Það er bara allt að fara til fjandans á Íslandi! Verðbólga, gengisfall, hóp-uppsagnir og fleira og fleira. Þetta er alveg að fara með okkur jöfrana miklu og bestu...
...Eða hvað?
Jú vissulega er ekkert góðæri í gangi í dag. Æi höfum við ekki bara líka gott af því? Það finnst mér allavega. Mér þykir það bara fínt að sjá hvað mig virkilega vantar í minn hversdagsveruleika til að fullnægja degi hverjumi. Er það ekki bara soldið rómantískt að gera meira úr minna, finna synergíuna í litlu hlutunum. Hafa aðeins meira fyrir hinu og þessu og finna sigurtilfinningu eflast.
Mér líður alltaf soldið vel þegar það skapast "þjóðarástand". Þegar við finnum samkennd og stöndum saman. Hvort sem það er snjóflóð, rafmagnsleysi&þoka eða jú fátækt&kreppa.
Svona er raunveruleikinn. Raunveruleikann finnum við ekki í svörtum jeppum, Philip Starck vöskum, iPhone eða Prada sólgleraugum. Er það nokkuð?
Auðvitað er ég hrædd við verðbólguna, en ég get lítið gert. Í staðinn hef ég ákveðið að mæta henni í blíðu en ekki í væli og stríðu. Hver er memm?
miðvikudagur, apríl 30, 2008
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Afhinuogþessutilgangslausueðaekkisvotilgangslausu
Jæja þá er ég búin að skila skattaframtalinu fyrir árið í ár. Það verður spennandi að sjá hvað ég fæ ógeðslega mikið af vaxtabótum. En sl ár er einmitt það fyrsta ár sem ég hef ekki verið að djöflast sem verktaki í tíma og ótíma. Það er fatal fyrir vaxtabæturnar. Ég er hins vegar strax búin að eyða vaxtabótunum í hugangum.
Núna á eftir ætla ég í tíma sem heitir "Leikfimi" upp í world class. Í lýsingunni um tímann segir:
Mjúk og hressandi leikfimi með góðum teygjum og ljúfri tónlist. Góður leikfimitími þar sem þú ferð brosandi út. Hentra öllum aldurshópum. Hlökkum til að sjá þig!
...Eitthvað grunar mig að ég verði yngst í þessum tíma. En án efa ekki í besta forminu. Ó nei ó sei.
Þessar kellur sko!
Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Ég drakk ekki dropa af áfengi, og úr varð því mjög innihaldsrík helgi, þar sem mikið verður úr dögunum vegna ferskleika. Helgin innihélt:
-mig í karókí, söng 8 lög.
-mig að borða sushi á Sushi Train. Bæði föstudagskvöld og sunnudagskvöld. Nammi.
-mig á tískusýningu þar sem ég sá ekki neitt
-mig í konupartýi "Konur eru konum bestar"-gott framtak hjá Þórdísi!
-mig á útskriftarsýingu LHÍ. Mjög mjög gamn.
-mig í kick-boxi, að springa og nánast drukkna í vatni.
-mig og HK í spa-i í tæpa 2 tíma.
-mig sem boðflennu í LHÍ partý-i.
-mig í konunglegu spelt-vöffluboði í Hafnarfirðinum, hlægjandi meira eða minna í 2 tíma.
-mig á rokkóperunni JesuS Christ Súperstar.
-mig á organic Icelandic fish and chips. Mmm
-mig á rómantísku trúnó með Helgu Kristínu á Næstu Grösum.
-mig í heimsókn hjá afa og ömmu
-mig með vaxandi harðsperrur
-mig í hressandi morgun-kaffi og ristuðu brauði á Te og Kaffi og tímarita lestri
-mig á opnun og tónleikum listakonunar Unnar Andreu í gallerí Lost Horse
-mig í tvöföldum expressó á Boston - og finna áhrifin koma í titringi.
-mig og Helgu Kristínu á rúntinum niður Laugaveginn.
-mig að sakna Kamillu og eiga gott símtal með henni.
-mig, Hallie, Fífu og Hlédísi hlæja svo mikið að það kom næssstum því blautt í bussurnar.
tekið skal fram að þessi atburðarrás er ekki í réttri röð
Lífið er gott eða la vita e bella eins og þeir segja erlendis. Wonderful wonderful life.
