið til að gifta mig. og það á Búðum...vei vei