Ég man á upphafsdögum gelgjunnar (11-13 ára) skipti það okkur vinkonurnar hver væri besta vinkonan þá og þegar. Ég man að ég valsaði á milli Arnhildar, Arnheiðar og Hörpu, þeas þær voru bestu vinkonur mínar. En þó bara ein og ein í einu. Og áttu sér stað hin undarlegustu augnblik sem ákvörðuðu það hver var "besta vinkonan" hverju sinni.
Mikið var um baktal, enda getur grimmd gelgju stúlkna alveg hin ótrúlegasta. Þegar e-r var besta vinkona manns átti maður að standa með henni og væntist líka þess sama af henni. En svo gerðist það nú stundum að ein dró sig að annari og skapaði meirihluta, og bara svona uppúr þurru var ein á móti þrem. Eða tvær á móti tveim og svo framvegis. Þetta var rosalegt basl og brjáluð vinna man ég.
Ótrúlegt þykir mér þó að sú nákvæmlega sama hegðun á sér stað í okkar eigin borgarstjórn þessa dagana. Það að fullorðið og menntað fólk sé að haga sér eins og unglingsstelpur finnst mér afar sorlegt.
Ég óska þess heitt að Dagur verði aftur á ný borgarstjóri. Hinn meiri hlutinn er of veikur.
Og fyrir ykkur sem horfðuð á sjónvarpsútsendinguna í hádeginu í dag; Er ekki rauðhærða barnið sem var í mynd nánast allan tímann í fundarhléi-klárlega maður dagsins?? Ekkert smá skuggalegur greyið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli