Ef ég vissi ekki betur þá væri ég ólétt. Ástæðurnar eru allavega þrjár.
1) ég er með búðing á heilanum. Og kallast það víst craving á móðurmálinu. Karmellu Royalbúðingur er mjög góður. Gæti borðað 2 skammta í einu. (Held að einn skammtur sé fyrir 4)
2) ég er sjúk í sápuóperuna Brothers & Sisters, og grenja örugglega meira en Sally Field sjálf. Einnig sakna ég Walker fjölskyldunnar þegar ég er ekki að horfa. Full af dramatík.
3) ég man ekki þriðju ástæðuna, en gleymska/heilaþoka er víst einkenni óléttu ekki satt?
4) jú nú man ég, ég er mjög þreytt. Gæti verið á svona smábarna systemi, eða sofa 12 tíma og leggja mig svo aftur eftir hádegið,
En já ég tek fram "ef ég vissi ekki betur"...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli