mánudagur, janúar 21, 2008

Hotboy?

Er ég ein um það að finnast Villi vera með svona leikgerva-andlit? Og frekar lélegt leikgervi þá. Og með hártopp. Algjer rúsína! Væri til í að purra þessar kinnar.

Samkvæmt þessari grein hérna ætti samt Dagur B. meiri líkur á velgengni, hann er svo sætur hann Dagur. Mér finnst hann það mikið hotboy að ég sagði honum það þegar ég var kynnt fyrir honum...ásamt nokkrum öðrum mjög lélegum djókum. Vei.
Nú er Dagur bara hættur eftir 100 daga setu sem borgarstjórinn okkar. Þetta er nú meira ruglið. Og Björn Ingi kemst ekki einu sinni í fínu fötin sín sem flokkurinn borgaði. Hann er orðin svo feitur. Bingi minn, á systir þín ekki Herbal-life handa litla bró? Semi pró.

Annars vil ég hvetja alla að koma á Sirkús næstu helgi, loka helgin og nóg af góðri tónlist og fallegu smekkfólki. Rétt upp hend sem getur ekki beðið eftir krúttlega mollinu sem kemur á þennan reit?

Hmm ég sé enga hendi.

3 ummæli:

Kata sagði...

hæbbb... vorum að tala um Kaospilotana í dag í skólanum og hvaða mikilvæga starfi þeir vinna að í daglegu lífi...ég gat sagt að ég þekki Kaospilot og allir vildu vita hver þú værir, þá veit bekkurinn minn það!
ps hvað er að gerast í íslenskri pólitík...skil hvorki upp né niður í þessu!!

Nafnlaus sagði...

ég sé sko ekkert krúttlegt við þessar kinnar... bara hreint ekkert ;) en Dagur hins vegar er mega hot, flottur með makkann og gáfumannafasið :) ps. ég hef mestar áhyggjur af Gumma Steingríms, nýkominn með flott djobb... glatað

Dilja sagði...

Gummi hönk reddar sér,
er að horfa á Kastljósið, Dagur alveg hreint ágætur, svona miðað við að Simmi er í sínum skapi