Núna á eftir ætla ég í tíma sem heitir "Leikfimi" upp í world class. Í lýsingunni um tímann segir:
Mjúk og hressandi leikfimi með góðum teygjum og ljúfri tónlist. Góður leikfimitími þar sem þú ferð brosandi út. Hentra öllum aldurshópum. Hlökkum til að sjá þig!
...Eitthvað grunar mig að ég verði yngst í þessum tíma. En án efa ekki í besta forminu. Ó nei ó sei.
Þessar kellur sko!
Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Ég drakk ekki dropa af áfengi, og úr varð því mjög innihaldsrík helgi, þar sem mikið verður úr dögunum vegna ferskleika. Helgin innihélt:
-mig í karókí, söng 8 lög.
-mig að borða sushi á Sushi Train. Bæði föstudagskvöld og sunnudagskvöld. Nammi.
-mig á tískusýningu þar sem ég sá ekki neitt
-mig í konupartýi "Konur eru konum bestar"-gott framtak hjá Þórdísi!
-mig á útskriftarsýingu LHÍ. Mjög mjög gamn.
-mig í kick-boxi, að springa og nánast drukkna í vatni.
-mig og HK í spa-i í tæpa 2 tíma.
-mig sem boðflennu í LHÍ partý-i.
-mig í konunglegu spelt-vöffluboði í Hafnarfirðinum, hlægjandi meira eða minna í 2 tíma.
-mig á rokkóperunni JesuS Christ Súperstar.
-mig á organic Icelandic fish and chips. Mmm
-mig á rómantísku trúnó með Helgu Kristínu á Næstu Grösum.
-mig í heimsókn hjá afa og ömmu
-mig með vaxandi harðsperrur
-mig í hressandi morgun-kaffi og ristuðu brauði á Te og Kaffi og tímarita lestri
-mig á opnun og tónleikum listakonunar Unnar Andreu í gallerí Lost Horse
-mig í tvöföldum expressó á Boston - og finna áhrifin koma í titringi.
-mig og Helgu Kristínu á rúntinum niður Laugaveginn.
-mig að sakna Kamillu og eiga gott símtal með henni.
-mig, Hallie, Fífu og Hlédísi hlæja svo mikið að það kom næssstum því blautt í bussurnar.
tekið skal fram að þessi atburðarrás er ekki í réttri röð
Lífið er gott eða la vita e bella eins og þeir segja erlendis. Wonderful wonderful life.
miðvikudagur, apríl 16, 2008
Ég heiti Diljá og ég er með influensu
Hér á Njallanum hefur ríkt gífurleg stemmning síðast liðnu þrjá daga, en hér hef ég legið með flensu í allri sinni dýrð. Nú er ég á degi þrjú og neita því ekki að dapurleikinn er að detta inn í auknum mæli. Mér líður smá eins og ég sé í fangelsi.
Í dag hefur þó ríkt ákv framkvæmdargleði sem fylgir því að vera eirðarlaus, í fangelsi.
En ég hef verið að skipuleggja lífið eftir flensu, post influensa eins og þeir segja á fagmálinu.
Afrek dagsins (framkvæmd í rúmi, við borstofuborð og í sófa)
-pantað ferð til New York á Vildarpunkta-tilboði. Álagið hjá Icelandair er hinsvegar svo mikið að ég er ennþá á hold, og bíð því spennt eftir því að sjá hvort ég fái að nýta mér tilboðið góða, eða 16.900kr fram og til baka til eplis.
-látið mömmu panta ferð fyrir okkur mæðgur til San Francisco í Thanksgiving ferð, á sama tilboði. Sjáum hvað setur.
-pantað bláu og grænu(held ég) tunnurnar. Hér á Njálsgötu skal flokkað og borin virðing fyrir umhverfi voru héðan í frá.
-pantað á Sá Ljóta í Þjóðleikhúsinu.
-skipulagt ferð á útskriftarsýningu LHÍ
-reynt að redda mér korti á Græna Ljósið, Bíódaga. Lesið um allar myndirnar. Valið.
-dánlódað bíómyndum
-volað yfir Pretty Woman.
-lesið blogg, skoðað Facebook. MIKIÐ. Las meira að segja "BeSt Of" hjá Bobby Breiðholt.
-látið mig dreyma um að borða hluti sem ég á ekki til hérna heima fyrir.
Oh ég vona að ég verði laus úr þessu á morgun. Þá ætla ég að sprikla úti eins og nýfætt folald.
laugardagur, apríl 12, 2008
Þið munið...
