Í febrúar og mars fer ég til Brussel að halda á tónleika á vegum Iceland Airwaves (eeeerlendiz)
Sjá hérna hér
Í febrúar förum við líka til Osló á By:Larm músíkkfestivalið og ráðstefnuna. Ég hlakka mikið til að koma til Osló, og kannski fæ ég að knúsa nokkra Team 11´rs í leiðinni.
Í mars heldur svo frækna Destiny-fjöslkyldan til Ameríku og alla leið til Austin Texas. Stærsta show case hátíðin í heimi er einmitt haldin þar og heitir South By South West.
Þangað förum við til að sjá hljómsveitir, sem jafnvel eiga eftir að lenda á sviði á Airwaves í haust, svo viljum við læra af stærri hátíðum, fá innblástur og síðast en ekki síst skemmta okkur.
Ekki er það verra að betri helmingurinn minn (Mill í dúettinum Dill og Mill) er vinnandi þar í borg og á eftir að fá okkur til að koma, sjá og sigra. Ekki satt Milla mín?
Þetta er nú meiri veturinn hjá okkur á ástkæra ylhýra. En mér finnst þetta notalegt, maður röltir aðeins niður minningarbrautina. Birtan, hljóðið, stemmningin. Munið þið ekki?
Soldið erfitt að vera í kjól og fjallgönguskóm, ekki mjög hot. Svo er Kexi litli á sumardekkjum. Skertir frelsið og kynþokkan. En annars er lífið dásamlegt. Hver vill vera frjáls og sexí...;)
3 ummæli:
Sokkalega! Ég hlakka svo til að fá ykkur. Vííííííííí.
Vá ljúfa líf ljúfa líf...
Rósa María
Sakna ykkar pjásunar mínar:)
Skrifa ummæli