Gleðilegt ár!
Ég er alltaf að byrja á e-u bloggi en hætti svo við, bæði vegna anna og svo er ég orðin svo feit að puttarnir mínir bera ekki fingrasetningu lengur, ýta á 4 takka í einu. Og það er svo þreytandi að þurfa alltaf að stroka út og byrja uppá nýtt. Hátíðarnar mínar voru fyrst og fremst skemmtilegar og huggulegar... en einkennast líka af óhófi miklu. Borða meira en ella, og svo skipti ég út blóðinu fyrir jólaglögg, rauðvín, kampavín og bjór. Ekki amalegt þar. Enda markviss stúlka með meiru.
Bráðum ætla ég að gera svona topp lista yfir uppáhalds augnablikin mín á árinu 2007. Nóg af góðum mómentum að taka, enda var þetta bara alveg frábært ár! Ég held að 2008 eigi ekki eftir að gefa neitt eftir. Hvorki meira né minna fjórar utanlandsferðir bókaðar í febrúar og mars. Og svona 36 ferðir bókaðar í woooorldclass á næstu 36 dögum. Ok? Ég skal, get og vil.
Hérna er ein mynd af Kamillu, Rósu Maríu og mér á nýárskvöld. Við elduðum hvítlaukshumar, drukkum risa kampavín og vorum í áramótakokteilkjólum - og fórum á nýársfagnaði miðbæjarins.
5 ummæli:
Vá hvað þið eru gasalega flottar og smarhart! Vildi að ég hefði verið með ykkur... langar í galadæmi
Ég er alveg með þér þessa 36 næstu daga í ræktina!!!! Ég er nefninlega líka í þessum vandræðum á lyklaborðinu, tók mig alveg 2 tíma að skrifa þessi litlu skilaboð!!!
Flottar dömur á nýju ári, en sem hefði nú samt mátt fara úr kápunni, ég hef nefinlega nokkrum sinnum fengið það komment að ég eig ekki alltaf að vera í kápunni inni á stöðum þegar ég er í fínum fötum.... ehummmm...
og vældir um þetta allt gamlárskvöld kannski líka??;)
svona er þetta þegar maður er með vellandi bumbu eftir hátíðarnar, kápan felur sko;)
Nei nei, ég vældi ekkert um þetta!!!! (Það sem maður man ekki er ekki með!!) En það er satt, kápan felur ;-)
finniði hvítlaukslyktina?
nei ég hélt ekki. Já sæll!!
Skrifa ummæli