þegar ég fór til Brussel. Það var reyndar tvisvar. Á ferðum mínum um alnetið fann ég litla klippu um tónleikana sem haldnir voru í nafni Iceland Airwaves þann 8.mars. Undirrituð var fengin í spjall við tökumenn og viðtalsdúdda. Þess má geta að þetta var vel eftir miðnætti eftir tónleikana og áfengið var í boði húsins. Fegurðin er eftir því.
Hérna er þetta. Destiny-fjölskyldan er óskaplega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu glæsilega verkefni. Húsfyllir og nákvæmlega rétta stemmningin. Ó já Ó já.
Múm, Kira Kira, Skakkamanage & Parachutes í AB í Brussel 8.mars
Annað sem ég vil koma á framfæri, eða þá lýsa eftir.
Nú er að hefjast eitt það svakalegasta gym átak hjá mér. Og mig vantar ykkar tip um þau lög sem eru góð á gym-playlistann. Það verða að vera lög sem fá hjartað til að pumpa, svitadropana til að leka í augun, lög sem fá mann til að hlaupa fram af brettinu og sprengjur koma í rassinn af áreynslu.
Ég er bara komin með 3 lög á listann
Declare Independence m. Björk
Smells Like Teens spirit m. Nirvana
Atlas m. Battles
Viljið þið sem vit hafið senda mér tillögur í komment. Takk.
Hérna er þetta. Destiny-fjölskyldan er óskaplega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu glæsilega verkefni. Húsfyllir og nákvæmlega rétta stemmningin. Ó já Ó já.
Múm, Kira Kira, Skakkamanage & Parachutes í AB í Brussel 8.mars
Annað sem ég vil koma á framfæri, eða þá lýsa eftir.
Nú er að hefjast eitt það svakalegasta gym átak hjá mér. Og mig vantar ykkar tip um þau lög sem eru góð á gym-playlistann. Það verða að vera lög sem fá hjartað til að pumpa, svitadropana til að leka í augun, lög sem fá mann til að hlaupa fram af brettinu og sprengjur koma í rassinn af áreynslu.
Ég er bara komin með 3 lög á listann
Declare Independence m. Björk
Smells Like Teens spirit m. Nirvana
Atlas m. Battles
Viljið þið sem vit hafið senda mér tillögur í komment. Takk.
fimmtudagur, apríl 03, 2008
þriðjudagur, apríl 01, 2008
Dominos
Getur e-r farið að loka gæjann inni sem semur og talar inná Dominos útvarpsauglýsingarnar. Ég er nokkuð viss um að um sé að ræða sama manninn hérna.
Ég læt ekki margar auglýsingar og slíkt áreiti fara í taugarnar á mér. En kommon! Þetta er óþolandi!
Annars mæli ég með að kíkja á þessa pod-cast síðu hérna.
Þetta er síða með allskonur klippum af íslensku tónlistarfólki í allri sinni dýrð. Allt frá Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður og svo bara heima í stofu og stúdíó-um hjá hressum krökkum.
Mjög skemmtilegt!
Annars er bara allt gott að frétta, ég á afmæli nk helgi. Eða kl.1.15 eftir miðnætti á aðfaranótt sunnudags. Og sný þá tuttuguogníu ára. Þeim sem er boðið að fagna með mér fá tölvupóst í dag sendan. Og ekki væla um að ég sé sein í snúningum að bjóða. Þetta á ekki að vera neitt stórt, bara stuð. Þeir mæta sem geta.
Bæjó!
Ég læt ekki margar auglýsingar og slíkt áreiti fara í taugarnar á mér. En kommon! Þetta er óþolandi!
Annars mæli ég með að kíkja á þessa pod-cast síðu hérna.
Þetta er síða með allskonur klippum af íslensku tónlistarfólki í allri sinni dýrð. Allt frá Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður og svo bara heima í stofu og stúdíó-um hjá hressum krökkum.
Mjög skemmtilegt!
Annars er bara allt gott að frétta, ég á afmæli nk helgi. Eða kl.1.15 eftir miðnætti á aðfaranótt sunnudags. Og sný þá tuttuguogníu ára. Þeim sem er boðið að fagna með mér fá tölvupóst í dag sendan. Og ekki væla um að ég sé sein í snúningum að bjóða. Þetta á ekki að vera neitt stórt, bara stuð. Þeir mæta sem geta.
Bæjó!